Stj.mál

Fréttamynd

Aðhaldsaðgerðir ekki lengra

Tvennt hefur haft afgerandi áhrif á fjárhag Háskóla Íslands undanfarin ár, að því er fram kemur í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands sem birt var í gær; annars vegar mikil fjölgun nemenda og hins vegar síhækkandi launakostnaður.

Innlent
Fréttamynd

Fannst Össur tala niður til sín

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sakar Össur Skarphéðinsson um að tala niður til sín með því að segjast sjálfur hafa lagt allt undir til að gera hana að forsætisráðherra fyrir síðustu þingkosningar. Össur segist síður en svo hafa talað niður til Ingibjargar.

Innlent
Fréttamynd

Sumargjöf til þingmanna

"Þarna vorum við að minna á að á Alþingi liggja fyrir tvær þingsályktunartillögur um stækkun friðlandsins í Þjórsárverum," segir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar.

Innlent
Fréttamynd

Berlusconi segir af sér

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði fyrir stundu að hann muni segja af sér vegna stjórnarkreppunnar sem komin er upp á Ítalíu. Tveir samstarfsflokkar í stjórn Berlusconis kröfðust þess fyrr í vikunni að hann gerði róttækar breytingar á stjórninni eftir að ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu gríðarlegu fylgi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru nýlega á Ítalíu.

Erlent
Fréttamynd

Pútín of valdamikill

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa of mikil völd. Rice hefur verið í heimsókn í Rússlandi undanfarið en er nú á heimleið. Hún segir að réttarhöldin yfir Mikhail Khodorkovsky, aðaleiganda Yukos-olíufélagsins, séu afar vafasöm og stjórnvöld í Washington fylgist grannt með þeim.

Erlent
Fréttamynd

Skoða þarf fjármál flokkanna

Ríkisframlög til starfsemi stjórnmálaflokkanna hafa aukist um rúmar fjörutíu milljónir frá árinu 2000. Þetta kemur fram í skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram í gær. Í ljósi hennar telur Halldór það rétt að endirskoða löggjöf um fjármá stjórnmálaflokkanna.

Innlent
Fréttamynd

Kosningarútur liðin tíð?

Hjálp! Það eru blaðamenn á eftir mér! Þannig gæti harmakvein breskra stjórnmálamanna hljómað en þeir sjá sér þann kost vænstan að forðast bresku pressuna í miðri kosningabaráttunni.

Erlent
Fréttamynd

Framlögin hækkuð um 25 prósent

Meirihluti Reykjavíkurlistans í menntaráði kynnti í gær tillögur um aukin framlög til einkarekinna grunnskóla. Formaður menntanefndar vonast til að sátt náist nú um málið en fulltrúi sjálfstæðismanna í nefndinni segir að ekki sé nægilega langt gengið með tillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðin fær ekki að kaupa strax

Forsætisráðherra segir að skýrsla Morgan Stanley um söluferli Símans verði birt fljótlega. Ákveðnar trúnaðarupplýsingar sé þó ekki hægt að birta á þessu stigi málsins. Hins vegar verði almenningi ekki boðið að kaupa strax hlutabréf í Símanum, enda sé ekki hægt að breyta útboðinu í miðju ferli.

Innlent
Fréttamynd

Aðild Íslands lausn kreppunnar?

Alvarleg og illleysanleg kreppa blasir við Evrópusambandinu fari sem horfir, að Frakkar hafni stjórnarskrá sambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu innan fárra vikna. Leiðarahöfundar <em>Financial Times</em> telja að lausnin geti falist í aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn opnar bækur sínar

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur ákveðið að setja sér reglur um og birta opinberlega upplýsingar um fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Auk þess mun flokkurinn birta upplýsingar um aðild þingmanna að hagsmunasamtökum og upplýsingar um gjafir.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á samráði í Samfylkingunni

Misræmi í yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar tilkynnt var um framboð hennar í síðustu Alþingiskosningum, var til komið vegna skorts á samráði. Össur lýsti yfir framboði hennar á sama tíma og R-listafólk í borginni var að reyna að telja henni hughvarf.

Innlent
Fréttamynd

Löggjöf um fjármál endurskoðuð

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Aþingi í dag að hann teldi rétt að taka til endurskoðunar ýmis atriði í löggjöf um fjármál stjórnmálaflokka. Því sé tímabært að setja á ný á fót nefnd fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem hafi að verkefni að leggja mat á þörf fyrir löggjafarumbætur á þessu sviði í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ekkert að fela

Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að gera opinber öll fjárhagsleg og stjórnunarleg tengsl einstakra þingmanna flokksins við fyrirtæki og sjóði. Forsætisráðherra segir öll sín tengsl löngu upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjórn fagnar ákvörðun HR

Borgarstjórn Reykjavíkur fagnar því að Vatnsmýrin hafi orðið fyrir valinu sem framtíðarsvæði Háskólans í Reykjavík. Tilkynning svo hljóðandi var samþykkt á borgarstjórnarfundi í dag. Þar segir enn fremur að samstarf Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík við undirbúning ákvörðunar háskólaráðsins hafi skerpt sameignlega sýn þessara aðila á frekari þróun Vatnsmýrarinnar sem skapi einstakt tækifæri til að mynda þekkingar- og nýsköpunarumhverfi á heimsmælikvarða í hjarta höfuðborgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn hafi fært til fjármagn

Forsætisráðherra segir að þingmenn Suðurlands hafi fært hluta af fjármagni Suðurstrandarvegar yfir í Hellisheiði. Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segir þetta alrangt, ríkisstjórnin beri sjálf alfarið ábyrgð á því að hafa svikið kosningaloforð.

Innlent
Fréttamynd

Fagnaðarefni fyrir alla

"Persónulega vil ég sjá Davíð sem lengst í stóli formanns enda frábær stjórnmálamaður í alla staði," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra aðspurð um þá ákvörðun Davíðs Oddssonar að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins til næstu tveggja ára á næsta landsfundi.

Innlent
Fréttamynd

Ávinningur almennings nánast engin

"Það er ljóst að þetta er ekki alveg það sem menn stefndu að með þessu frumvarpi í upphafi," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda, vegna þeirra ummæla Geirs Haarde, fjármálaráðherra, að á óvart komi að díselolía verði dýrari en bensín eftir breytingar á lögum um olíu- og kílómetragjald.

Innlent
Fréttamynd

Vildu vita um forgangsmál á þingi

Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn.

Innlent
Fréttamynd

Tilboðsfrestur lengdur til 17. maí

Einkavæðingarnefnd ákvað í gær að framlengja frest til að skila inn tilboðum í Símann til 17. maí. Á fimmta tug aðila hafa sótt tilboðsgögn. Upphaflegur frestur til að skila inn óbindandi tilboðum í Símann var 6. maí.

Innlent
Fréttamynd

Líst vel á verðhækkun á díselolíu

Sigríði Önnu Þórðadóttur umhverfisráðherra líst vel á að díselolía, sem er umhverfisvænni en bensín, verði dýrari en bensín. Hún telur þetta mikla hvatningu fyrir bíleigendur að skipta yfir á díselbíl. Sigríður Anna hafði ekki hugmynd um að díselolían yrði dýrari fyrr en Stöð 2 greindi henni frá því.

Innlent
Fréttamynd

Díselolía verður dýrari en bensín

Lítrinn af díselolíu mun kosta meira en bensínlítri eftir breytingar á lögum um olíugjald og kílómetragjald sem taka gildi 1. júlí. Geir Haarde fjármálaráðherra segir það þó væntanlega aðeins verða tímabundið, verðið á díselolíu muni lækka með lækkuðu heimsmarkaðsverði.

Innlent
Fréttamynd

Spurningum fékkst ekki svarað

Tvisvar hófust umræður um fundarsköp á fundi borgarstjórnar í gær að frumkvæði sjálfstæðismanna. Ástæðan var að sjálfstæðismenn töldu að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefði ekki svarað tveimur spurningum sem Guðlaugur Þór Þórðarson vísaði til hennar.

Innlent
Fréttamynd

Óljóst með hrefnuveiðar í sumar

Enn hefur ekkert verið ákveðið um hrefnuveiði í sumar og ljóst er að ekkert verður úr veiðum á sandreyðum og langreyðum í sumar þar sem langan undirbúning þarf til þeirra veiða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja meira fé til samgöngumála

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að framkvæmdafé til samgöngumála í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu verði aukið frá því sem nú er. Þótt framlög til höfuðborgarsvæðisins hafi aukist talsvert að undanförnu sé brýn nauðsyn til að gera enn betur. Þetta kemur fram í bókun sem þeir lögðu fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forskot Verkamannaflokksins eykst

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi eykur forskot sitt lítillega í nýrri skoðanakönnun. Hann mælist með 41% fylgi, Íhaldsflokkurinn 33% og Frjálslyndir demókratar 20%. Gengið verður til kosninga 5. maí.

Erlent
Fréttamynd

Bjartsýni á samstarf R-listans

Formenn flokkanna þriggja í Reykjavíkurlistanum, sem og borgarfulltrúar, eru bjartsýnir á áframhaldandi samstarf R-listans. Málefnaviðræður flokkanna hefjast í dag. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr styrk Evrópu

Ef Evrópubúar hafna nýrri stjórnarskrá mun það draga úr styrk Evrópu í alþjóðasamskiptum og gleðja bandaríska íhaldsmenn ósegjanlega, að mati Javiers Solana, yfirmanns utanríkismála hjá Evrópusambandinu.

Erlent