Stj.mál

Fréttamynd

Deilt um þingsköp

Stjórnarandstæðingar deildu hart á fundarstjórn Birgis Ármannssonar, varaforseta Alþingis í umræðum um Írak í gær.

Innlent
Fréttamynd

Óábyrgt að hækka ekki skatta

Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra ver íslenska bankakerfið

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki.

Innlent
Fréttamynd

Styddi hallarbyltingu í sósíalísku

Níu mánuðum eftir að Sigurður Ingi Jónsson, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar, sagði sig úr flokknum vegna óánægju með stefnu flokksins og varaformanninn segir hann flokkinn ekkert hafa breyst en heldur opnum þeim möguleika að snúa aftur og taka þátt í hallarbyltingu gegn forystunni.

Innlent
Fréttamynd

Til Kanarí á dýrasta tíma

Fimm manna fjölskylda gæti ferðast til Kanaríeyja og dvalist þar í hálfan mánuð á dýrasta tíma fyrir ávinninginn af skattabreytingum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt léttum reiknisleik Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Matur og drykkur í eitt ár

Matur og drykkur í heilt ár. Það er ávinningurinn sem fjögurra manna fjölskylda með eina milljón í mánaðartekjur hefur af skattabreytingunum.

Innlent
Fréttamynd

Hvaða framkvæmdum frestað?

Ekki hefur verið ákveðið ennþá hvaða framkvæmdir verður frestað á vegaáætlun sem kynnt verður á þingi eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Halldór vill ekki þurfa að bíða

Tveir umhverfisnefndarmenn Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður nefndarinnar, og Mörður Árnason, Samfylkingu, hindruðu Halldór Blöndal, forseta Alþingis, í að koma frumvarpi sínu um takmörkun andaveiða í flýtimeðferð á þingi með því að senda það umræðulaust til nefndar.

Innlent
Fréttamynd

Engin samþykkt í ríkisstjórn

Ríkisstjórn Íslands tók aldrei formlega ákvörðun um að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar og Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Getur ekki sinnt lögbundnum verkum

Ríkisendurskoðun hefur greint þrjár meginástæður rekstrar- og fjárhagsvanda Náttúrufræðistofnunar undanfarin þrjú ár. Þar kemur fram að helstu ástæður fjárhagsvanda stofnunarinnar séu að framlög ríkisins til hennar hafi ekki fylgt verðþróun, sértekjur hennar hafi lækkað verulega. Einnig hafi laun og húsaleiga hækkað. Því nægja árlegar fjárveitingar ekki fyrir rekstri, auk þess sem stofnunin hefur safnað upp skuldum vegna rekstrarhalla.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarskráin til grundvallar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að við endurskoðun stjórnarskrárinnar þurfi að tryggja að löggjafarstarf Alþingis verði með eðlilegum hætti. Halldór skýrði frá skipan nýrrar stjórnarskrárnefndar í ræðu í tilefni af því að aldarafmælisári heimastjórnar á Íslandi er að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

SUS á móti listamannalaunahækkun

Almenningur á að geta valið hvort hann styður listafólk og hvers konar menningar hann nýtur. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem óánægju er lýst með þá ákvörðun Alþingis að auka útgjöld til heiðurslauna listamanna.

Innlent
Fréttamynd

Trúir á hagvöxt til 2010

Ólíklegt er að ríkissjóður verði rekinn með 29 milljarða króna halla árin 2007 og 2008 þegar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar koma fram af fullum þunga þó að gert sé ráð fyrir því í langtímaáætlun fjármálaráðuneytisins. Þetta er mat Einars Odds Kristjánssonar, varaformanns fjárlaganefndar. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Vildi hækka fjárveitinguna 1998

Halldór Ásgrímsson lagði til við ríkisstjórnina fyrir sex árum að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð fjárveiting beint frá Alþingi og að hún yrði hækkuð úr sex milljónum í fimmtán milljónir. Sami stjórnarmeirihluti og var þá við völd afnam í gær alla fjárveitingu til Mannréttindaskrifstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kærir Ríkisstjórn Íslands

Öryrkjabandalag Íslands ætlar að kæra Ríkisstjórn Íslands fyrir brot á samningum strax á nýju ári. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist vonast til þess að málið verði þingfest í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann reikni ekki með töf á dómsmálinu í dómskerfinu miðað við málavöxtu.

Innlent
Fréttamynd

Aðför að atvinnuvegunum

Einar Oddur Kristjánsson telur hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum tefla framtíð útflutningsgreinanna í tvísýnu og gagnrýnir bankann harðlega fyrir að stemma ekki stigu við innstreymi erlends lánsfjár.

Innlent
Fréttamynd

RÚV í þágu almennings

Samfylkingin hefur lagt fram þingsályktunartillögu um Ríkisútvarpið sem almannaútvarp. Í tillögunni er vísað til Evrópuráðstilmæla frá 1996 um tryggt sjálfstæði almannaútvarps og lagt til að nefnd þingflokka, fræðimanna og fjölmiðlafólks athugi stöðu RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Enginn var boðaður í viðtal

Forsætisráðuneytið boðaði engan umsækjanda um stöðu umboðsmanns barna í viðtal heldur réði Ingibjörgu Rafnar hæstaréttarlögmann einungis þremur dögum eftir að umsóknarfresturinn rann út. Nokkrir umsækjendanna hyggjast óska eftir rökstuðningi ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindaskrifstofan ein á báti

Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sala stofnfjár ekki bönnuð

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að þótt löggjafinn hafi aldrei ætlað sér að leyfa að stofnbréf sparisjóða gengju kaupum og sölum á almennum markaði væru engin úrræði til að leiðrétta lögin: "Stjórnarskráin heimilar löggjafanum ekki að leiðrétta þetta. Þróuninni verður ekki snúið við," sagði hún í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aflamarkskerfi ekki sameinuð

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra segir alveg fráleitt að af sameiningu krókaflamarkakerfisins og aflamarkskerfisins verði og segir að ef einhverjir séu að safna upp kvóta í von um slíkt séu þeir á villigötum.. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hæpin jólagjöf R-listans

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir jólagjöf R-listans í ár til borgarbúa sé skatta- og gjaldahækkun sem muni kosta reykvískar fjölskyldur tugi þúsunda á næsta ári. R-listinn kynnti í gær frumvarp sitt að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005 þar sem meðal annars er boðuð hækkun útsvars og fasteignaskatta.

Innlent
Fréttamynd

Lokaatkvæðagreiðsla um fjárlögin

Þingfundur hefst á Alþingi nú klukkan ellefu. Eitt mál er á dagskrá, lokaatkvæðagreiðsla um fjárlög íslenska ríkisins fyrir árið 2005. Gera má ráð fyrir að hún standi í um tvær klukkustundir og að fjöldi þingmanna muni gera grein fyrir atkvæði sínu.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlögin samþykkt á Alþingi

Fjárlög næsta árs voru samþykkt sem lög frá Alþingi í dag. Reiknað er með 10 milljarða rekstrarafgangi á fjárlögum. Halldór Ásgrímsson vildi fyrir sjö árum að Mannréttindaskrifstofan fengi fé beint frá Alþingi en flokksmenn hans felldu slíka tillögu í dag ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra vígði kúluskítsbúr

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra vígði nýtt kúluskítsbúr í Náttúrufræðistofu Kópavogs í gær. Stórvaxinn kúluskítur er aðeins þekktur í tveimur stöðuvötnum á jörðinni, í Mývatni og Akan-vatni í Japan.

Innlent
Fréttamynd

Breytingartillaga um Mannréttindaskrifstofu felld

Fjárlög næsta árs voru samþykkt á Alþingi um hádegi í gær með 31 atkvæði stjórnarliða, meðan 24 stjórnarandstöðuþingmenn sátu hjá. 8 þingmenn voru fjarverandi. Samkvæmt fjárlögunum á að verða um 10 milljarða afgangur á ríkissjóði.

Innlent
Fréttamynd

SUS fagnar skattalækkanafrumvarpi

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fagnar frumvarpi ríkisstjórnarinnar um mestu skattalækkanir á einstaklinga í áratugi. Breytingarnar munu að jafnaði þýða 4,5% hækkun ráðstöfunartekna heimilanna og koma öllum Íslendingum til góða, segja ungir sjálfstæðismenn.

Innlent
Fréttamynd

Alfarið á móti sameiningu

Guðjón Hjörleifsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður sjávarútvegsnefndar, segist vera alfarið á móti því að krókaflamarkskerfið, sem oft er kallað litla kerfið, og stóra kerfið verði sameinuð.

Innlent