Innlent

Til Kanarí á dýrasta tíma

Fimm manna fjölskylda með tvö börn undir sjö ára og annað 11 ára gamalt og 400 þúsund krónur í tekjur á mánuði getur grætt 435 þúsund krónur á skattabreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær eru komnar að fullu til framkvæmda árið 2007. Fjölskyldan greiðir þá rúmlega 244 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fær rúmlega 191 þúsund krónum meira í barnabætur á ári. Ekki er tekið tillit til breytinga á eignaskatti eða skerðinga á vaxtabótum. Fyrir þennan pening getur fjölskyldan ferðast til Kanaríeyja á dýrasta tíma miðað við verðlag í dag. Fjölskyldan fer þá í hálfan mánuð og dvelur á eyjunum um páskana. Ferðin kostar tæpar 312 þúsund krónur með hóteli. Ef gert er ráð fyrir 10 þúsund krónum í eyðslufé á dag kostar ferðin samtals 451.970 krónur eða 20 þúsund krónum meira en ávinningurinn nemur af skattabreytingunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×