Mannréttindaskrifstofan ein á báti 4. desember 2004 00:01 Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag. Fyrstur manna til að kveða sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna um fjárlögin í morgun var Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni. Hann sagði að ríkisstjórnin léti viðvaranir og vaxtahækkanir Seðlabankans sem vind um eyrun þjóta. Hann benti á fernt sem Samfylkingin beitti sér fyrir að yrði breytt á fjárlögum: að matarskattur yrði lækkaður í stað tekjuskatts, að ríkisstjórnin stæði við skuldbindingar sínar gagnvart öryrkjum, að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi áfram framlög á fjárlögum og að fjárhagur sveitarfélaganna yrði bættur. Jón Bjarnason, Vinstri - grænum, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði flokkinn myndu sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að í fjárlagafrumvarpinu birtist sterk og góð staða ríkissjóðs sem leiddi til þess að kaupmáttur almennings myndi aukast. Hann sagði að niðurstaða væri góður tekjuafgangur upp á tíu milljarða króna en Magnús lauk máli sínu á því að undirstrika að aukinn agi yrði viðhafður í ríkisrekstri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði að ríkisstjórnin hefði þegar tekið meira inn í nýjum álögum en hún skilar tilbaka í skattalækkunum. Hann sagði að afgreiðsla fjárlaganna væri á ábyrgð stjórnarþingmanna og hann sagði víst að miklar lagfæringar myndu koma fram á fjáraukalögum á næsta ári. Að þessu sögðu hófust atkvæðagreiðslur um breytingartillögur stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar. Hingað til hafa tillögur stjórnarliða verið samþykktar og tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Nafnakalls var krafist um tillögu sem allir þingmenn stjórnarandstöðunnar stóðu að. Hún gengur út á að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði áfram tryggð fjárveiting á fjárlögum en meirihlutinn hefur ákveðið að svipta Mannréttindaskrifstofuna föstu framlagi. Kristinn H Gunnarsson var eini þingmaður stjórnarliða sem tryggja vildi Mannréttindaskrifstofunni fjárframlög. Tillagan var því felld. Atkvæðagreiðslur um breytingatillögur við fjárlög standa væntanlega yfir fram eftir degi, en stefnt er að því að fjárlög verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs stendur nú yfir á Alþingi. Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir nokkrum mínútum að svipta Mannréttindaskrifstofu Íslands fjárframlögum frá Alþingi. Greidd verða atkvæði um fjárlögin í dag. Fyrstur manna til að kveða sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna um fjárlögin í morgun var Einar Már Sigurðarson Samfylkingunni. Hann sagði að ríkisstjórnin léti viðvaranir og vaxtahækkanir Seðlabankans sem vind um eyrun þjóta. Hann benti á fernt sem Samfylkingin beitti sér fyrir að yrði breytt á fjárlögum: að matarskattur yrði lækkaður í stað tekjuskatts, að ríkisstjórnin stæði við skuldbindingar sínar gagnvart öryrkjum, að Mannréttindaskrifstofa Íslands fengi áfram framlög á fjárlögum og að fjárhagur sveitarfélaganna yrði bættur. Jón Bjarnason, Vinstri - grænum, gagnrýndi stefnu ríkisstjórnarinnar og sagði flokkinn myndu sitja hjá við afgreiðslu fjárlaga. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, sagði að í fjárlagafrumvarpinu birtist sterk og góð staða ríkissjóðs sem leiddi til þess að kaupmáttur almennings myndi aukast. Hann sagði að niðurstaða væri góður tekjuafgangur upp á tíu milljarða króna en Magnús lauk máli sínu á því að undirstrika að aukinn agi yrði viðhafður í ríkisrekstri. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði að ríkisstjórnin hefði þegar tekið meira inn í nýjum álögum en hún skilar tilbaka í skattalækkunum. Hann sagði að afgreiðsla fjárlaganna væri á ábyrgð stjórnarþingmanna og hann sagði víst að miklar lagfæringar myndu koma fram á fjáraukalögum á næsta ári. Að þessu sögðu hófust atkvæðagreiðslur um breytingartillögur stjórnarliða og stjórnarandstöðunnar. Hingað til hafa tillögur stjórnarliða verið samþykktar og tillögur stjórnarandstöðunnar felldar. Nafnakalls var krafist um tillögu sem allir þingmenn stjórnarandstöðunnar stóðu að. Hún gengur út á að Mannréttindaskrifstofu Íslands verði áfram tryggð fjárveiting á fjárlögum en meirihlutinn hefur ákveðið að svipta Mannréttindaskrifstofuna föstu framlagi. Kristinn H Gunnarsson var eini þingmaður stjórnarliða sem tryggja vildi Mannréttindaskrifstofunni fjárframlög. Tillagan var því felld. Atkvæðagreiðslur um breytingatillögur við fjárlög standa væntanlega yfir fram eftir degi, en stefnt er að því að fjárlög verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira