Stj.mál

Fréttamynd

Vilja talsmann neytenda

Neytendamál eru eitt þeirra mála sem Samfylkingin ætlar að leggja áherslu á nú í þingbyrjun. Lagt verður til að stofnað verði embætti talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á frjálsum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Heimsmet í samneyslu

Ef hið opinbera gáir ekki fljótlega að sér mun skattbyrði aukast og afkoma fyrirtækja versna. Samneysla sem hlutfall af landsframleiðslu er nú hæst á Íslandi af öllum OECD ríkjunum.

Innlent
Fréttamynd

Efast um 11 milljarða

Flokkarnir þrír sem eru í stjórnarandstöðu eru einhuga um að fátt bendi til þess að rúmlega 11 miljarða tekjuafgangur verði á ríkissjóði eins og fjármálaráðherra lofar í fjárlagafrumvarpi sínu sem lagt var fram á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Synjun af guðs náð eða þjóðarinnar

Sagnfræðingar skeggræða ummæli Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, við þingsetningu í gær og koma guð almáttugur, forsetinn, konungar, sögulegur sannleikur og lygi við sögu.

Innlent
Fréttamynd

78 milljarða fram úr fjárlögum

Í tíð Geirs H. Haarde er afkoma ríkissjóðs samtals 78 milljörðum krónum slakari en gert var ráð fyrir í fjárlögum eins og þau voru samþykkt frá Alþingi. Það þýðir að árlega fer ríkissjóður að meðaltali fram úr fjárlögum er nemur 13 milljörðum króna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Davíðs skipar virðingarsess

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands lauk lofsorði á störf þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í ráðuneytunum sem þeir yfirgáfu um miðjan síðasta mánuð. Sagði forsetinn að Davíð Oddsson myndi skipa "sérstakan virðingarsess í annálum þings og þjóðar." </font />

Innlent
Fréttamynd

Hjálmari ekki falin ábyrgðastörf

Trúnaðarbrestur hefur orðið milli herstöðvaandstæðinga og Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Samtökin hafa ákveðið að fela honum engin trúnaðarstörf. </font /></font /></b /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gengu út í mótmælaskyni

Stór hluti fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna gekk út af fyrsta þingfundi vetrarins í mótmælaskyni. Ástæðan var gagnrýni forseta Alþingis, Halldórs Blöndal, á ákvörðun forseta Íslands að synja fjölmiðlalaögunum staðfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Kerry betri en Bush hafði betur

Viðbrögð almennings við fyrstu kappræðum forsetaefnanna ættu að gefa John Kerry vonarneista eftir erfitt gengi í kosningabaráttunni undanfarið. Hann þykir almennt hafa staðið sig betur en George W. Bush og bætti ímynd sína. Frammistaða hans virðist þó ekki endilega skila sér í auknu fylgi, í það minnsta fyrst um sinn.

Erlent
Fréttamynd

Blair með hjartakvilla

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands gengst í dag undir meðhöndlun á sjúkrahúsi vegna hjartsláttartruflana sem gerðu vart við sig hjá ráðherranum í gær. Blair tilkynnti sjálfur um veikindi sín í gærkvöldi, skömmu eftir að hann tók þátt í lokaathöfn landsþings Verkamannaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Hallar undan fæti í lýðræðisumræðu

Einar Pálsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Árborg segir hafa hallað undan fæti í lýðræðislegri umræðu að undanförnu. "Þingflokkurinn hefur gengið mjög hart fram gagnvart Kristni H. Gunnarssyni fyrir að vera ekki á sömu línu og þingflokkurinn," segir Einar.

Innlent
Fréttamynd

Skoðanafrelsi undirstaða lýðræðis

Kristinn H. Gunnarsson segir að stjórnmálaflokkur sé því aðeins lýðræðisleg hreyfing að þar ríki skoðanafrelsi. Hann segir skoðanir sínar endurspegla meiningu fjölda flokksmanna og spyr hvers vegna forystu flokksins séu svona mislagðar hendur að hún sé í stríði við sinn eigin flokk í hverju málinu á fætur öðru. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Samstarf stjórnarandstöðu

Stjórnarandstæðingar boða aukna samvinnu á þingi í vetur og ætla flokksformenn að hittast á reglubundnum samráðsfundum.

Innlent
Fréttamynd

Á samleið með Framsókn

"Mönnum finnst þeir tefla hagsmunum sínum í tvísýnu ef þeir setja fram sjónarmið í umdeildum málum sem eru á annan veg en þann sem forystan hefur gefið upp. Þetta er stóra vandamálið í flokknum," segir Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður, um Framsóknarflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarstjórn mátti fresta fundi

Félagsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfu minnihluta í bæjarstjórn Vestmannaeyja, um að frestun á fundi bæjarstjórnar þann 16.september verði gerð ógild.

Innlent
Fréttamynd

Þingmálin í vetur

Skattalækkanir og niðurskurður verða meðal helstu þingmála á 31. löggjafarþing Íslendinga sem verður sett í dag. Stjórnarandstaðan ætlar líka að ræða um kennararverkfall, Írak, Símann og embættisveitingar.

Innlent
Fréttamynd

Sölu Símans frestað til 2008

Þingflokkur Vinstri-grænna hefur ákveðið hver verði tíu fyrstu mál þingflokksins á komandi þingi. Þau helstu eru frumvarp til laga um breytingu á lögum um sölu ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf., breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og þingsályktunartillaga um gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

31. löggjafarþingið sett

<font face="Helv"></font> Alþingi verður sett í dag og fjárlagafrumvarp lagt fram, forseti Alþingis kosinn og kosið í helstu nefndir þingsins. Þingsetningin verður með hefðbundnu sniði og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Að henni lokinni ganga forseti Íslands, biskupinn yfir Íslandi, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins.

Innlent
Fréttamynd

Beitir sér ekki fyrir kennara

Reykjavíkurborg rétt eins og önnur sveitarfélög á við fjárhagsvanda að stríða, segir Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Borgin mun því ekki grípa inn í samningaviðræður kennara og launanefndar sveitarfélaganna. Árni Þór segir fjárhags- og verkfallsvandann óskylda hluti.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögin færri og stærri

Sveitarfélögum á landinu fækkar úr 103 í 39 ef tillögur nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins verða samþykktar. Rúmlega 70% þjóðarinnar býr í þessum sveitarfélögum. Kosið verður um sameiningu átta sveitarfélaga í nóvember en í apríl á næsta ári er fyrirhuguð kosning um sameiningu áttatíu sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Allt getur gerst

Allt getur gerst þó að kannanir vestan hafs gefi til kynna að George Bush hafi töluvert forskot á John Kerry í kapphlaupinu um Hvíta húsið. Aðeins þrjú málefni skipta sköpum í baráttunni, að sögn bandarísks sérfræðings í skoðanakönnunum.

Erlent
Fréttamynd

Alvarleg mistök skipta bara máli

Kappræðurnar í Bandaríkjunum í kvöld skipta ekki meginmáli í kosningabaráttunni nema því aðeins að frambjóðendurnir geri alvarleg mistök. Þetta segir góðvinur Bush eldri sem staddur er hér á landi. Hann telur að Bush yngri hafi forskot í kosningabaráttunni vegna þess að hann sé einfaldlega viðkunnanlegri en Kerry. 

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna George W. Bush og Johns Kerrys fara fram í kvöld. Í nýjustu könnunum hefur Bush haft allt að átta prósentum meira fylgi en Kerry. Kappræður milli forsetaframbjóðenda hafa í gegnum tíðina oft haft nokkur áhrif á fylgi þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Arnbjörg varaformaður þingflokks

Sjálfstæðismenn gera nokkrar breytingar á skipan sinna manna í nefndum Alþingis. Þar ber hæst að Guðlaugur Þór Þórðarson verður formaður umhverfisnefndar í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur sem hefur tekið við starfi umhverfisráðherra. Þá hefur Arnbjörg Sveinsdóttir verði kjörin varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þarf ekki að afsaka skipunina

Geir H. Haarde, settur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson í stöðu hæstaréttardómara í gær. Geir segist hafa ákveðið að leggja til grundvallar reynslu viðkomandi af lögmannsstörfum og málflutningi, þörf sé á því í réttinum.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn fékk viðvörun

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að Kristinn H.Gunnarsson hafi fengið viðvörun. Hann rekist ekki í Framsóknarflokknum. Þingflokkur framsóknar ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin úr öllum fastanefndum þingsins. Framsóknarmenn segja Kristin lagðan í einelti, athæfi þingflokksins sé refsivert og aðgerðirnar harkalegar. Aðeins sé einn sannleikur í Framsókn.</b />

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðarbrestur orsökin

Formaður Framsóknarflokksins segir að samstarfsörðugleikar og trúnaðarbrestur hafi valdið því að flokkurinn hafi ekki viljað að Kristinn H. Gunnarsson tæki sæti í þingnefndum.

Innlent
Fréttamynd

Ósammála skipan hæstaréttardómara

Stjórnarflokkarnir voru ósammála um skipan hæstaréttardómara og segist Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ekki leyna þeirri skoðun sinni að það hefði styrkt Hæstarétt verulega hefði Eiríkur Tómasson verið valinn í embættið.

Innlent
Fréttamynd

Algjör trúnaðarbrestur

Algjör trúnaðarbrestur milli forystu Framsóknarflokksins og Kristins H. Gunnarssonar er ástæða þess að honum var neitað um setu í þingnefndum fyrir flokkinn. Kristinn segir að það hljóti eitthvað að vera að hjá forystu flokksins. Þessi umskipti þýða að tveir yngstu þingmennirnir taka við mikilvægum forystuhlutverkum í nefndum Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Refsing fyrir að segja skoðun sína

Þingflokkur Framsóknarflokksins útlokaði í gær Kristin H. Gunnarsson, þingmann flokksins, frá öllum fastanefndum Alþingis. Hann segir þetta vera refsingu fyrir að hafa sagt skoðun sína í viðkvæmum málum en ætlar engu að síður að starfa áfram innan flokksins. Honum er lítt gefið um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Framsóknar við Sjálfstæðisflokkinn.

Innlent