Bandaríkin

Fréttamynd

Trommari The Offspring rekinn fyrir að afþakka bóluefni

Pete Parada, trommari pönkhljómsveitarinnar The Offspring tilkynnti í gær að hann hann hefði verið rekinn fyrir að neita að láta bólusetja sig. „Það hefur verið ákveðið að það sé hættulegt að umgangast mig, í stúdíóinu og á tónleikaferðalagi,“ sagði hann á Instagram.

Tónlist
Fréttamynd

Gates harmar samskiptin við Epstein

Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, harmar að hafa átt samskipti við fjársýslumanninum Jeffrey Epstein. Sagðist hann einungis hafa gert það í von um að Epstein notaði tengsl sín til að afla fjármuna til mannúðarmála.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Afi, við náðum þessu“

Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér Ólympíugull í kúluvarpi karla með því að setja nýtta Ólympíumet. Hann fagnaði gullinu sínu líka með sérstökum hætti.

Sport
Fréttamynd

Geimskoti Starliner frestað þrisvar sinnum á einni viku

Geimskoti geimfars Boeing, Starliner, hefur verið frestað enn eina ferðina og það þrisvar sinnum á einni viku. Geimskotinu var frestað í gær þegar ákveðinn galli kom upp og stóð til að gera aðra tilraun í dag. Í nótt var einnig hætt við hana og Starliner fjarlægt af skotpalli.

Erlent
Fréttamynd

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Biden hvetur Cuomo til að segja af sér

Þrýstingur á að Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segi af sér stigmagnast nú vegna ásakana um kynferðislega áreitni hans. Joe Biden Bandaríkjaforseti og flokksbróðir ríkisstjórans bættist í hóp þeirra sem hvetja hann til þess að stíga til hliðar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar því að hafa áreitt konur kynferðislega

Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hafnaði því að hann hefði nokkru sinni snert konur á óviðeigandi hátt eða haft uppi óviðeigandi kynferðislega tilburði á blaðamannafundi í dag. Hann er sakaður um að hafa áreitt fjölda kvenna.

Erlent
Fréttamynd

Sakaður um áreitni í garð minnst ellefu kvenna

Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, áreitti konur kynferðislega og beitti sér gegn einni þeirra sem sakaði hann opinberlega um áreitni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Letitia James, ríkissaksóknari New York, opinberaði nú fyrir skömmu.

Erlent
Fréttamynd

TikTok-stjarna skotin til bana

Hinn nítján ára gamla TikTok-stjarna Anthony Barajas var skotinn til bana í síðustu viku. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

Skattinum gert að af­henda skýrslur Trumps

Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skipað skattayfirvöldum að afhenda þingnefnd skattskýrslur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa reynt að fá gögnin afhent um árabil í gegn um dómskerfið án árangurs.

Erlent
Fréttamynd

Delta-af­brigðið jafn smitandi og hlaupa­bóla

Delta-af­brigði kórónu­veirunnar virðist vera meira smitandi en veirurnar sem valda venju­legu kvefi, ár­legum flensum, ebólu og MERS-sjúkdómnum, að mati Sótt­varna­stofnunar Banda­ríkjanna (CDC). Talið er að delta-af­brigðið sé eins smitandi og hlaupa­bóla, sem er afar smitandi sjúk­dómur.

Erlent