Bandaríkin

Fréttamynd

Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir

Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni.

Erlent
Fréttamynd

Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu

Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu.

Erlent
Fréttamynd

Bretar banna vörur Huawei frá áramótum

Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ranglega greint frá andláti þingmanns

Alma Adams, fulltrúadeildarþingmaður Demókrataflokksins, hefur beðist afsökunar eftir að hún deildi grein þar sem sagt var frá því að samflokksmaður hennar í fulltrúadeildinni, John Lewis, væri látinn af völdum krabbameins.

Erlent
Fréttamynd

„Fordæmalaus og söguleg spilling“ Donalds Trumps

Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Bandaríkjunum, segir það „fordæmalausa og sögulega spillingu“ að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi mildað refsingu Rogers Stone, fyrrum ráðgjafa síns og vinar.

Erlent
Fréttamynd

Trump mildar dóm yfir fyrrum ráðgjafa sínum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað fangelsisdóm sem Roger Stone, vinur forsetans og fyrrum ráðgjafi, hlaut fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi, að hindra framgang réttvísinnar og að reyna að hafa áhrif á vitnisburð annarra. Stone átti að hefja afplánun í alríkisfangelsi í Georgíuríki næstkomandi þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins.

Erlent
Fréttamynd

Facebook sagt íhuga að banna stjórnmálaauglýsingar

Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook eru nú sagðir íhuga möguleikann að bann stjórnmálaauglýsingar á miðlinum síðustu dagana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. Facebook hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir stefnu sína gagnvart upplýsingafalsi.

Erlent