Bandaríkin

Fréttamynd

„Þau voru ekki bara nöfn á lista“

New York Times birtir í dag lista yfir þúsund einstaklinga sem hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum á forsíðu blaðsins. Heildarfjöldi látinna í landinu nálgast hundrað þúsund.

Erlent
Fréttamynd

Biden biðst afsökunar á „yfirlætislegum“ ummælum

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali í gær. Þar sagði hann að þeldökkir kjósendur sem íhuguðu að kjósa Donald Trump, núverandi forseta, væru ekki raunverulega þeldökkir.

Erlent
Fréttamynd

Jerry Sloan látinn

Jerry Sloan, sem þjálfaði Utah Jazz í 23 ár, féll frá í morgun. Hann er einn þekktasti þjálfari í sögu NBA-deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Maðurinn á bak við myndavélina ákærður

William Bryan Jr., maðurinn sem tók upp atburðarásina þegar hinn 25 ára gamli Ahmaud Arbery var myrtur í Georgíuríki í febrúar síðastliðnum, hefur verið ákærður fyrir aðild að morðinu.

Erlent
Fréttamynd

Seinagangur stjórnvalda kostaði þúsundir mannslífa

Niðurstaða rannsóknar faraldursfræðinga við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum hefur leitt í ljós að ef brugðist hefði verið við faraldri kórónuveirunnar viku fyrr hefði mátt bjarga allt að 36 þúsund mannslífum.

Erlent
Fréttamynd

Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls

Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar ríkjum sem auðvelda fólki að kjósa í faraldrinum

Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag tveimur ríkjum Bandaríkjanna að hann myndi stöðva fjárveitingar alríkisstjórnarinnar til þeirra ef þau hættu ekki við áform um að bjóða upp á utankjörfundar- og póstatkvæði til að draga úr smithættu vegna kórónuveirufaraldursins í kosningum á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Sagðist hafa fengið greitt fyrir að tala gegn þungunarrofi

Konan sem Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að hefði rétt á þungunarrofi og lögleiddi þannig aðgerðina á 8. áratug síðustu aldar hélt því fram að hún hefði fengið greitt til að vinda kvæði sínu í kross og tala gegn þungunarrofi. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd.

Erlent
Fréttamynd

Mokaði inn pening með því að panta eigin pítsur

Eigandi pítsustaða í Bandaríkjunum halaði inn pening þegar hann komst að því að fyrirtæki sem býður upp á heimsendingar á mat frá veitingastöðum rukkaði viðskiptavini sína minna fyrir pítsu en hún kostaði á veitingastaðnum, á sama tíma og pítsustaðurinn fékk fulla greiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Bóluefni má ekki bara vera fyrir þau ríku“

Bóluefnið verður að vera aðgengilegt fyrir alla. Við getum ekki látið stöðuna verða þá að eingöngu þau ríku geti verið bólusett vegna þess að eitt fyrirtæki eigi réttinn að framleiðslu bóluefnisins,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York á blaðamannafundi sínum vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlitsmaður sem Trump rak var að rannsaka vopnasölu til Sáda

Demókratar á Bandaríkjaþingi segja að innri endurskoðandi utanríkisráðuneytisins sem Donald Trump forseti rak skyndilega á föstudagskvöld hafi verið við það að ljúka rannsókn á mögulegu misferli við umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjastjórnar til Sádi-Arabíu. Áður hefur komið fram að endurskoðandinn hafi verið að kanna möguleg brot utanríkisráðherrans í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Trump setur WHO afarkosti

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru.

Erlent