Bandaríkin

Fréttamynd

Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS

Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS.

Erlent
Fréttamynd

90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns

90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana.

Erlent
Fréttamynd

Veiðimaður drepinn af hirti sem hann hafði skotið

Atvikið átti sér stað á þriðjudaginn þegar hinn 66 ára gamli Thomas Alexander var við veiðar í Arkansas. Hann skaut hjartardýr og gekk að því til að tryggja að það væri dautt. Tarfurinn stóð hins vegar upp, réðst á Alexander og stakk hann á hol með hornum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Sagðist vera að byggja múr í Colorado, sem er ekki á landamærunum

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á kosningafundi í gærkvöldi að hann væri að byggja múr í Nýju-Mexíkó og í Colorado. Það þykir athyglisvert fyrir þær sakir að Colorado er ekki á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og því er alfarið óljóst af hverju þörf sé á múr þar.

Erlent