Lögreglumál

Fréttamynd

Tveir fluttir á bráða­deild eftir rafs­kútu­slys

Rétt upp úr miðnætti í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi, þar sem einstaklingur hafði fallið af rafhlaupahjóli, eða rafskútu. Viðkomandi var talinn fótbrotinn og var fluttur á bráðadeild til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

„Það er hræði­legt að þurfa að fá nálgunar­bann á son sinn“

„Þetta er al­gjör harm­leikur og ég vil koma því á­leiðis til fólks að þetta getur gerst alls staðar. Fíknin er skelfileg og hún breytir fólki,“ segir Eva Dögg Sigur­geirs­dóttir. Hún og maður hennar, Bjarni Áka­son, segjast hafa lent í vægast sagt ó­skemmti­legu at­viki í gær þegar sonur Evu hafi gengið í skrokk á stjúpföður sínum, Bjarna, fyrir utan heimili þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Hnífstunga á Hverfisgötu

Lögregla var kölluð til í mibænum í dag vegna hnífstungu. Sjónarvottar segja mann hafa verið stunginn á Hverfisgötu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkams­á­rásir í bænum í nótt

Til­kynnt var um tvær líkams­á­rásir við skemmti­staði í mið­bænum í nótt. Fyrir utan þetta fór nætur­líf mið­borgarinnar að mestu leyti vel fram, að sögn lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla hljóp upp rúðubrjót í miðbænum

Lögregla hljóp í gærkvöldi upp einstakling sem braut rúðu á veitingastað í miðbænum. Tilkynnt var um rúðubrotið um kl. 21 en þegar lögregla mætti á staðinn var gerandinn farinn. Hann fannst hins vegar skammt frá og reyndi að flýja frá lögreglu, sem veitti eftirför á tveimur jafnfljótum. Hann var handtekinn en látinn laus um nóttina.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á bráða­­deild með á­verka eftir hand­tökuna

Annar Palestínu­mannanna sem lög­regla hand­tók í hús­næði Út­lendinga­stofnunar á þriðju­dags­morgun var fluttur á bráða­deild Land­spítala með á­verka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 

Innlent
Fréttamynd

Líkamsárás og kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á vettvang um kl. 22 í gærkvöldi þegar óskað var aðstoðar vegna líkamsárásar á skemmtistað í miðborginni. Einn var handtekinn, grunaður um árásina. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Beinin sem fundust í Kömbunum ekki mannabein

Bein þau sem tekin voru til rannsóknar eftir að þau fundust í hraungjótu í Kömbum í gærkvöldi hafa nú verið skoðuð af sérfræðingi. Niðurstaðan er að ekki er um mannabein að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Réðust inn á heimili og slógu hús­ráðanda með spýtu

Lögregla var kölluð út í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um aðila sem réðust inn á heimili í hverfi 108 í Reykjavík með spýtu á lofti. Húsráðandi náði að verjast mönnunum og hafði samband við lögreglu, en þegar hana bar að garði voru mennirnir farnir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla vísaði hústökufólki úr íbúð í miðbænum

Eigandi íbúðar í miðbænum setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi og sagðist hafa haft fregnir af því að fólk héldi sig til í tómri íbúðinni. Lögregla fór á vettvang og fann sannarlega einstaklinga þar fyrir, sem var vísað á brott.

Innlent
Fréttamynd

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar

Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Byssumaðurinn í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Karlmaður á þrítugsaldri, sem var handtekinn með hlaðna skammbyssu við Kaffihús Samhjálpar í hádeginu á mánudag, var á miðvikudag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Héraðssaksóknari heldur utan um rannsókn málsins og hefur meðal annars farið húsleit og lagt hald á vopn og muni í tengslum við rannsóknina.

Innlent