Lögreglumál

Fréttamynd

Minni þolinmæði gagnvart ökumönnum sem leggja illa

Ómar Smári bendir á að stundum sjái fólk bíla sem hefur verið lagt ólöglega og dragi samstundis þá ályktun að lögregla hafi ekkert aðhafst í málinu því bílarnir standi þar enn. Hann segir aftur á móti að oft og tíðum sé lögreglan þá og þegar búin að leggja á sekt og ákveðið ferli farið að stað.

Innlent
Fréttamynd

Spurður um gagnaleka lögreglu

Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans.

Innlent
Fréttamynd

Fékk 240 þúsund króna sekt vegna hraðaksturs

Erlendur ferðamaður mældist á dögunum á 164 kílómetra hraða á Reykjanesbraut. Fékk hann 240 þúsund króna sekt vegna hraðakstursins að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Segir aukningu í smygli lyfseðilsskyldra lyfja

Fíkniefnasalar snúa sér í auknum mæli að smygli á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem gróðinn er meiri, áhættan minni og viðurlögin vægari. Eftirspurnin er einnig mikil enda kaupir þriðjungur þeirra sem kemur á Vog lyfseðilsskyld lyf á svörtum markaði.

Innlent
Fréttamynd

Viðtal við íslenska vændiskonu: „Það er mjög óþægilegt að geta ekki horft á fréttir án þess að geta séð einn af gerendum sínum“

Þekktir og valdamiklir menn eru meðal vændiskaupenda í Reykjavík að sögn íslenskrar vændiskonu sem seldi aðgang að líkama sínum þar til fyrir tveimur árum. Tugir og jafnvel hundruð karlmenn keyptu af henni vændi. Hana langar að kæra mennina en getur það ekki því brotin eru fyrnd. Hún segir sárt að geta ekki skilað skömminni.

Innlent