Samgöngur

Fréttamynd

Sátt­máli slítur barns­skónum

Í ár eru fjögur ár síðan ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til 15 ára. Það var mikilvægt skref fyrir þessa aðila til að setja fram sameiginlega langtímasýn og fjármagna nauðsynlega fjárfestingu í samgönguinnviðum. Slíkt fyrirkomulag hefur verið við haft í Noregi og Svíþjóð um langa hríð við góðan árangur.

Skoðun
Fréttamynd

„Sjokkeruð“ að barnið hafi verið sett út og skilið eftir án athugunar

Móðir 11 ára stúlku sem sat föst í fjóra klukkutíma á Hellisheiði ásamt öðrum farþegum í Strætó er fegin að stúlkan sé heil á húfi eftir mikla óvissu gærkvöldsins. Hún er þó hugsi yfir því að enginn hafi hugað að stúlkunni sem var auðsýnilega ein síns liðs í Strætó í erfiðum aðstæðum, ekki einu sinni bílstjórinn. Barnið hafi þurft stuðning í ógnvænlegum aðstæðum að sögn móður.

Innlent
Fréttamynd

Brúin skemmdist minna í krapa­flóðinu en á horfðist

Starfsmenn Vegagerðarinnar luku við að lagfæra brú að bænum Barkarstöðum í Svartárdal í dag. Brúin skemmdist minna en á horfðist í miklu krapaflóði í Svartá á mánudagskvöld en miklar viðgerðir þarf á veginum um dalinn.

Innlent
Fréttamynd

Létta Borgar­línan er hag­kvæmasta lausnin

Samtökin „Samgöngur fyrir alla“ (SFA) hafa lagt fram tillögur sem geta bætt umferðarástandið á höfuðborgarsvæðinu án þess að leggja þurfi á vegfarendur svokölluð tafagjöld eða flýtigjöld. Í stað rándýrra vegstokka er gerð tillaga um mislæg gatnamót sem eru um 3 sinnum ódýrari.

Skoðun
Fréttamynd

Einn á slysa­deild eftir á­rekstur

Einn var fluttur á sjúkrahús eftir nokkuð harðan árekstur tveggja fólksbíla á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar í Reykjavík á öðrum tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Flug­tak inni í há­skóla

Sýndarveruleikagleraugu verða héðan í frá notuð í þjálfun flugmanna Icelandair. Búnaðurinn er mjög nákvæmur en með hjálp hans er hægt framkvæma nær allt sem hægt er að gera í flugstjórnarklefanum. Elísabet Inga, skutlaði nokkrum Íslendingum til Tenerife með hjálp gleraugnanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­bærar sam­göngur og Borgar­lína

Af umræðu í fjölmiðlum og á netinu mætti ætla að Borgarlína sé dæmi um sjálfbærar samgöngur en svo er alls ekki. Þegar rætt er um sjálfbærar samgöngur í borgum er allt kerfi samgangna undir, allt frá göngu og upp í járnbrautir.

Skoðun
Fréttamynd

Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt

Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð.

Innlent
Fréttamynd

„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“

Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Sannleikurinn um Vestfirði

Þegar landkrabbinn og Sunnlendingurinn ég réð sig til starfa til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði rak mörg af mínum ættmennum og vinum í rogastans. Þeim fannst sumum algjört glapræði að hafa vetursetu á þessum guðsvolaða Vestfjarðakjálka sem væri nær einangraður og myrkvaður níu mánuði á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti

Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Fjár­fest í þágu þjóðar

Landssamtök lífeyrissjóða og innviðaráðuneytið standa í dag fyrir ráðstefnu um innviðafjárfestingar með áherslu á samgönguinnviði. Ráðstefnan fer fram á Grand hóteli og hefst klukkan 8:30. Hún er sýnd í beinu streymi hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða

Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sam­hæfingar­­stöð al­manna­varna virkjuð og öllu innan­­lands­flugi af­­lýst

Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið versni mjög eftir há­­degi

Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Borgin boðar breytingar í Skeifunni: „Auðvitað þarf að laga þetta“

Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í breytingar á samgönguleiðum í Skeifunni þar sem allir þvælast fyrir öllum og gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar. Varaborgarfulltrúi Viðreisnar segir svæðið eftir að breytast mikið á næstu árum. Vegfarendur eru ekki par sáttir með stöðuna í dag og einn segist beinlínis hata Skeifuna.

Innlent
Fréttamynd

Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur

Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Skoða að selja flug­stöðina á Þing­eyri

Isavia skoðar nú að selja flugstöðina á Þingeyri. Flugvöllurinn þar er notaður sem varaflugvöllur fyrir Ísafjarðarflugvöll en Ísafjarðarbæ hefur verið boðið að kaupa stöðina. Sveitarfélagið lýsir yfir áhyggjum sínum af flugsamgöngum til svæðisins. 

Innlent