Samgöngur

Fréttamynd

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Innlent
Fréttamynd

Blés snjó af einni gang­stétt yfir á aðra

Íbúi í Grafarholti náði því á myndband þegar snjóblásari blés snjó af gangstétt stuttu frá húsi hennar. Snjórinn lenti hins vegar á annarri gangstétt, nær íbúð hennar, sem hún hafði handmokað sjálf tveimur dögum áður. 

Innlent
Fréttamynd

Öllu millilandaflugi aflýst í dag og ferðaplön fjölmargra í uppnámi

Flugferðum frá Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst í dag vegna óveðursins sem nú geisar. Icelandair hefur þá einnig þurft að aflýsa innanlandsflugi í dag. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir óveðrið skella á á versta tíma. Ferðaplön mörgþúsund Íslendinga séu í uppnámi nú rétt fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir Tene-farar sársvekktir og í óvissu

Nokkur hundruð Íslendingar reiknuðu með að vera þessa stundina í háloftunum á leið í sól og sumaryl á Tenerife. Óvíst er hvenær hægt verður að fljúga. Á vef Keflavíkurflugvallar má sjá að mjög misjafnt er hvernig flugfélögin sjá daginn fyrir sér hvað varðar óvissu með flug.

Innlent
Fréttamynd

Átta flug­ferðum af­lýst í nótt

Átta flugferðum hingað til lands hefur verið aflýst í nótt vegna veðursins sem gengur yfir, þar á meðal öllu Ameríkuflugi, ef undan er skilin flugvél Icelandair frá Newark í New York.

Innlent
Fréttamynd

„Vindurinn verður ó­trú­lega mikill“

Ekkert ferðaveður verður á Suðausturlandi á morgun. Vindhviður geta farið upp í fimmtíu metra á sekúndu og óvissustig Almannavarna tekur gildi í fyrramálið. „Mjúk lokun“ tekur gildi á Hellisheiði og í Þrengslum klukkan fjögur í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref fyrir Vestmannaeyjar

Þær fréttir bárust í dag að innviðaráðuneytið hefði náð samkomulagi við Flugfélagið Erni um áætlunarflug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku.

Skoðun
Fréttamynd

Hefja á­ætlunar­flug til Vest­manna­eyja á ný

Flugfélagið Ernir hefur gert samkomulag við innviðaráðuneytið um flug til Vestmannaeyja þrisvar sinnum í viku, tvö flug á þriðjudögum og eitt á föstudögum. Ekki hefur verið áætlunarflug milli lands og Eyja frá því að það lagðist af haustið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ

Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð.

Innlent
Fréttamynd

Það þarf ekki alltaf að vera bíll

Byrjum þetta á léttu nótunum. Ímyndum okkur að ný matvara sé kynnt til leiks, gómsæt og seðjandi sem allt fólk þráir að prófa. Við getum ímyndað okkur að um sé að ræða nýja tegund af íspinna. Framleiðendur hans lofa neytendum ennfremur að hann auki hamingju og frelsistilfinningu.

Skoðun
Fréttamynd

Sumir hækka úr fimm og hálfri í sjö milljónir

Ragnar Þór Ægisson, bílasali og meðeigandi Bílamiðstöðvarinnar, segir að reikna megi með því að rafbílar sem nú eru niðurgreiddir að hluta af hinu opinbera muni í sumum tilvikum hækka í verði úr til dæmis eins og 5,5 milljónum í sjö milljónir.

Neytendur
Fréttamynd

Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu

Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða.

Innlent
Fréttamynd

Tökum á vandanum

Eitthvað þarf að gera í málefnum borgarinnar eins og Mbl bendir á í leiðara 22/11 og 26/11/22. Almenn óráðsía hefur gert borgarsjóð gjaldþrota í raun, sem aflar rekstrarfjár með skuldabréfaútgáfu og hækkar skuldir borgarsjóðs um 1 – 2 ma/mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðum í Hrís­ey verður ekki fækkað

Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju.

Innlent
Fréttamynd

35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól

Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal.

Innlent