Efnahagsmál

Fréttamynd

Krónutöluhækkanir komi ekki til greina framvegis

„Það liggur fyrir að lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir. Það stefnir í að kaupmáttaraukning þeirra verði í besta falli engin á mörgum mörkuðum. Það mun hafa áhrif á okkar áherslur. Krónutöluhækkanir koma ekki til greina framvegis," segir Friðrik Jónsson, formaður BHM.

Innherji
Fréttamynd

Listin að reka velferðarríki

Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.

Umræðan
Fréttamynd

Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á

Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.

Klinkið
Fréttamynd

Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár

Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af.

Innherji
Fréttamynd

Tækifæri kjörtímabilsins

Samkeppnishæfni Íslands, sem segir til um hvernig okkur gengur að sækja betri lífskjör samanborið við aðrar þjóðir, á sitt ekki síst undir umbótum á vinnumarkaði. Það er alls ekki eðlilegt að Samtök atvinnulífsins þurfi að gera hundruði kjarasamninga við verkalýðsfélög, þar sem hver klifrar upp á bakið á hinum til að sækja frekari launahækkanir en þeir sem fyrstir komu.

Umræðan
Fréttamynd

Mörg fyrirtæki í erfiðleikum vegna sóttkvíar starfsmanna

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir yfirstandandi bylgju faraldursins koma mun ver niður á starfsemi fyrirtækja vegna mikils fjölda smitaðra. Fyrirtækin hafi sýnt ábyrgð og gripið til sóttvarnaráðstafana og ætti að vera treystandi til að hafa einkennalaust fólk í vinnusóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir

Fjár­mála­ráðu­neytið telur að úr­ræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við halla­rekstur sinn og veiki skatt­kerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úr­ræðið fram­lengt út næsta ár.

Innlent
Fréttamynd

Viðspyrnuárið 2022?

Viðskipti við útlönd eru undirstaða lífskjara á Íslandi. Þannig hefur það verið frá því að samfélagið tók að þróast hratt í átt að nútímanum upp úr miðri 20. öldinni.

Umræðan
Fréttamynd

Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri.

Innlent
Fréttamynd

Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra

Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Klinkið
Fréttamynd

Telur líklegt að toppnum hafi verið náð

Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan eykst í 5,1 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli nóvember og desember en það þýðir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent.

Innherji
Fréttamynd

Útgjöld vaxa lítið í sögulegu samhengi en ekki má mikið út af bera

Árlegur útgjaldavöxtur ríkissjóðs frá árslokum 2022 til ársloka 2026 verður 0,65 prósent að raunvirði. Í sögulegu samhengi er þetta lítill útgjaldavöxtur, að því er kemur fram í álitsgerð fjármálaráðs á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar fyrir tímabilið. Ráðið bendir þó á að stjórnvöld hafi ýtt vandanum við að stöðva vöxt skuldahlutfalls ríkissjóðs yfir á næsta kjörtímabil. 

Innherji
Fréttamynd

Slaki í ríkisfjármálum kyndi undir verðbólgu

Slaki í ríkisfjármálum verður litlu minni árið 2022 en hann var í hámarki faraldursins. Ef leiðrétt er fyrir stöðu hagsveiflunnar eru ríkisfjármálin þannig að styðja svipað mikið við eftirspurn í hagkerfinu á næsta ári eins og þau gerðu árið 2020. Þetta kemur fram í umsögn Viðskiptaráðs Íslands um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólga ríkis­stjórnarinnar

Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun.

Skoðun
Fréttamynd

Borgin þurfi að fara í megrun

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, gagnrýnir harðlega fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var af borgarstjórn í gærkvöld.

Viðskipti innlent