Leikhús

Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar
Á næsta leikári mun Borgarleikhúsið setja upp fjölskyldusöngleik eftir hinu sígilda ævintýri um Galdrakarlinn í Oz.

Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð
Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur
Bogi Ágústsson birtist óvænt á sviðinu þegar farsinn Ber er hver að baki var frumsýndur í Háskólabíó um helgina og vafði áhorfendum þar um fingur sér.

Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi
Tjarnarbíó hefur komist að samkomulagi við Sindra Þór Sigríðarson um endurgreiðslu á fjármunum sem hann dró sér þegar hann sinnti starfi framkvæmdastjóra. Kæra sem lögð var fram vegna málsins í janúar hefur verið dregin til baka eftir að fyrstu greiðslur byrjuðu að berast.

Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí
Arnmundur Ernst Backman leikari segir það sína mestu guðsgjöf að hafa hætt að drekka og reykja kannabis. Arnmundur segist ekki hafa náð að syrgja móður sína fyrr en löngu eftir andlátið og það ferli hafi sýnt honum hve skakkt samfélagið okkar meðhöndlar fólk sem fer í gegnum missi nánasta ástvinar.

Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug
Þrettán hugmyndaríkir unglingar taka yfir Laugardalslaug í vikunni til að sýna leiksýninguna Pöddupanik sem fjallar um tvær óvinafjölskyldur sem koma saman í skordýrabrúðkaupi Blængs Vængssonar og Fjútífjú Skröltnes.

Umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í kabarettklúbbinn Kit Kat
Spánnýtt leikfélag ætlar að umbreyta Þjóðleikhúskjallaranum í hinn fræga kabarettklúb Kit Kat næsta vetur. Félagið, sem stofnað var í vetur, stendur nú að opnum prufum og leitar að fjölbreyttum hópi leikara, söngvara og dansara í metnaðarfulla uuppfærslu af hinum sígilda söngleik Kabarett.

Einlæg skellibjalla sem stefnir á stóra sviðið
„Umhverfið, náttúran, fólk, tónlist, leikhús. Ég á alveg erfitt með að sitja kjurr í leikhúsi, langar bara inn í leikritið og vera með,“ segir hin brosmila og einlæga Anna Margrét Káradóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu.

Gríman og glens í Borgarleikhúsinu
Grímuverðlaunin voru veitt í 23. sinn við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi, þar sem sviðslistum síðasta árs voru fagnað. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður. Alls voru tíu sýningar verðlaunaðar.

Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni
Grímuverðlaunin voru veitt í 23. skiptið við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaun, eða þrenn, hlutu sýningarnar Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður.

Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf
Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri, mun leikstýra nýjum íslenskum söngleik sem byggir á Gunnlaugs sögu Ormstungu. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins á næsta leikári og fjallar um hinn fræga ástarþríhyrning Gunnlaugs, Hrafns og Helgu hinnar fögru.

Vala Kristín og Hilmir Snær búin að eiga
Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir hafa eignast dóttur.

Harry Potter leikari tekur aftur við hlutverki sínu
Breski leikarinn Tom Felton hefur tekið aftur að sér hlutverk galdrastráksins Draco Malfoy í sögunni um Harry Potter. Hann stígur á leikhúsfjalirnar í nóvember.

Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins
Jólasýning Þjóðleikhússins í ár er Óresteia eftir ástralska verðlaunaleikstjórann Benedict Andrews, sem jafnframt fer með leikstjórn sýningarinnar. Verkið byggir á sígildum þríleik Æskílosar og er flokkað sem eitt af höfuðverkum heimsbókmenntanna.

Endurfrumsýning Brúðubílsins: „Lilli er eiginlega bróðir minn“
Fall er fararheill - en Brúðubíllinn neyddist til að aflýsa endurfrumsýningu sinni í gær eftir að hafa legið í dvala til lengri tíma. Því var frumsýnt í dag í blíðviðri í Guðmundarlundi. Fréttastofa fylgdist með endurkomu eins frægasta apa landsins.

Söknuðurinn bar Skoppu og Skrítlu ofurliði
Skoppa og Skrítla snúa aftur eftir nokkurra ára hlé og efna til tónleikasýningar á aðventunni. Skoppa segir ýmislegt skemmtilegt á teikniborðinu og að söknuðurinn eftir sviðinu og krökkunum hafi borið þær ofurliði.

Þjóðin virðist tengja við streituna
Það hefur ekkert lát verið á vinsældum einleiksins Á rauðu ljósi, þar sem leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir blandar saman uppistandi, einleik og einlægni ásamt hugleiðingum um lífið og streituna sem fylgir því að vera manneskja. Nú fagnar Kristín Þóra 100. sýningu einleikjar síns með sérstakri hátíðarsýningu á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í haust.

Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna
Tíu þúsundasti gesturinn mætti á leiksýninguna Óbærilegan léttleika knattspyrnunnar á föstudaginn og var það engin önnur en óperusöngkonan Diddú.

Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu
Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.

Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks
Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu.

Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar
Ungfrú Ísland fær flestar tilnefningar til Grímunnar, eða alls níu talsins, fyrir síðasta ár. Meðal annars er hún tilnefnd sem sýning ársins og leikrit ársins. Þar á eftir koma Sýslumaður dauðans og Hringir Orfeusar og annað slúður með sjö tilnefningar en bæði Köttur á heitu blikkþaki og Innkaupapokinn eru með fimm.

Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur
Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segist hafa viljað sleppa öllu öryggi þegar hún ákvað að segja upp í Borgarleikhúsinu eftir 30 ár. Halldóra, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölvar Tryggvasonar. Hún segist finna sig vel í nýjum lífsstíl sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, en hún sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi í að taka ekki að sér of mörg verkefni:

„Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“
Egill Heiðar Anton Pálsson er kominn heim eftir 26 ár af því sem hann kallar sjálfskipaða útlegð.

Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku
Leikkonan og handritshöfundurinn Vala Kristín Eiríksdóttir og leikarinn Hilmir Snær Guðnason eiga von á dóttur á næstu vikum, að því er fram kemur í færslu Völu á Instagram.

Blautir búkar og pylsupartí
Margt var um manninn þegar leiksýningin Sund, eftir leikhópinn Blautir búkar, var endurfrumsýnd í Kassanum í Þjóðleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld. Sýningin naut mikilla vinsælda á síðasta leikári og hefur nú snúið aftur á dagskrá fram á sumar.

Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar
Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana.

Forsalan sögð slá öll fyrri met
Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið.

Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge
Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með burðarhlutverkin þeirra Satine og Christian í Moulin Rouge! sem Borgarleikhúsið frumsýnir í haust á stóra sviðinu.

„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina
Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins.

Stormur í Þjóðleikhúsinu
Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira.