Leikhús

Fréttamynd

„Síðan var ég auðvitað rekinn þaðan reglulega“

„Ég var ekki einu sinni kominn með bílpróf og viðurkenni svo sem að fyrsti útsendingartíminn minn var ekkert sérstakur. Því ég var á um helgar frá klukkan 03-09 um nótt til morguns,“ segir Bjarni Haukur Þórsson og skellihlær þegar hann rifjar upp þá tíma þegar hann taldist yngsti dagskrárgerðarmaður landsins í útvarpi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það var eins og eitt­hvað hefði sprungið inni í mér“

Blaðakona dinglar árangurslaust á dyrabjöllu við fallegt einbýlishús í Garðabæ. Eftir kurteist bank lætur viðmælandinn á sér kræla. Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur í svo mörgu öðru að snúast að það hefur setið á hakanum að skipta um bilaða dyrabjöllu. Blaðakona tengir enda með sama vandamál, blessuð bilaða dyrabjallan.

Lífið
Fréttamynd

Palli var einn í heiminum í fyrsta sinn á sviði

„Sykursjokkið er uppáhaldið mitt, það er svo gaman að leika það atriði,“ segir Ólafur Ásgeirsson leikari en hann fer með aðal- og eina hlutverkið í glænýrri sýningu Palli var einn í heiminum eftir Bjarna Hauk Þórsson. Sýningar hefjast á laugardaginn í Hörpu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Eins­­dæmi í ís­­lensku leik­húsi

Laugardagurinn 28. október verður merkilegur dagur í íslenskri leiklistarsögu. Þegar þrjú verk eftir sama höfund verða sýnd sama dag á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 

Lífið
Fréttamynd

Margrét Vil­hjálms stígur aftur á svið

Leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir stígur aftur á svið í Þjóðleikhúsinu eftir tæplega tíu ára fjarveru. Verkið, Ást Fedru, verður frumsýnt í Kassanum í kvöld en þar fer Margrét með titilhlutverkið. Hún segir það draumi líkast að stíga aftur á svið hér á landi.

Menning
Fréttamynd

For­réttindi að fá að vera rotta af og til

Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann.  

Lífið
Fréttamynd

„Stærsta ævin­týri lífs míns“

Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. 

Lífið
Fréttamynd

Hafa selt þrjú hundruð þúsund miða

„Það má segja að þetta séu ýktar útgáfur af okkur sjálfum. Við erum góðir vinir og höfum unnið mjög mikið saman,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur gamanleiksins Pabbinn finnur afann þar sem hann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„Lífið leiðir mann á þann veg sem maður þarf að ganga“

„Maður þarf bara að halda sér á tánum, vinna hart, halda alltaf áfram og reyna að skapa sér tækifæri sjálfur. Ekki sitja bara og bíða eftir símtali,“ segir leikkonan Eygló Hilmarsdóttir en hún fer með hlutverk í sýningunni Sund sem er frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld. Eygló ræddi við blaðamann um marglaga samband sitt við sundið, sjokkið við að útskrifast úr LHÍ og óhefðbundnar leiðir í leiklistinni.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­breytt leik­ár í Þjóð­­leik­húsinu og ný byltingar­­kennd á­­skriftar­­leið

Þjóðleikhúsið hefur bætt við nýrri áskriftarleið í anda Spotify fyrir 15 til 25 ára sem veitir ótakmarkaðan aðgang að öllum sýningum leikhússins fyrir aðeins 1450 krónur á mánuði. Nýtt leikár rennur nú af stað, stútfullt af mögnuðum sögum, átökum, klassík, gleði og gamansýningum. Sýningar Þjóðleikhússins sópuðu að sér öllum helstu verðlaununum á Grímunni og öðrum verðlaunahátíðum í vor.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn

Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. 

Lífið
Fréttamynd

Líður best með moldina á milli tánna

Leikkonan Ásthildur Úa Sigurðardóttir gerði fjórar tilraunir áður en hún komst inn í leiklistarnám. Bekkurinn hennar fór í gegnum húsnæðisbreytingar og me too byltinguna sem hafði mikil áhrif en ekki síður sú upplifun að ganga með sitt fyrsta barn í miðjum heimsfaraldri. Stuttu eftir útskrift hlaut Ásthildur tvær Grímuverðlauna tilnefningar fyrir leik sinn í aðal- og aukahlutverki. Hún segir frægð aldrei neitt markmið enda líði sér best í sveitinni með moldina á milli tánna.

Lífið
Fréttamynd

Tjarnar­bíó bjargað

Ríkið mun í sam­starfi við Reykja­víkur­borg leita leiða til að tryggja rekstur Tjarnarbíós og verður leikhúsinu því ekki lokað í haust. Leik­hús­stýra segist anda léttar.

Innlent
Fréttamynd

Brynhildur áfram í Borgó

Brynhildur Guðjónsdóttir hef­ur verið end­ur­ráðin sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027.

Menning
Fréttamynd

Menningar­eyja á Melunum

Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­leifur Örn segist eiga Ís­lands­met í vondri gagn­rýni: „Það er flókið að díla við upp­hefð“

Þorleifur Örn Arnarsson er einn af framsæknustu leikstjórum landsins og hefur hlotið mikið lof, ekki síst utan landsteinanna. Hann var til að mynda valinn leikstjóri ársins á þýsku leiklistarverðlaununum árið 2018. Verðlaun sem þar í landi eru einungis veitt hverjum listamanni einu sinni á ævinni. Því er auðvelt að spyrja hvort takmarkinu sé ekki löngu náð?

Lífið
Fréttamynd

„Síðasta vígi sjálf­stæðu senunnar“

Ef ekkert breytist verðum síðustu tveimur leikhúsum sjálfstæðra leikhúsa lokað á árinu, Tjarnarbíó og Gaflaraleikhúsinu. Formaður Samtaka sjálfstæðra leikhúsa (SL) Orri Huginn Ágústsson, segir stöðuna alvarlega en segist þó vongóður um að einhverjir komi þeim til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

Grímuverðlaunum dreift jafnt í kvöld

Grímuverðlaunin voru veitt í tuttugasta og fyrsta skiptið í kvöld. Óhætt er að segja að verðlaunum hafi verið dreift nokkuð jafnt milli tilnefndra sýninga í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Sviðið selt undan Gaflar­a­leik­húsinu

Húsnæði Gaflaraleikhússins í Hafnarfirði var nýlega selt til þess að rýma fyrir stækkun hótels í nágrenninu. Leikhússtjórinn segir miður hvernig komið er fyrir sviðslistum á Íslandi og segist ekki myndi vilja vera ungur sviðslistamaður í dag.

Menning