Leikhús Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Menning 8.6.2021 20:02 Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Menning 8.6.2021 10:57 Katrín Halldóra til liðs við Þjóðleikhúsið Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur samið við Þjóðleikhúsið og bætist nú í leikarahóp hússins. Menning 8.6.2021 09:01 Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun. Menning 7.6.2021 08:16 Almar Blær á samning hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift Almar Blær Sigurjónsson leikari er kominn með samning við Þjóðleikhúsið. Almar er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Menning 4.6.2021 10:31 Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna. Menning 3.6.2021 10:48 Tólf hundruð börn vilja leika Emil og Ídu Um tólf hundruð börn hafa skráð sig í prufur fyrir hlutverk systkinanna Emils og Ídu í leikritinu Emil í Kattholti sem verður sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu næsta vetur. Menning 17.5.2021 13:36 Handbendi brúðuleikhús hlaut Eyrarrósina Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina í ár, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var í sautjánda sinn sem Eyrarrósin er afhent og í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra. Menning 17.5.2021 10:02 Nei ráðherra - Hlegið og hlegið í Hveragerði Þakið ætlaði að rifna af leikhúsinu í Hveragerði í gærkvöldi þegar leikfélag bæjarins frumsýndi farsann „Nei ráðherra", þar sem hver uppákoman rak aðra á sinn óborganlega og bráðfyndna hátt. Menning 15.5.2021 20:10 „Kom rosalega auðveldlega til mín“ Selma Björnsdóttir frumflutti nýtt lag í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þetta er fyrsta lagið sem Selma gefur út í tíu ár. Lífið 3.5.2021 16:31 John Cleese sannfærður um að Kaupþing hafi komið hruninu 2008 af stað Enski leikarinn fer á kostum í sérstakri afmæliskveðju til Þrastar Leós Gunnarssonar leikara. Menning 28.4.2021 11:26 Stóra prumpumálið reynist babb í bát hjá Abbababb Jón Gnarr er höfundur texta við lag Dr. Gunna og hann hefur lagt blátt bann við notkun hans í kvikmyndinni Abbababb sem nú er í tökum. Menning 26.4.2021 12:33 Abba-æði í Keflavík Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa. Innlent 24.4.2021 20:05 Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Menning 23.4.2021 14:41 Mikil spenna fyrir frumsýningu á Sólheimum Mikil spenna og eftirvænting er meðal heimilisfólks á Sólheimum í Grímsnesi fyrir sumardeginum fyrsta en þá ætla þau að frumsýna ævintýraleikrit, sem byggir á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Innlent 21.4.2021 20:04 Kristín Eiríksdóttir segir Systrabönd afbökun á sínu verki Kristín greindi frá því í áhrifamiklum pistli í Víðsjá nú síðdegis hvernig það hafi verið sem spark í maga að komast að því að Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory. Menning 15.4.2021 16:48 Tólf í sóttkví vegna smits hjá gesti á leiksýningu Tólf eru komnir í sóttkví eftir að barn sem var gestur á sýningu í Þjóðleikhúsinu greindist með kórónuveiruna. Innlent 24.3.2021 14:25 Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Innlent 24.3.2021 00:02 Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Erlent 15.3.2021 16:35 Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. Lífið 13.3.2021 17:08 Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Innlent 11.3.2021 16:52 Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis. Lífið 8.2.2021 12:08 „Án áhorfenda er ekkert leikhús“ Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður. Lífið 22.1.2021 23:20 Tilkynning Helga Tómassonar vekur athygli í listaheiminum Einn kunnasti listamaður Íslendinga, Helgi Tómasson, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af störfum á næsta ári sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur San Francisco-ballettsins. Helgi, sem orðinn er 78 ára gamall, tók við stjórn ballettflokksins fyrir 35 árum eftir farsælan feril sem ballettdansari þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti karldansari heims. Menning 7.1.2021 12:10 Einvalalið leikara kveður árið 2020 Borgarleikhúsið bauð landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember var opnaður gluggi og listamenn leikhússins glöddu með fjölbreyttum atriðum. Jól 31.12.2020 09:00 Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. Lífið 10.12.2020 09:48 Jólagestir Björgvins verða í beinni útsendingu Jólatónleikarnir Jólagestir Björgvins munu fara fram í ár en með breyttu sniði og heima í stofu hjá landsmönnum. Lífið 4.11.2020 12:27 Uppsagnir í Borgarleikhúsinu Boðað hefur verið til starfsmannafundar í fyrramálið. Innlent 28.10.2020 22:40 Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. Menning 20.10.2020 22:45 Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Innlent 16.10.2020 12:18 « ‹ 10 11 12 13 14 15 16 17 18 … 27 ›
Tvær sýningar fá sjö tilnefningar til Grímunnar Sýningarnar Vertu Úlfur og Ekkert er sorglegra en manneskjan hljóta flestar tilnefningar Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna, í ár eða sjö tilnefningar hvor. Næstflestar tilnefningar hlýtur Haukur og Lilja – Opnun eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur. Menning 8.6.2021 20:02
Auður tekur ekki þátt í uppsetningu Rómeó og Júlíu Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu leikverksins Rómeó og Júlíu sem mun verða sýnt í Þjóðleikhúsinu næsta vetur en hann tilkynnti í gær að hann muni draga sig í hlé. Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, Þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Menning 8.6.2021 10:57
Katrín Halldóra til liðs við Þjóðleikhúsið Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir hefur samið við Þjóðleikhúsið og bætist nú í leikarahóp hússins. Menning 8.6.2021 09:01
Fengu yfir sig slím ef ræðurnar voru of langar Sögur - verðlaunahátíð barnanna var haldin í fjórða sinn um helgina. Þar verðlauna börn á aldrinum sex til tólf ára það menningarefni sem þeim finnst hafa staðið upp úr á árinu auk þess sem sögur, leikrit, lög og handrit barna hljóta verðlaun. Menning 7.6.2021 08:16
Almar Blær á samning hjá Þjóðleikhúsinu strax eftir útskrift Almar Blær Sigurjónsson leikari er kominn með samning við Þjóðleikhúsið. Almar er einn þeirra ungu leikara sem útskrifast á þessu vori frá sviðslistabraut Listaháskóla Íslands. Menning 4.6.2021 10:31
Björn og Unnur bæjarlistamenn Garðabæjar Bæjarlistamenn Garðabæjar 2021 eru leikarahjónin Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors en þeim vour veitt verðlaunin við hátíðlega athöfn í gær. Styrkupphæð bæjarlistamanns er 1,5 milljón króna. Menning 3.6.2021 10:48
Tólf hundruð börn vilja leika Emil og Ídu Um tólf hundruð börn hafa skráð sig í prufur fyrir hlutverk systkinanna Emils og Ídu í leikritinu Emil í Kattholti sem verður sýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu næsta vetur. Menning 17.5.2021 13:36
Handbendi brúðuleikhús hlaut Eyrarrósina Handbendi brúðuleikhús á Hvammstanga hlaut Eyrarrósina í ár, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta var í sautjánda sinn sem Eyrarrósin er afhent og í fyrsta sinn sem Eyrarrósin fellur í skaut verkefnis á Norðurlandi vestra. Menning 17.5.2021 10:02
Nei ráðherra - Hlegið og hlegið í Hveragerði Þakið ætlaði að rifna af leikhúsinu í Hveragerði í gærkvöldi þegar leikfélag bæjarins frumsýndi farsann „Nei ráðherra", þar sem hver uppákoman rak aðra á sinn óborganlega og bráðfyndna hátt. Menning 15.5.2021 20:10
„Kom rosalega auðveldlega til mín“ Selma Björnsdóttir frumflutti nýtt lag í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þetta er fyrsta lagið sem Selma gefur út í tíu ár. Lífið 3.5.2021 16:31
John Cleese sannfærður um að Kaupþing hafi komið hruninu 2008 af stað Enski leikarinn fer á kostum í sérstakri afmæliskveðju til Þrastar Leós Gunnarssonar leikara. Menning 28.4.2021 11:26
Stóra prumpumálið reynist babb í bát hjá Abbababb Jón Gnarr er höfundur texta við lag Dr. Gunna og hann hefur lagt blátt bann við notkun hans í kvikmyndinni Abbababb sem nú er í tökum. Menning 26.4.2021 12:33
Abba-æði í Keflavík Abba-æði hefur gripið um sig hjá nemendum Heiðarskóla í Keflavík því þau hafa verið að æfa söngleikinn Mamma Mia og frumsýndu hann á árshátíð skólans. Söngleikurinn verður sýndur fyrir almenning um leið og sóttvarnaryfirvöld leyfa. Innlent 24.4.2021 20:05
Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Menning 23.4.2021 14:41
Mikil spenna fyrir frumsýningu á Sólheimum Mikil spenna og eftirvænting er meðal heimilisfólks á Sólheimum í Grímsnesi fyrir sumardeginum fyrsta en þá ætla þau að frumsýna ævintýraleikrit, sem byggir á sögu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Innlent 21.4.2021 20:04
Kristín Eiríksdóttir segir Systrabönd afbökun á sínu verki Kristín greindi frá því í áhrifamiklum pistli í Víðsjá nú síðdegis hvernig það hafi verið sem spark í maga að komast að því að Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory. Menning 15.4.2021 16:48
Tólf í sóttkví vegna smits hjá gesti á leiksýningu Tólf eru komnir í sóttkví eftir að barn sem var gestur á sýningu í Þjóðleikhúsinu greindist með kórónuveiruna. Innlent 24.3.2021 14:25
Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Innlent 24.3.2021 00:02
Metoo-hneyksli skekur leikhúsið hans Þorleifs Arnar í Berlín Klaus Dörr leikhússtjóri der Berliner Volksbühne hefur sagt af sér vegna ásakana um kynferðisáreitni. Erlent 15.3.2021 16:35
Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. Lífið 13.3.2021 17:08
Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Innlent 11.3.2021 16:52
Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis. Lífið 8.2.2021 12:08
„Án áhorfenda er ekkert leikhús“ Leiksýningin Vertu Úlfur var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í fjóra mánuði sem sýnt er á stóra sviði leikhússins. Samkvæmt reglugerð um sóttvarnaraðgerðir, sem tók gildi í síðustu viku, mega nú um hundrað áhorfendur vera í salnum í stað fimmtíu áður. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri vonast til að hægt verði að fylla salinn af áhorfendum áður en langt um líður. Lífið 22.1.2021 23:20
Tilkynning Helga Tómassonar vekur athygli í listaheiminum Einn kunnasti listamaður Íslendinga, Helgi Tómasson, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af störfum á næsta ári sem listrænn stjórnandi og aðaldanshöfundur San Francisco-ballettsins. Helgi, sem orðinn er 78 ára gamall, tók við stjórn ballettflokksins fyrir 35 árum eftir farsælan feril sem ballettdansari þar sem hann skapaði sér nafn sem einn besti karldansari heims. Menning 7.1.2021 12:10
Einvalalið leikara kveður árið 2020 Borgarleikhúsið bauð landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember var opnaður gluggi og listamenn leikhússins glöddu með fjölbreyttum atriðum. Jól 31.12.2020 09:00
Jóhanna Guðrún og Ingó verða eitt þekktasta par sögunnar í Grease Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, bregður sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease í Laugardalshöll laugardagskvöldið 23. október 2021 og laugardagskvöldið 4. september 2021 í íþróttahöllinni á Akureyri. Lífið 10.12.2020 09:48
Jólagestir Björgvins verða í beinni útsendingu Jólatónleikarnir Jólagestir Björgvins munu fara fram í ár en með breyttu sniði og heima í stofu hjá landsmönnum. Lífið 4.11.2020 12:27
Uppsagnir í Borgarleikhúsinu Boðað hefur verið til starfsmannafundar í fyrramálið. Innlent 28.10.2020 22:40
Leikstjóri argar og gargar vegna opnunar líkamsræktarstöðva Björk Jakobsdóttir, leikkona og leikstjóri, segir þá aðgerð heilbrigðisráðherra að heimila líkamsræktarstöðvum að standa fyrir hóptímum splundra allri samstöðu. Menning 20.10.2020 22:45
Ætla að bæta leiðsögumönnum og sviðslistafólki tapaðar tekjur Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að samþykkja að leggja fyrir Alþingi frumvarp um svokallaða tekjufallsstyrki. Innlent 16.10.2020 12:18