Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Tony Sirico er látinn

Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést.

Lífið
Fréttamynd

„Stimplaðar sem einungis kyntákn“

Söngkonan Helga Soffía, einnig kölluð Heía var að gefa út sitt fyrsta lag eftir að hafa verið uppgötvuð í skólasöngleiknum Clueless. Ásamt því að syngja er hún einnig lagahöfundur og leikkona sem er að vinna að sinni fyrstu EP plötu.

Lífið
Fréttamynd

Stórleikarinn James Caan er látinn

Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan.

Lífið
Fréttamynd

Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum

Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jakka­fata­klæddir ung­herrar til friðs á Ís­landi

Nýjasta teiknimyndin um skósveinana nýtur nú óvæntra vinsælda meðal eldri hópa, þökk sé óvenjulegum færslum á samfélagsmiðlum. Ekki hefur þótt ástæða til að banna hópana í kvikmyndahúsum hér á landi eins og sums staðar í heiminum.

Lífið
Fréttamynd

Væntanlegt í bíó: Af hundum, köttum, ljónum og Baltasari

Nú er genginn í garð sá árstími sem Hollywood gefur út sínar dýrustu myndir og væntir aðsóknar í takt við reikninginn. Nú þegar hafa nýjar Top Gun og Jurassic World myndir litið dagsins ljós og á morgun bætist Thor: Love and Thunder í hópinn. Það er svo í ágúst sem fullorðnir fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þegar myndir á við Bullet Train, Beast og Nope koma út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Margrét ráðin að­stoðar­dag­skrár­stjóri RÚV

Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Klara í The Kardashians

Söngkonan Klara Elias hefur verið að gera öfluga hluti í tónlistarheiminum að undanförnu. Ásamt því að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár og koma fram víða í sumar má heyra rödd Klöru syngja í nýjustu Kardashian raunveruleikaþáttunum. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á Klöru og forvitnast um samstarfið við eina frægustu fjölskyldu í heimi.

Tónlist
Fréttamynd

Joe Turkel er látinn

Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner.

Lífið
Fréttamynd

Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár

Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gaman að kyssa vinkonu sína

Fyrirsætan Cara Delevingne segir það hafa verið gaman að leika ástkonu vinkonu sinnar Selenu Gomez í þáttunum Only Murders in the Building. „Er einhver í heiminum sem myndi ekki vilja kyssa Selenu?“ Spyr hún einnig í viðtali við E!News. 

Lífið
Fréttamynd

Byrjuð að framleiða Aulann mig 4

Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Obi-Wan Kenobi: Auglýst eftir vandvirkni

Obi-Wan Kenobi er þriðja leikna serían úr Stjörnustríðsheiminum frá Disney+. Ég veit ekki hvort hún sé sú versta þeirra, enda samkeppnin við The Book of Boba Fett hörð.

Gagnrýni
Fréttamynd

Pogmentary fær verstu mögulegu einkunn á IMDB

The Pogmentary, ný heimildarmynd um lífshlaup franska fótboltamannsins Paul Pogba er með verstu mögulegu einkunn á kvikmyndavefnum IMDb þar sem mögulegt er að afla upplýsinga um kvikmyndir og gefa þeim einkunn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjón­varpi Símans Premium

Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum.

Lífið
Fréttamynd

Herra Hnetusmjör er fyrsti Idol-dómarinn

Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land.

Lífið