Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

Leik­stjórinn Jean-Marc Vallé­e er látinn

Kanadíski leikstjórinn Jean-Marc Vallée er látinn, 58 ára að aldri. Hann er þekktur fyrir að hafa leikstýrt stórmyndum á borð við Dallas Buyers Club og Wild og þáttunum Big Little Lies og Sharp Objects.

Lífið
Fréttamynd

Ver­búðin frum­sýnd við mikla lukku net­verja

Verbúðin, ný þáttaröð úr smiðju Vesturports, var frumsýnd á RÚV í kvöld. Fyrsti þáttur hefur fengið góðar viðtökur landsmanna, ef marka má viðbrögð á netinu. Netverjar virðast sérlega hrifnir af mikilli nekt sem birtist í sjónvarpi allra landsmanna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Köngu­lóar­maðurinn slær met

Nýja kvikmyndin um köngulóarmanninn, Spider-Man: No Way Home, kom sér í þriðja sæti yfir mest sóttu forsýningu á kvikmynd allra tíma. Kórónuveirufaraldurinn virðist ekki ætla að stöðva aðdáendur köngulóarmannsins í að berja hetjuna augum í kvikmyndahúsum.

Lífið
Fréttamynd

Mr. Big sakaður um nauðgun af tveimur konum

Leikarinn Chris Noth, sem er þekktastur fyrir að leika Mr. Big í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni, hefur verið sakaður um nauðgun af tveimur konum. Noth tekur fyrir þetta og segir konurnar hafa samþykkt að stunda með sér kynlíf. 

Erlent
Fréttamynd

Nicolas Cage stígur í spor Nick Cage

Leikarinn og goðsögnin Nicolas Cage hefur á undanförnum árum verið þekktur fyrir að taka að sér nánast hvaða hlutverk sem er. Hann er nú komin í heilan hring og leikur útgáfu af sjálfum sér í sinni nýjustu kvikmynd, sem ber hinn hógværa titil: „Hin óbærilega þyngd brjálaðra hæfileika“, lauslega þýtt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Antlers: Óþægileg hamskipti í metamfetamínbæli

Hryllingsmyndin Antlers hefur nú loks ratað í kvikmyndahús eftir nokkrar Covid-tengdar seinkanir. Jesse Plemon og Keri Russell leika systkini sem aðstoða tólf ára dreng að leysa ansi snúið heimilis- og foreldravandamál.

Gagnrýni
Fréttamynd

Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“

Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla?

Jól
Fréttamynd

House of Gucci: Gucci á hundavaði

Ridley Scott hefur nú sent frá sér House of Gucci, sína aðra kvikmynd á skömmum tíma. Það er reyndar svo stutt síðan hin myndin hans, The Last Duel, kom út, að enn er hægt að sjá hana í Bíó Paradís.

Gagnrýni
Fréttamynd

Hætta sem Skoppa og Skrítla eftir átján ár

Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir leggja litríkum búningum Skoppu og Skrítlu eftir átján ár. Hugmyndin að Skoppu og Skrítlu kom upp þegar þær byrjuðu að eignast börn og fundu fyrir því að það var lítið sem ekkert barnaefni fyrir yngstu börnin.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta sýnishornið úr Þetta reddast

Þann 23. desember fara af stað þættirnir Þetta reddast á Stöð 2. Umsjónarkona þáttanna er plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Há­dramatísk rósa­af­hending Bachelor fór fram í Hörpu

Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon.

Lífið
Fréttamynd

The Power of the Dog: Gjá milli þings og þjóðar

The Power of the Dog er „art house“-kvikmynd sem ekki er sýnd í neinu kvikmyndahúsi, hvorki listrænu né öðru, heldur er hún aðeins á Netflix. Óskarverðlaunapískrið umlykur hana þessa dagana en undirritaður var hálf ringlaður eftir áhorfið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Streymisveita ríkisins verður „heljarinnar maskína“, segir stjórnandi hjá Nova

Ríkið mun fjárfesta að óþörfu og skapa varanlegan kostnað ef áform þess um þróun á streymisveitu verða að veruleika. Innlendar streymisveitur, sem geta tekið að sér að dreifa íslenskum kvikmyndum og þáttaröðum, eru nú þegar til staðar og ríkið þyrfti að eyða miklu púðri í að halda streymisveitunni í takt við tímann. Þetta segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Innherji