Forsetakosningar 2012

Fréttamynd

Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði

Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur.

Skoðun
Fréttamynd

Forseti sem þorir

Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafur Ragnar segist víst styðja réttindabaráttu samkynhneigðra

"Fyrir tveimur vikum var áróðurinn að ég væri á móti konum. Síðustu daga hefur áróðurinn verið að ég væri á móti Samkynhneigðum,“ skrifar Ólafur Ragnar Grímsson forseti á Facebook-síðu sína, og svarar þar því sem hann kýs að kalla áróður vefritsins Smugunnar. Þar var því haldið fram í gær að forsetinn hefði virt réttindabaráttu samkynhneigðra að vettugi. Meðal annars var vitna í stöðufærslu Hrafnkels Tjörva Stefánssonar, sem um árabil var framkvæmdastjóri Samtakanna '78, á Facebook, þar sem hann skrifaði:

Innlent
Fréttamynd

Forsetavaldið

Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“.

Skoðun
Fréttamynd

Vill gefa forsetaframbjóðendum frið

Í tæpa hálfa öld hefur Alþingi ávallt lokið störfum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir forsetakosningar og stundum mun fyrr. Í dag eru hinsvegar tuttugu og fjórir dagar í forsetakjör og ekkert útlit fyrir að þingmenn komist að samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Þóra með framboðsfund á netinu

Þóra Arnórsdóttir býður Íslendingum erlendis á kosningarfund á netinu klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Kosningastjóri Þóru veit ekki til þess að slíkur fundur hafi verið haldinn áður í kosningabaráttu á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

"Niðurstaðan kemur ekki á óvart"

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, fagnar niðurstöðu álitsgerðar sem unnin var um hæfi RÚV til að fjalla um forsetakosningarnar í ár. "Niðurstaðan kemur ekki á óvart,“ segir Páll. "En við töldum rétt að útkljá þessi mál.“

Innlent
Fréttamynd

Forsetakosningar 2012: RÚV ekki vanhæft

Samkvæmt niðurstöðu álitsgerðar þeirra Róbert Spanó, forseta lagadeildar Háskóla Íslands og Trausta Fannars Valssonar, lektors við lagadeild, telst Ríkisútvarpið ekki vanhæft til að fjalla um forsetakosningar 2012 - þó svo að Þóra Arnórsdóttir og eiginmaður hennar, Svavar Halldórsson, hafi starfað hjá stofnuninni um árabil og séu í launalausu leyfi.

Innlent
Fréttamynd

Með þökk fyrir allt

Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt.

Skoðun
Fréttamynd

Landsfaðirinn

Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Satt og ósatt um þingrof

Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Ákaflega stoltur Íslendingur

Ég hef átt þess kost að kynnast frá fyrstu hendi hluta af því ötula starfi sem núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Dorritt Moussaieff, inna af hendi í þágu Íslands. Það er okkar litla landi ómetanlegt að hafa slíkt fólk í forsvari.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Forseta fyrir alla – sem leiðir okkur inn í nýja öld

Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu.

Skoðun
Fréttamynd

Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið

Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi hefur einstaka innsýn í valdaþræði íslensks samfélags. Herdís er samt sem áður ekki dómhörð og tekur sér ekki stöðu gegn fyrirtækjum og fjármagnseigendum heldur talar opinskátt um það sem þarf að breytast.

Skoðun
Fréttamynd

Valið vald

Svolítið einkennilegt að vera að kjósa þjóðhöfðingja og þurfa einhvern veginn um leið að taka ákvörðun um það í leiðinni hvert valdsvið hans verði, vegna þess að hann eigi eftir að ráða því sjálfur. Okkar blessaða lýðveldi er stundum eins og spunnið áfram frá degi til dags.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þóra er í fæðingarorlofi

Þóra Arnórsdóttir er í fæðingarorlofi á sama tíma og hún heyir sína kosningabaráttu. Þetta kom fram í fyrirspurn af netinu. Þóra sagðist ennfremur ætla að vera í orlofi til 31. júlí, en bætti við að barnið væri svo heppið að eiga föður sem kæmi til móts við móður þess. Þóra eignaðist, eins og kunnugt er, dóttur þann 18. maí síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Herdís: Mikilvægt að forseti sé þroskaður og með reynslu

Í landi æskudýrkunar að þá er maður kominn framyfir síðasta söludag 38 ára, sagði Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðandi þegar talið barst að aldri forsetaframbjóðenda í dag. Herdís sagði að sér þætti mikilvægt að ung fólk sé kappsfullt og bryddi upp á nýjunum. "En mér finnst skipta máli að sá sem leiðir og er í forystu , að hann sé kominn með þroska og reynslu,“ sagði Herdís. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var spurður að því hvort hann væri ekki orðinn of gamall í starfið, í ljósi þess að hann yrði sjötugur á næsta ári. Hann svaraði því til að þótt hann vildi ekki líkja sér við Ronald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, eða Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, þá hefðu þeir báðir verið eldri en hann í embætti. "Þetta er annasamt starf, er þá ekki gott að fá einhvern sem er tilbúinn til að leggja sín orkuríkustu ár í þetta,“ sagði Þóra Arnórsdóttir þegar hún var spurð út í það hvort aldur skipti máli.

Innlent
Fréttamynd

Þóra vill láta þjóðinni líða betur

"Ég held að ég vildi láta minnast mín fyrir að hafa þjónað þjóðinni vel, að hafa náð til hennar, að ég hafi getað hafa látið henni líða örlítið betur og að hún gæti verið stolt af mér,“ sagði Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi þegar Elín Stephensen, áhorfandi úr sal, spurði hana hvernig hún vildi láta minnast sín sem forsetaframbjóðanda í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Þóra Arnórsdóttir: "Ég sé enga skriðdreka“

Ólafur Ragnar Grímsson segir enga tengingu á milli þess að Þóra Arnórsdóttir fór í barneignarleyfi á sama tíma og hann ákvað að hefja kosningabaráttu sína. Hann hafnaði forsendum spurningarinnar og sagði að hann hefði hafið sína baráttu vegna þess að það var orðið ljóst hverjir byðu sig fram og að kjörstjórnir væru búnar að óska eftir meðmælendalistum frambjóðanda.

Innlent
Fréttamynd

Herdís gekk ekki út - mikilvægara að ávarpa áhorfendur

Herdís Þorgeirsdóttir segist taka undir sjónarmið forsetaframbjóðandanna þriggja sem gengu út úr sjónvarpssal í mótmælaskyni við Stöð 2 vegna fyrirkomulags um að ræða við tvo frambjóðendur í einu í Hörpu og láta Ólaf Ragnar Grímsson og Þóru Arnórsdóttur mætast tvö ein.

Innlent
Fréttamynd

Fram­bjóð­endur gengu út

Forsetaframbjóðendurnir Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Hannes Bjarnason höfnuðu því að taka þátt í kappræðunum í Hörpu þar sem fréttastofa Stöðvar 2 féllst ekki á það af tæknilegum ástæðum að draga viðmælendur saman af handahófi, heldur að frambjóðendur kæmu fram í stafrófsröð.

Innlent
Fréttamynd

Kappræðurnar í Hörpu í beinni útsendingu á Vísi

Hægt er að horfa á kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis. Dagskráin fer fram í Hörpu og stýra fréttamennirnir Helga Arnardóttir og Þorbjörn Þórðarson umræðunum, sem eru einnig í opinni dagskrá á Stöð 2.

Innlent
Fréttamynd

Tekið á móti spurningum til frambjóðenda í gegnum Facebook og Twitter

Frambjóðendur til embættis forseta Íslands mætast í kappræðum í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18.55 í kvöld. Dagskráin fer fram í Hörpu og munu fréttamennirnir Helga Arnardóttir og Þorbjörn Þórðarson stýra umræðunum. Andri Ólafsson fréttamaður tekur einnig á móti spurningum áhorfenda í sal, auk áhorfenda heima í stofu, sem gefst kostur á því að spyrja frambjóðendur í gegnum Facebook og Twitter.

Innlent