Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Öflugur skjálfti fannst víða

Snarpur jarðskjálfti 4,7 að stærð varð um hálfan kílómetra vestur af Litla-Hrút rétt fyrir klukkan hálf sjö í morgun. Skjálftinn mældist á 3,8 kílómetra dýpi og er sá næstkröftugasti sem mælst hefur síðan jarðskjálftahrinan hófst um hádegisbil á laugardag. 

Innlent
Fréttamynd

Stór skjálfti korter yfir þrjú í nótt

Skjálfti að stærð 4,3 átti sér stað fjóra kílómetra suðsuðvestan af Fagradalsfjalli klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og fannst skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi á laugardag og telja sérfræðingar kvikuhlaup valda virkninni.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­margir skjálftar yfir 3,0 að stærð fylgt eftir stóra skjálftanum

Jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir skammt frá Grindavík klukkan 17:48 í dag. Skjálftinn er sá langstærsti í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall. Jörðin á Reykjanesskaga hefur haldið áfram að skjálfa allverulega síðan þá og hafa sextán skjálftar stærri en 3,0 riðið yfir.

Innlent
Fréttamynd

Grind­víkingar séu til­búnir

Frá miðnætti hafa meira en fjörutíu skjálftar af stærðinni þrír eða meira mælst á Reykjanesskaga. Stór hluti þeirra hefur mælst við Fagradalsfjall, þar sem gaus í mars á síðasta ári. Í aðdraganda gossins var jarðskjálftavirkni á svæðinu mikil, og Grindvíkingar ekki farið varhluta af því.

Innlent
Fréttamynd

Kalda­vatns­laust í Grinda­vík eftir stóra skjálftann

Aðveitulögn fyrir kalt vatn inn í Grinda­vík­ fór í sund­ur við Svartsengi eftir stóra skjálft­ann sem reið yfir rétt fyrir sex á Reykja­nesskaga. Það er því kaldavatnslaust hjá íbúum bæjarins en unnið er að því að gera við lögnina.

Innlent
Fréttamynd

Tilkynningar um tjón í Grindavík

Almannavarnir segja tilkynningar um tjón hafa borist frá Grindavík eftir að skjálfti að stærð 5,4 reið yfir um þrjá kílómetra austnorðaustur af bænum rétt fyrir sex í kvöld. Engar tilkynningar um slys af fólki hafi hins vegar borist.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa

Stærsti skjálftinn til þessa í yfirstandandi jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall reið yfir tólf mínútur í sex í kvöld og var 5,4 að stærð. Skjálftarnir í dag hafa mælst á grynnra dýpi en í gær sem sérfræðingur segir benda til kvikuhlaups.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu

Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Stór skjálfti í nótt

Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti.

Innlent
Fréttamynd

Æ fleiri grunnir skjálftar geti bent til kvikuhlaups

Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson segir æ fleiri grunna skjálfta við Fagradalsfjalla benda til þess að um kvikuhlaup geti verið að ræða. Slíkt hlaup geti lognast út af eða kvikan brotið sér leið upp á yfirborðið en það sé erfitt að meta slíkt núna af dýptartölum.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustigi lýst yfir vegna hrinunnar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst uppúr hádegi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veðurstofa Íslands hefur sett Krýsuvík á gult vegna flugumferðar en mesta virknin er NA við Fagradalsfjall.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagra­dals­fjall rétt fyrir fimm

Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga.

Innlent
Fréttamynd

Búist við á­fram­haldandi land­risi

Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Sýndar­ferða­lag um gos­stöðvarnar heima í stofu

Á heimasíðu Áfangastaðastofu Reykjaness er nú hægt að fara í sýndarferðalag um gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Ferðalagið er samansett úr fimm 360 gráðu myndum og eru þær myndir saumaðar úr 25 öðrum ljósmyndum.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos hafið í Japan

Eldfjallið Sakurajima hóf að gjósa í dag en fjallið er sunnarlega á eyjunni Kyusu sem tilheyrir Japan. Búið er að rýma nærliggjandi byggð og hæsta viðbúnaðarstig sett á.

Erlent
Fréttamynd

Skjálftar í Mýr­dals­jökli

Sex skjálftar mældust rétt fyrir klukkan fimm í dag í Mýrdalsjökli. Stærstu skjálftarnir voru 3,0 og 2,7 að stærð en hinir skjálftarnir voru minni.

Innlent
Fréttamynd

Tugir jarð­vísinda­manna mættir í Mý­vatns­sveit að rann­saka Kröflu

Á fjórða tug vísindamanna vinna þessa dagana í Mývatnssveit að miklu mælingaverkefni í Kröflu, sem Jarðvísindastofnun Háskólans leiðir hérlendis í samvinnu við Landsvirkjun, erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Kanna á ítarlegar en áður hefur verið gert ýmis atriði í byggingu Kröflueldstöðvarinnar og varpa þannig frekara ljósi á samband jarðhita og kviku.

Innlent
Fréttamynd

Stór skjálfti í Langjökli

Klukkan 22:12 varð skjálfti af stærð 4,6 í Langjökli, um ellefu kílómetra norður af Hagajökli. Síðast varð skjálfti yfir 4 að stærð í vestanverðum Langjökli 10. desember 2015.

Innlent