Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja nýja gervitunglamynd, sem barst í dag, benda til að kvikan undir Fagradalsfjalli sé enn á leið til yfirborðs og að hún sé núna á um sextánhundruð metra dýpi. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti við Ingólfsfjall í nótt

Jarðskjálfti upp á 3 stig reið yfir í nótt, klukkan sextán mínútur yfir fjögur. Í þetta skiptið skalf jörð þó ekki í grennd við Fagradalsfjall, heldur átti skjálftinn upptök sín um átta kílómetra austur af Hveragerði, í Ingólfsfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Færri skjálftar þýða ekki minni líkur á gosi

Nokkuð hefur dregið úr virkninni við Fagradalsfjall undanfarna tvo sólarhringa. Jörð er þó ekki hætt að skjálfa, en engin merki eru um gosóróa enn sem komið er. Í morgun kom einn skjálfti sem fannst víða á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið er enn allt undir smásjá vísindamanna, enda minnkaði virknin töluvert í aðdraganda síðasta goss.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti 3,4 að stærð í morgun

Skjálfti 3,4 að stærð varð um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík klukkan 6:25 í morgun. Annar skjálfti, rétt rúmlega tveir að stærð, var rúmum tveimur mínútum síðar á sömu slóðum.

Innlent
Fréttamynd

„Næstu 100-150 ár verður þetta í gangi“

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur engan bilbug látið á sér finna yfir hátíðirnar. Spennan í efri skorpunni er að sögn eldfjallafræðings að gefa sig vegna þrýstings og líkur eru taldar hafa aukist á öðru gosi.

Innlent
Fréttamynd

Virkja sms-kerfi vegna óróa við Fagra­dals­fjall

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa virkjað sms-kerfi sem sendir smáskilaboð á fólk sem fer inn á fyrirframskilgreint svæði vegna jarðskjálfta sem hafnir eru á ný við Fagradalsfjall á Reykjanesi. Ekki er loku fyrir það skotið að skilaboð berist á fólk að óþörfu.

Innlent
Fréttamynd

Snarpir skjálftar við Kleifarvatn

Snarpir jarðskjálfti fundust víða á höfuðborgarsvæðinu á fjórða tímanum í dag. Fyrstu tölur gefa til kynna að skjálftarnir hafi verið 3,3 að stærð og 2,9 samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara stórkostleg tilviljun“

„Þetta er bara stórkostleg tilviljun, það er engin tenging þarna á milli,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, um þá staðreynd að sama dag og hætti að gjósa í Fagradalsfjalli hafi eldgos hafist á La Palma á Kanarí, og að skömmu eftir að það hætti að gjósa á La Palma hafi skjálftahrina hafist að nýju á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á gosi aukist með hverjum degi sem virkni helst ó­breytt

Um þrjú þúsund skjálftar hafa mælst við eldstöðina í Fagradalsfjalli í dag. Það er svipaður fjöldi og hefur mælst dag hvern frá 21. desember. Líkur á eldgosi aukast með hverjum deginum sem líður með óbreyttu ástandi, að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftahviða á gosstöðvunum

Skjálftahviða mældist við Fagradalsfjall klukkan hálf fjögur og stóð yfir í tæpa klukkustund. Að sögn náttúruvársérfræðings er ljóst að hreyfing er á kviku undir yfirborðinu en erfitt er að lesa nánar í aðstæðurnar.

Innlent
Fréttamynd

Eldgosinu á La Palma lokið

Yfirvöld á spænsku eyjunni La Palma hafa lýst því yfir að eldgosinu sem hófst á eyjunni í september sé lokið, eftir tíu daga án gosvirkni.

Erlent
Fréttamynd

Helst út­lit fyrir gos við Mera­dali

Næstum því 1.400 skjálftar hafa verið á Reykjanesi frá miðnætti sá stærsti upp á 4,5. Náttúruvársérfræðingur segir kviku hafa færst norður og nú sé helst útlit fyrir að það gjósi við Meradali.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent
Fréttamynd

Jörð skelfur á Reykjanesi

Jarðskjálfti af stærðinni 4,8 varð 2,5 kílómetra norðaustan af Grindavík klukkan 21:38 í kvöld. Skjálftinn varð á fimm kílómetra dýpi en hann er sá næststærsti sem hefur orðið í yfirstandandi skjálftahrinu sem hófst á þriðjudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­skjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykja­nes­skaga

Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir RAX af gosstöðvunum í dag

Allt er með kyrrum kjörum við Geldingadali, það er að segja ef litið er á þá úr flugvél. Þar er þó jarðskjálftahrina enn í fullum gangi og gæti eldgos hafist á ný fyrirvaralaust. Ragnar Axelsson, RAX, flaug yfir Geldingadali í dag.

Innlent