Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 16. janúar 2025 20:50 Óðinn Þór Ríkharðsson nýtti útsjónarsemi sína til að skora. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. Leikurinn í kvöld og gegn Kúbverjum á laugardagskvöld hljómuðu fyrir fram eins og hálfgert fyrirpartý áður en ballið raunverulega byrjar með stórleiknum við Slóvena á mánudagskvöld. Þannig var það svo sannarlega gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld og fyrr í dag vann Slóvenía stórsigur gegn Kúbu. Stuðningsmenn íslenska liðsins voru í góðu stuði og þeim á bara eftir að fjölga þegar líður á mótið.VÍSIR/VILHELM Eftir níu mínútna leik var staðan orðin 7-2 Íslandi í vil og getumunurinn á liðunum augljós. Hann fólst ekki síst í því hve vel íslenska vörnin gat lokað á Grænhöfðeyinga sem ítrekað misstu boltann eftir klaufaleg mistök. Ekki reyndi því sérstaklega á Viktor Gísla sem var þó öruggur í markinu. Orri Freyr og Óðinn Þór, sem hófu leikinn í hornastöðunum, nýttu sér þetta skipti eftir skipti og röðuðu inn auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Orri Freyr Þorkelsson átti stórgóðan leik í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hraðinn var Íslendinga, með Viggó, Janus og Elvar í útilínunni framan af leik, en hægagangurinn Grænhöfðeyinga sem eru aðeins á sínu þriðja heimsmeistaramóti og hafa samtals unnið einn leik í sögu HM, gegn Úrúgvæ. Elliði fyrirliði sá rautt og erfið byrjun Þorsteins Íslenska liðið var því fljótt komið með þægilegt forskot, eins og búast mátti við gegn svo lágt skrifuðum mótherja. Staðan var 12-6 eftir 19 mínútna leik og Snorri fór þá að hreyfa við liðinu. Gísli og Elliði komu inn í sóknina fyrir Janus og Ými, og fljótlega fékk Þorsteinn Leó að koma inn á í sínum fyrsta leik á stórmóti. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék sínar fyrstu mínútur á stórmóti og skoraði fyrsta markið sitt þegar fimm mínútur voru til leiksloka með þrumuskoti.VÍSIR/VILHELM Áfram gekk sóknarleikur Grænhöfðaeyja erfiðlega og Orri kom muninum í 15-7 úr hraðaupphlaupi, og var þá kominn með fimm mörk á tuttugu mínútum. Þorsteinn Leó virtist taugaóstyrkur á fyrstu mínútum sínum á mótinu, og byrjaði á að senda boltann nánast í innkast áður en hann fékk dæmda á sig tveggja mínútna brottvísun. Gæti reynst dýrkeypt gegn sterkari mótherjum og hvað þá agaleysi nýja fyrirliðans, Elliða Snæs Viðarssonar, sem var rekinn af velli með beint rautt spjald á 27. mínútu, í stöðunni 16-7. Elliði fór með beina hendi í andlit Edmilson Araújo og var rekinn af velli, rétt eins og í fyrri vináttulandsleiknum við Svía fyrir mótið. Elliði Snær Viðarsson vonsvikinn en gat lítið sagt við rauða spjaldinu sem hann fékk undir lok fyrri hálfleiks. Stutt gaman hjá honum í kvöld.VÍSIR/VILHELM Þetta skipti þó í raun engu máli í kvöld, og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks á lokasekúndunni, og jók muninn í tíu mörk (18-8), eða sama mun og var á liðunum eftir sextíu mínútur á HM fyrir tveimur árum. Fengu á sig fimm í röð og Snorri hellti sér yfir menn Teitur Örn Einarsson fær tækifæri á mótinu, vegna meiðsla Ómars Inga, og hann hóf seinni hálfleik og var fljótur að skora sitt fyrsta mark, líkt og Bjarki Már sem kom einnig inn í upphafi seinni háflleiks, ásamt Sigvalda. Snorri Steinn þjálfari gerði sem sagt hið eina rétta á þessu stigi mótsins, og dreifði álaginu duglega á milli manna, og það hafði nákvæmlega engin áhrif á þróun leiksins því áfram jókst munurinn og vonleysið skein brátt úr augum Grænhöfðeyinga. Gripið í treyju Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem kom Íslandi í 18-8 í lok fyrri hálfleiks.VÍSIR/VILHELM Munurinn fór fljótt í fjórtán mörk, 23-9, og þó að enn eigi mikill fjöldi Íslendinga eftir að koma sér til Zagreb þá skemmtu þeir stuðningsmenn sem í höllinni voru sér vel. Grænhöfðaeyjar sýndu hins vegar karakter og náðu, á meðan strákarnir okkar gerðu sig seka um ákveðið rótleysi, að skora fimm mörk í röð og minnka muninn í 25-16. Skelfilegur kafli hjá íslenska liðinu en Bjarki Már hjó svo loks á hnútinn eftir frábæra sendingu Hauks út í hornið. Haukur og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson höfðu komið inn á fljótlega í seinni hálfleiknum, líkt og Björgvin Páll markvörður, svo allir leikmenn íslenska hópsins höfðu þá komið við sögu en Einar Þorsteinn Ólafsson var utan hóps í kvöld. Aron Pálmarsson fylgdist með leiknum utan vallar en ætti að koma inn í hópinn í næstu viku. Einar Þorsteinn Ólafsson var einnig utan hóps í kvöld.VÍSIR/VILHELM En Snorra Steini var ekki skemmt og hann hreinlega urðaði yfir leikmenn í leikhléi tólf mínútum fyrir leikslok, í stöðunni 26-16. Hundóánægður með standardinn hjá mönnum og húðskammaði þá fyrir að fara illa með færin, bruna ekki aftur í vörn og fleira. Hafsteinn gegn Íslandi í lokin Strákarnir nýttu tímann sem eftir var til að gera betur, og sýna vonandi heilsteyptari leik þegar í alvöruna kemur í næstu viku. Þess ber að geta að sautjándi íslenski leikmaðurinn kom við sögu undir lok leiks, þegar Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha mætti inn á í lið Grænhöfðaeyja. Þá voru úrslitin hins vegar löngu ráðin. Viktor Gísli Hallgrímsson var öruggur gegn slöku liði Grænhöfðaeyja.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Íslands er eins og fyrr segir gegn Kúbu á laugardagskvöld, klukkan 19.30. Vísir fjallar eftir sem áður ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta
Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. Leikurinn í kvöld og gegn Kúbverjum á laugardagskvöld hljómuðu fyrir fram eins og hálfgert fyrirpartý áður en ballið raunverulega byrjar með stórleiknum við Slóvena á mánudagskvöld. Þannig var það svo sannarlega gegn Grænhöfðaeyjum í kvöld og fyrr í dag vann Slóvenía stórsigur gegn Kúbu. Stuðningsmenn íslenska liðsins voru í góðu stuði og þeim á bara eftir að fjölga þegar líður á mótið.VÍSIR/VILHELM Eftir níu mínútna leik var staðan orðin 7-2 Íslandi í vil og getumunurinn á liðunum augljós. Hann fólst ekki síst í því hve vel íslenska vörnin gat lokað á Grænhöfðeyinga sem ítrekað misstu boltann eftir klaufaleg mistök. Ekki reyndi því sérstaklega á Viktor Gísla sem var þó öruggur í markinu. Orri Freyr og Óðinn Þór, sem hófu leikinn í hornastöðunum, nýttu sér þetta skipti eftir skipti og röðuðu inn auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Orri Freyr Þorkelsson átti stórgóðan leik í kvöld.VÍSIR/VILHELM Hraðinn var Íslendinga, með Viggó, Janus og Elvar í útilínunni framan af leik, en hægagangurinn Grænhöfðeyinga sem eru aðeins á sínu þriðja heimsmeistaramóti og hafa samtals unnið einn leik í sögu HM, gegn Úrúgvæ. Elliði fyrirliði sá rautt og erfið byrjun Þorsteins Íslenska liðið var því fljótt komið með þægilegt forskot, eins og búast mátti við gegn svo lágt skrifuðum mótherja. Staðan var 12-6 eftir 19 mínútna leik og Snorri fór þá að hreyfa við liðinu. Gísli og Elliði komu inn í sóknina fyrir Janus og Ými, og fljótlega fékk Þorsteinn Leó að koma inn á í sínum fyrsta leik á stórmóti. Þorsteinn Leó Gunnarsson lék sínar fyrstu mínútur á stórmóti og skoraði fyrsta markið sitt þegar fimm mínútur voru til leiksloka með þrumuskoti.VÍSIR/VILHELM Áfram gekk sóknarleikur Grænhöfðaeyja erfiðlega og Orri kom muninum í 15-7 úr hraðaupphlaupi, og var þá kominn með fimm mörk á tuttugu mínútum. Þorsteinn Leó virtist taugaóstyrkur á fyrstu mínútum sínum á mótinu, og byrjaði á að senda boltann nánast í innkast áður en hann fékk dæmda á sig tveggja mínútna brottvísun. Gæti reynst dýrkeypt gegn sterkari mótherjum og hvað þá agaleysi nýja fyrirliðans, Elliða Snæs Viðarssonar, sem var rekinn af velli með beint rautt spjald á 27. mínútu, í stöðunni 16-7. Elliði fór með beina hendi í andlit Edmilson Araújo og var rekinn af velli, rétt eins og í fyrri vináttulandsleiknum við Svía fyrir mótið. Elliði Snær Viðarsson vonsvikinn en gat lítið sagt við rauða spjaldinu sem hann fékk undir lok fyrri hálfleiks. Stutt gaman hjá honum í kvöld.VÍSIR/VILHELM Þetta skipti þó í raun engu máli í kvöld, og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks á lokasekúndunni, og jók muninn í tíu mörk (18-8), eða sama mun og var á liðunum eftir sextíu mínútur á HM fyrir tveimur árum. Fengu á sig fimm í röð og Snorri hellti sér yfir menn Teitur Örn Einarsson fær tækifæri á mótinu, vegna meiðsla Ómars Inga, og hann hóf seinni hálfleik og var fljótur að skora sitt fyrsta mark, líkt og Bjarki Már sem kom einnig inn í upphafi seinni háflleiks, ásamt Sigvalda. Snorri Steinn þjálfari gerði sem sagt hið eina rétta á þessu stigi mótsins, og dreifði álaginu duglega á milli manna, og það hafði nákvæmlega engin áhrif á þróun leiksins því áfram jókst munurinn og vonleysið skein brátt úr augum Grænhöfðeyinga. Gripið í treyju Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem kom Íslandi í 18-8 í lok fyrri hálfleiks.VÍSIR/VILHELM Munurinn fór fljótt í fjórtán mörk, 23-9, og þó að enn eigi mikill fjöldi Íslendinga eftir að koma sér til Zagreb þá skemmtu þeir stuðningsmenn sem í höllinni voru sér vel. Grænhöfðaeyjar sýndu hins vegar karakter og náðu, á meðan strákarnir okkar gerðu sig seka um ákveðið rótleysi, að skora fimm mörk í röð og minnka muninn í 25-16. Skelfilegur kafli hjá íslenska liðinu en Bjarki Már hjó svo loks á hnútinn eftir frábæra sendingu Hauks út í hornið. Haukur og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson höfðu komið inn á fljótlega í seinni hálfleiknum, líkt og Björgvin Páll markvörður, svo allir leikmenn íslenska hópsins höfðu þá komið við sögu en Einar Þorsteinn Ólafsson var utan hóps í kvöld. Aron Pálmarsson fylgdist með leiknum utan vallar en ætti að koma inn í hópinn í næstu viku. Einar Þorsteinn Ólafsson var einnig utan hóps í kvöld.VÍSIR/VILHELM En Snorra Steini var ekki skemmt og hann hreinlega urðaði yfir leikmenn í leikhléi tólf mínútum fyrir leikslok, í stöðunni 26-16. Hundóánægður með standardinn hjá mönnum og húðskammaði þá fyrir að fara illa með færin, bruna ekki aftur í vörn og fleira. Hafsteinn gegn Íslandi í lokin Strákarnir nýttu tímann sem eftir var til að gera betur, og sýna vonandi heilsteyptari leik þegar í alvöruna kemur í næstu viku. Þess ber að geta að sautjándi íslenski leikmaðurinn kom við sögu undir lok leiks, þegar Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha mætti inn á í lið Grænhöfðaeyja. Þá voru úrslitin hins vegar löngu ráðin. Viktor Gísli Hallgrímsson var öruggur gegn slöku liði Grænhöfðaeyja.VÍSIR/VILHELM Næsti leikur Íslands er eins og fyrr segir gegn Kúbu á laugardagskvöld, klukkan 19.30. Vísir fjallar eftir sem áður ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.