Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. janúar 2025 20:30 Jordan Semple og félagar í Þórsliðinu fóru á kostum í kvöld. Íslandsmeistarar Vals sáu ekki til sólar. Vísir/Jón Gautur Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í kvöld í Bónus deild karla. Þórsarar unnu með 25 stigum eða 94-69. Valsarar höfðu unnið tvo leiki í röð og virtust vera að koma sér aftur í gírinn, því kemur það töluvert á óvart að þeir skildu tapa svona stórt gegn liði sem þeir eru mjög nálægt í töflunni. Leikurinn fór gríðarlega hægt af stað þar sem bæði lið voru lítið að hitta fyrstu mínúturnar. Eina sem kom upp úr fyrstu þremur mínútunum voru tveir þristar frá heima liðinu. Sóknarleikur Þórsara hrökk síðan í gang og þeir fóru að hitta úr sínum skotum. Það er þessi list í körfubolta að hitta ofan í körfuna sem gekk herfilega hjá gestunum. Þeir enduðu fyrsta leikhluta með aðeins tíu stig gegn 23 hjá Þórsurum. Nikolas Tomsick átti glimrandi leik í kvöld.vísir Annar leikhlutinn var nokkuð svipaður og sá fyrri þar sem Þórsarar voru í miklu stuði sóknarlega. Einna helst má nefna Nikolas Tomsick sem setti fjóra þrista úr fimm tilraunum í öllum fyrri hálfleiknum. Valsarar bættu aðeins sóknarleikinn sinn enda gat hann varla verið verri. Þeim tókst að setja 17 stig í þessum leikhluta heilum sjö stigum meira en í þeim fyrsta og því lauk hálfleikurinn í stöðunni 47-27. Þristarnir héldu bara áfram að detta hjá Þórsurum og munurinn varð bara meiri. Það mátti sjá á leikmönnum Vals að þeir voru hægt og rólega að gefast upp. Spennan var nokkurn veginn farin úr leiknum þar sem heimaliðið lék sér einfaldlega að bráðinni sinni. Leikhlutinn endaði í stöðunni 73-44 og möguleikinn á sigri alveg farinn frá gestunum. Í loka leikhluta leiksins fengu töluvert af ungum leikmönnum að spreyta sig og það mátti sjá nokkra góða takta frá þeim. Það var aðal skemmtunin sem var eftir þar sem úrslitin voru löngu orðin ljós. Valsarar náðu hinsvegar að vinna þennan leikhluta og því laga stöðuna örlítið en leikurinn endaði 94-69. Atvik leiksins Á 13. mínútu á Sherif alveg galna sendingu sem Mustapha Heron kemst inn í. Heron keyrir þá upp völlinn og treður í körfuna. Þetta atvik var nokkuð lýsandi fyrir leikinn þar sem Valsarar gerðu klaufamistök og Þórsarar léku sér að því. Stjörnur og skúrkar Nikolas Tomsick setti sjö þrista úr átta tilraunum en hann setti alls 23 stig í leiknum og var með sjö stoðsendingar. Frábær leikur hjá honum en Mustapha Heron setti einnig 21 stig, tók átta fráköst og var með sjö stoðsendingar. Þessir tveir skáru greinilega úr. Skúrkarnir eru bara Vals liðið sem heild. Þetta gekk gjörsamlega bölvanlega hjá þeim í dag. Sherif gerði 25 stig en það var það mikið af klaufa mistökum hjá honum að hann sleppur ekki þrátt fyrir stigin. Dómararnir Góð frammistaða að mínu mati. Ekki mikið af erfiðum ákvörðunum sem þeir þurftu að taka en þeir gerðu þetta vel. Stemning og umgjörð Það var nokkuð vel mætt í Icelandic glacial höllina í kvöld af báðum stuðningsmannaliðum. Stemningin var töluvert í takt við leikinn þar sem heimamenn glöddust töluvert yfir frammistöðu sinna manna en stuðningslið gestana var hljóðlátara líkt og liðið inn á vellinum. Lárus: „Ég er bara mjög ánægður” Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var virkilega ánægður með sína menn eftir sigur kvöldsins „Ég er bara mjög ánægður, ánægður með orkuna í vörninni og hraðan í sókninni.” Lárus Jónsson gat verið glaður í kvöld.Jón Gautur Hannesson Þórsarar náðu að loka gríðarlega vel á Valsara strax frá fyrstu mínútu en Valur náði aðeins að skora 10 stig í fyrsta leikhluta. „Mér fannst við bara vera með meiri orku heldur en þeir. Þeir söknuðu náttúrulega Booker, þannig þeir voru fáir. Það vantar líka Acox hjá þeim þannig það vantar frekar mikið í þetta Vals lið. Ég er ánægður með að mér fannst við vera að spila svona Þórs bolta, hraða sókn og orkumikla vörn.” Þórsarar voru svo sannarlega að hitta í körfuna í dag og þristarnir voru heilmargir. Virkilega góð sóknar frammistaða hjá þeim. „Mér finnst yfirleitt að ef þú hittir vel úr skotunum þá ert þú búinn að vinna inn fyrir því í vörninni. Ef þú ert með góða orku í vörninni, þá líður þér vel, svo er náttúrulega alltaf auðveldara að hitta þegar þú ert nokkrum stigum yfir en þegar þú ert að elta.” Það er hægt að kalla þetta stemnings sigur og góðar líkur á að þetta geti gefið leikmönnum aukið sjálfstraust inn í næstu leiki. „Vonandi getum við haldið áfram að byggja á því sem við vorum að gera. Við vorum aðeins að breyta vörninni fyrir þennan leik og búa til eitthvað einkenni þar. Við vorum náttúrulega að fá nýjan leikmann fyrir leikinn á móti Njarðvík og þá vorum við ekkert búnir að fara yfir vörn. Þannig ég hlakka til að sjá okkur halda áfram með það. Ég hefði bara viljað sjá okkur aðeins aggressívari í sóknarfráköstunum, mér fannst það vanta. Annars var ég ánægður með frammistöðuna.” Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur
Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í kvöld í Bónus deild karla. Þórsarar unnu með 25 stigum eða 94-69. Valsarar höfðu unnið tvo leiki í röð og virtust vera að koma sér aftur í gírinn, því kemur það töluvert á óvart að þeir skildu tapa svona stórt gegn liði sem þeir eru mjög nálægt í töflunni. Leikurinn fór gríðarlega hægt af stað þar sem bæði lið voru lítið að hitta fyrstu mínúturnar. Eina sem kom upp úr fyrstu þremur mínútunum voru tveir þristar frá heima liðinu. Sóknarleikur Þórsara hrökk síðan í gang og þeir fóru að hitta úr sínum skotum. Það er þessi list í körfubolta að hitta ofan í körfuna sem gekk herfilega hjá gestunum. Þeir enduðu fyrsta leikhluta með aðeins tíu stig gegn 23 hjá Þórsurum. Nikolas Tomsick átti glimrandi leik í kvöld.vísir Annar leikhlutinn var nokkuð svipaður og sá fyrri þar sem Þórsarar voru í miklu stuði sóknarlega. Einna helst má nefna Nikolas Tomsick sem setti fjóra þrista úr fimm tilraunum í öllum fyrri hálfleiknum. Valsarar bættu aðeins sóknarleikinn sinn enda gat hann varla verið verri. Þeim tókst að setja 17 stig í þessum leikhluta heilum sjö stigum meira en í þeim fyrsta og því lauk hálfleikurinn í stöðunni 47-27. Þristarnir héldu bara áfram að detta hjá Þórsurum og munurinn varð bara meiri. Það mátti sjá á leikmönnum Vals að þeir voru hægt og rólega að gefast upp. Spennan var nokkurn veginn farin úr leiknum þar sem heimaliðið lék sér einfaldlega að bráðinni sinni. Leikhlutinn endaði í stöðunni 73-44 og möguleikinn á sigri alveg farinn frá gestunum. Í loka leikhluta leiksins fengu töluvert af ungum leikmönnum að spreyta sig og það mátti sjá nokkra góða takta frá þeim. Það var aðal skemmtunin sem var eftir þar sem úrslitin voru löngu orðin ljós. Valsarar náðu hinsvegar að vinna þennan leikhluta og því laga stöðuna örlítið en leikurinn endaði 94-69. Atvik leiksins Á 13. mínútu á Sherif alveg galna sendingu sem Mustapha Heron kemst inn í. Heron keyrir þá upp völlinn og treður í körfuna. Þetta atvik var nokkuð lýsandi fyrir leikinn þar sem Valsarar gerðu klaufamistök og Þórsarar léku sér að því. Stjörnur og skúrkar Nikolas Tomsick setti sjö þrista úr átta tilraunum en hann setti alls 23 stig í leiknum og var með sjö stoðsendingar. Frábær leikur hjá honum en Mustapha Heron setti einnig 21 stig, tók átta fráköst og var með sjö stoðsendingar. Þessir tveir skáru greinilega úr. Skúrkarnir eru bara Vals liðið sem heild. Þetta gekk gjörsamlega bölvanlega hjá þeim í dag. Sherif gerði 25 stig en það var það mikið af klaufa mistökum hjá honum að hann sleppur ekki þrátt fyrir stigin. Dómararnir Góð frammistaða að mínu mati. Ekki mikið af erfiðum ákvörðunum sem þeir þurftu að taka en þeir gerðu þetta vel. Stemning og umgjörð Það var nokkuð vel mætt í Icelandic glacial höllina í kvöld af báðum stuðningsmannaliðum. Stemningin var töluvert í takt við leikinn þar sem heimamenn glöddust töluvert yfir frammistöðu sinna manna en stuðningslið gestana var hljóðlátara líkt og liðið inn á vellinum. Lárus: „Ég er bara mjög ánægður” Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var virkilega ánægður með sína menn eftir sigur kvöldsins „Ég er bara mjög ánægður, ánægður með orkuna í vörninni og hraðan í sókninni.” Lárus Jónsson gat verið glaður í kvöld.Jón Gautur Hannesson Þórsarar náðu að loka gríðarlega vel á Valsara strax frá fyrstu mínútu en Valur náði aðeins að skora 10 stig í fyrsta leikhluta. „Mér fannst við bara vera með meiri orku heldur en þeir. Þeir söknuðu náttúrulega Booker, þannig þeir voru fáir. Það vantar líka Acox hjá þeim þannig það vantar frekar mikið í þetta Vals lið. Ég er ánægður með að mér fannst við vera að spila svona Þórs bolta, hraða sókn og orkumikla vörn.” Þórsarar voru svo sannarlega að hitta í körfuna í dag og þristarnir voru heilmargir. Virkilega góð sóknar frammistaða hjá þeim. „Mér finnst yfirleitt að ef þú hittir vel úr skotunum þá ert þú búinn að vinna inn fyrir því í vörninni. Ef þú ert með góða orku í vörninni, þá líður þér vel, svo er náttúrulega alltaf auðveldara að hitta þegar þú ert nokkrum stigum yfir en þegar þú ert að elta.” Það er hægt að kalla þetta stemnings sigur og góðar líkur á að þetta geti gefið leikmönnum aukið sjálfstraust inn í næstu leiki. „Vonandi getum við haldið áfram að byggja á því sem við vorum að gera. Við vorum aðeins að breyta vörninni fyrir þennan leik og búa til eitthvað einkenni þar. Við vorum náttúrulega að fá nýjan leikmann fyrir leikinn á móti Njarðvík og þá vorum við ekkert búnir að fara yfir vörn. Þannig ég hlakka til að sjá okkur halda áfram með það. Ég hefði bara viljað sjá okkur aðeins aggressívari í sóknarfráköstunum, mér fannst það vanta. Annars var ég ánægður með frammistöðuna.”