Leik lokið: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Arnar Skúli Atlason skrifar 15. janúar 2025 21:10 vísir/jón gautur Þór Akureyri vann þriggja stiga sigur á Tindastól, 83-80, og minnkaði forskot toppliðs Hauka í fjögur stig. Þórskonur réðu lítið við Randi Brown framan af sem var komin með 24 stig í hálfleik og endaði með 34 stig. Stólarnir náðu mest tíu stiga forystu í fyrri hálfleiknum en leiddu með fimm stigum í hálfleik, 44-39. Þórskonur snéru leiknum við í seinni hálfleik, unnu þriðja leikhlutann 24-9 og tóku frumkvæðið. Heimakonur gáfust ekki upp og lokaleikhlutinn var æsispennandi þar sem Þórskonur höfðu sigur. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Bónus-deild kvenna Tindastóll Þór Akureyri
Þór Akureyri vann þriggja stiga sigur á Tindastól, 83-80, og minnkaði forskot toppliðs Hauka í fjögur stig. Þórskonur réðu lítið við Randi Brown framan af sem var komin með 24 stig í hálfleik og endaði með 34 stig. Stólarnir náðu mest tíu stiga forystu í fyrri hálfleiknum en leiddu með fimm stigum í hálfleik, 44-39. Þórskonur snéru leiknum við í seinni hálfleik, unnu þriðja leikhlutann 24-9 og tóku frumkvæðið. Heimakonur gáfust ekki upp og lokaleikhlutinn var æsispennandi þar sem Þórskonur höfðu sigur. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.