Tíska og hönnun

ÝR hætt við að taka þátt í RFF

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fatahönnuðurinn ÝR mun ekki taka þátt í Reykjavík Fashion Festival þetta árið eins og tilkynnt var um fyrir skömmu. ÝR hefur tekið þátt í hátíðinni síðastliðin tvö ár við góðar undirtektir en hefur ákveðið að sitja hjá í þetta sinn.

Þórey Eva Eiríksdóttir, framkvæmdarstýra RFF, harmar brotthvarf Ýrar en segir aðstæðurnar vera óviðráðanlegar. ,,Þetta er mjög leiðinlegt en því miður gekk þetta ekki upp núna", segir Þórey. Ýr sagðist í samtali við Vísi hafa ákveðið að einbeita sér að öðrum verkefnum. Afrakstur þeirra fáum við að sjá von bráðar.

Hönnun Ýrar hefur vakið mikla athygli fyrir falleg en öðruvísi snið og mynstur.
Reykjavík Fashion Festival verður haldin hátíðleg dagana 14. – 16. mars næstkomandi. Hönnuðirnir sem sýna eru sjö talsins, Andersen & Lauth, Ellla, Farmers Market, Huginn Muninn, Jör by Guðumundur Jörundsson, Mundi í samstarfi við 66º norður og REY.

Ýr Þrastardóttir fatahönnuður.
RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.