Innlent

Landsfundur samþykkti tillögu um afsagnir

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á forystu flokksins um land allt að íhuga vel stöðu sína með tilliti til framtíðar flokksins. Þeir sem hafi þegið háa styrki frá félögum eða notið fyrirgreiðslu sem ekki hafi staðið almenningi til boða ættu að sýna ábyrgð sína með þeim hætti að víkja úr þeim embættum sem þeir hafi verið kosnir til að gegna.

Það var séra Halldór Gunnarsson sem fyrst bar upp tillöguna í morgun í umboði fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu en hún var samþykkt þar á fundi á dögunum. Halldór vildi koma tillögunni inn í stjórnmálaályktun fundarins en það gekk ekki eftir.

Því kvaddi hann sér hljóðs á ný á fundinum og flutti málið sem dagskrártillögu. Ragnheiður Ríkharðsdóttir fundarstjóri lét landsfundargesti kjósa um hvort tillagan ætti að komast á dagskrá. Í fyrstu sagði Ragnheiður ljóst að dagskrárbreytingin hefði ekki fengið brautargengi en þegar kröftug mótmæli bárust við því úr salnum var ákveðið að telja að nýju og kom þá í ljós að breytingin var samþykkt.

Skömmu síðar var kosið um tillöguna og hún samþykkt með nokkrum meirihluta atkvæða.






Tengdar fréttir

Krafðist afsagnar Guðlaugs og Gísla

Séra Halldór Gunnarsson kom í pontu nú fyrir stundu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins og flutti tillögu sem fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu samþykkti á fundi á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×