Ingvar Jónsson stóð vaktina á milli stanganna hjá Sandefjord sem gerði góða ferð til Stavanger. Ingvar hélt markinu hreinu en Sandefjord fór með 2-0 sigur í farteskinu.
Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Tromsö sem fékk Kristiansund í heimsókn. Aron lék allan leikinn sem endaði með 1-1 jafntefli. Það mun hafa snjóað í Tromsö síðastliðna nótt og hafa það eflaust verið viðbrigði fyrir gestina.
Þá var Hjörtur Hermannsson ónotaður varamaður þegar lið hans Bröndby steinlá á útivelli gegn Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni, 4-1.

