Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 102-90 | Þórsarar jöfnuðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2019 21:30 Rochford var magnaður í kvöld. vísir/daníel þór Þór Þ. jafnaði metin í einvíginu gegn Íslandsmeisturum KR í undanúrslitum Domino's deildar karla með 102-90 sigri í öðrum liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR-inga í úrslitakeppninni í ár. Þriðji leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni á laugardaginn. KR byrjaði leikinn miklu betur. Meistararnir hittu vel fyrir utan og náðu mest tíu stiga forskoti, 7-17. Þórsvörnin var hræðileg í byrjun leiks og KR-ingar skoruðu að vild. Heimamenn héldu samt alltaf haus og tveir þristar frá Jaka Brodnik komu þeim inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í 17-20 en KR lauk 1. leikhluta með 6-2 kafla og leiddu með sjö stigum, 19-26, í fjórðungaskiptunum. Julian Boyd fékk sína þriðju villu snemma í 2. leikhluta og þurfti að fá sér sæti á bekknum. Kinu Rochford nýtti sér fjarveru Boyd og lék lausum hala undir körfunni. KR-ingar réðu ekkert við stóra manninn sem skoraði og frákastaði af miklum móð. Rochford kom Þór yfir í fyrsta sinn um miðjan 2. leikhluta og heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt. Þeir leituðu ítrekað að Rochford og þegar uppi var staðið í hálfleik höfðu þeir skorað 22 stig inni í teig, gegn tólf stigum KR-inga. Þá skoraði Þór ellefu stig eftir sóknarfráköst. KR kólnaði fyrir utan í 2. leikhluta og skoraði aðeins 14 stig í honum. Í hálfleik munaði átta stigum á liðunum, 48-40. Þórsarar byrjuðu 3. leikhlutann og héldu góðri forystu. KR-ingar lentu mest 15 stigum undir, 62-47, en svöruðu með 13-4 kafla og minnkuðu muninn í sex stig, 66-60, seint í 3. leikhluta. Þór stóð þó storminn af sér og þökk sé þristi Ragnars Arnar Bragasonar leiddu heimamenn, 74-65, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar náðu ekki almennilegu áhlaupi í 4. leikhluta og Þórsarar voru aldrei líklegir til að missa forskotið frá sér. Heimamenn settu niður stór skot þegar þess þurfti og kláruðu vítin sín vel. Á endanum skildu tólf stig liðin að, 102-90.Af hverju vann Þór? Þórsarar létu ekki góða byrjun KR-inga slá sig út af laginu og voru fljótir að vinna sig inn í leikinn. Þeir voru leituðu ítrekað að Rochford með góðum árangri. Ef hann skoraði ekki fann hann samherja sína með góðum sendingum. Sóknarleikur Þórs gek smurt og liðið endaði með 31 stoðsendingu í leiknum. KR kom með sterkt áhlaup í 3. leikhluta en Þór stóð það af sér og setti niður stemmningsdrepandi skot . Þórsarar héldu mjög vel á sínum spilum og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur.Hverjir stóðu upp úr? Rochford var magnaður í kvöld. Hann bauð upp á 29 stig, 17 fráköst, níu stoðsendingar og heil 50 framlagsstig. Hann hitti úr tíu af 14 skotum utan af velli og nýtti níu af ellefu vítaskotum sínum. Frábær frammistaða hjá sósugerðarmanninum. Brodnik var traustur með 23 stig sem og Halldór Garðar Hermannsson. Tomsick hefur oft verið meira áberandi í stigaskorun en dældi út stoðsendingum og gaf níu slíkar. Boyd átti fínan leik (21 stig og ellefu fráköst) en fjarvera hans fór illa með KR í 2. leikhluta. Michele Di Nunno var góður í fyrri hálfleik og Kristófer Acox átti sína spretti.Hvað gekk illa? Vörn KR var slök enda ekki á hverjum degi sem meistararnir fá yfir 100 stig á sig. KR-ingar eru með meiri breidd en Þórsarar en fengu lítið af bekknum í kvöld.Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja sinn í DHL-höllinni á laugardaginn kemur.Baldur: Rochford heldur áfram að spila glæsilega „Ég er mjög sáttur. Það var mjög mikilvægt að vinna og jafna einvígið. Við þurfum aðhalda einbeitingu,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þ., eftir sigurinn á KR. Þór tapaði fyrsta leiknum í Vesturbænum en jafnaði einvígið í kvöld. „Þetta var aðeins öðruvísi leikur en sá síðasti. Það var ekki jafn mikið um áhlaup á báða bóga. Við viljum ekki fá 90 stig á okkur en við hreyfðum boltann hrikalega vel í sókninni og fengum auðveldar körfur. Það gekk allan leikinn.“ KR-ingar tvídekkuðu Nikolas Tomsick stíft í leiknum. Baldur var mjög ánægður með hvernig hans menn leystu það. „Þegar þeir spila svona verðum við að vera ákveðnir og sækja. Og menn gerðu það,“ sagði Baldur sem kvaðst ekki hafa haft áhyggjur þegar Tomsick fékk sína fimmtu villu í 4. leikhluta. Halldór Garðar Hermannsson tók við keflinu þegar Tomsick fór af velli. „Hann er grjótharður og gerði mjög vel undir lokin eins og allir inni á vellinum. Þeir kláruðu þetta vel,“ sagði Baldur sem hrósaði Kinu Rochford sem átti stórleik í kvöld. „Þetta er frábær leikmaður og sýnir það leik eftir leik. Hann heldur áfram að spila glæsilega.“Ingi Þór: Mér finnst umræðan um Þórsara hafa verið hallærisleg Ingi Þór Steinþórsson og strákarnir hans í KR þurftu að játa sig sigraða í Þorlákshöfn í dag. „Við fengum alltof mörg stig á okkur eftir tapaða bolta. Svo var eins og þetta væri skrifað í skýin. Þetta féll með þeim. Þeir börðust fyrir þessu. Við vorum ekki nógu sterkir að stíga út,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Mér fannst uppstilltur varnarleikur ganga betur eftir því leið á leikinn en það vantaði meiri baráttu. Þeir voru bara betri en við í dag.“ Ingi Þór segir að Þór sé verðugur andstæðingur og gott betur. „Þór er með hörkulið. Mér finnst umræðan um Þórsara hafa verið hallærisleg; að við séum að fá frímiða í úrslitin. Þetta eru stríðsmenn sem eru góðir í körfubolta,“ sagði Ingi Þór. Honum fannst Þórsarar komast upp með full mikið undir körfunni. „Annan leikinn í röð fannst Julian [Boyd] illa farið með sig undir körfunni. Það sama á við um Kristófer. Það er auðvelt að spila vörn þegar þú færð að spila hart. Ég er ekki að tala um þegar slegið er í hendur heldur hné í læri. Það vantaði að horfa á þá fyrir neðan mitti,“ sagði Ingi Þór. Dominos-deild karla
Þór Þ. jafnaði metin í einvíginu gegn Íslandsmeisturum KR í undanúrslitum Domino's deildar karla með 102-90 sigri í öðrum liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR-inga í úrslitakeppninni í ár. Þriðji leikur liðanna fer fram í DHL-höllinni á laugardaginn. KR byrjaði leikinn miklu betur. Meistararnir hittu vel fyrir utan og náðu mest tíu stiga forskoti, 7-17. Þórsvörnin var hræðileg í byrjun leiks og KR-ingar skoruðu að vild. Heimamenn héldu samt alltaf haus og tveir þristar frá Jaka Brodnik komu þeim inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í 17-20 en KR lauk 1. leikhluta með 6-2 kafla og leiddu með sjö stigum, 19-26, í fjórðungaskiptunum. Julian Boyd fékk sína þriðju villu snemma í 2. leikhluta og þurfti að fá sér sæti á bekknum. Kinu Rochford nýtti sér fjarveru Boyd og lék lausum hala undir körfunni. KR-ingar réðu ekkert við stóra manninn sem skoraði og frákastaði af miklum móð. Rochford kom Þór yfir í fyrsta sinn um miðjan 2. leikhluta og heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt. Þeir leituðu ítrekað að Rochford og þegar uppi var staðið í hálfleik höfðu þeir skorað 22 stig inni í teig, gegn tólf stigum KR-inga. Þá skoraði Þór ellefu stig eftir sóknarfráköst. KR kólnaði fyrir utan í 2. leikhluta og skoraði aðeins 14 stig í honum. Í hálfleik munaði átta stigum á liðunum, 48-40. Þórsarar byrjuðu 3. leikhlutann og héldu góðri forystu. KR-ingar lentu mest 15 stigum undir, 62-47, en svöruðu með 13-4 kafla og minnkuðu muninn í sex stig, 66-60, seint í 3. leikhluta. Þór stóð þó storminn af sér og þökk sé þristi Ragnars Arnar Bragasonar leiddu heimamenn, 74-65, fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar náðu ekki almennilegu áhlaupi í 4. leikhluta og Þórsarar voru aldrei líklegir til að missa forskotið frá sér. Heimamenn settu niður stór skot þegar þess þurfti og kláruðu vítin sín vel. Á endanum skildu tólf stig liðin að, 102-90.Af hverju vann Þór? Þórsarar létu ekki góða byrjun KR-inga slá sig út af laginu og voru fljótir að vinna sig inn í leikinn. Þeir voru leituðu ítrekað að Rochford með góðum árangri. Ef hann skoraði ekki fann hann samherja sína með góðum sendingum. Sóknarleikur Þórs gek smurt og liðið endaði með 31 stoðsendingu í leiknum. KR kom með sterkt áhlaup í 3. leikhluta en Þór stóð það af sér og setti niður stemmningsdrepandi skot . Þórsarar héldu mjög vel á sínum spilum og unnu á endanum nokkuð öruggan sigur.Hverjir stóðu upp úr? Rochford var magnaður í kvöld. Hann bauð upp á 29 stig, 17 fráköst, níu stoðsendingar og heil 50 framlagsstig. Hann hitti úr tíu af 14 skotum utan af velli og nýtti níu af ellefu vítaskotum sínum. Frábær frammistaða hjá sósugerðarmanninum. Brodnik var traustur með 23 stig sem og Halldór Garðar Hermannsson. Tomsick hefur oft verið meira áberandi í stigaskorun en dældi út stoðsendingum og gaf níu slíkar. Boyd átti fínan leik (21 stig og ellefu fráköst) en fjarvera hans fór illa með KR í 2. leikhluta. Michele Di Nunno var góður í fyrri hálfleik og Kristófer Acox átti sína spretti.Hvað gekk illa? Vörn KR var slök enda ekki á hverjum degi sem meistararnir fá yfir 100 stig á sig. KR-ingar eru með meiri breidd en Þórsarar en fengu lítið af bekknum í kvöld.Hvað gerist næst? Liðin mætast í þriðja sinn í DHL-höllinni á laugardaginn kemur.Baldur: Rochford heldur áfram að spila glæsilega „Ég er mjög sáttur. Það var mjög mikilvægt að vinna og jafna einvígið. Við þurfum aðhalda einbeitingu,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þ., eftir sigurinn á KR. Þór tapaði fyrsta leiknum í Vesturbænum en jafnaði einvígið í kvöld. „Þetta var aðeins öðruvísi leikur en sá síðasti. Það var ekki jafn mikið um áhlaup á báða bóga. Við viljum ekki fá 90 stig á okkur en við hreyfðum boltann hrikalega vel í sókninni og fengum auðveldar körfur. Það gekk allan leikinn.“ KR-ingar tvídekkuðu Nikolas Tomsick stíft í leiknum. Baldur var mjög ánægður með hvernig hans menn leystu það. „Þegar þeir spila svona verðum við að vera ákveðnir og sækja. Og menn gerðu það,“ sagði Baldur sem kvaðst ekki hafa haft áhyggjur þegar Tomsick fékk sína fimmtu villu í 4. leikhluta. Halldór Garðar Hermannsson tók við keflinu þegar Tomsick fór af velli. „Hann er grjótharður og gerði mjög vel undir lokin eins og allir inni á vellinum. Þeir kláruðu þetta vel,“ sagði Baldur sem hrósaði Kinu Rochford sem átti stórleik í kvöld. „Þetta er frábær leikmaður og sýnir það leik eftir leik. Hann heldur áfram að spila glæsilega.“Ingi Þór: Mér finnst umræðan um Þórsara hafa verið hallærisleg Ingi Þór Steinþórsson og strákarnir hans í KR þurftu að játa sig sigraða í Þorlákshöfn í dag. „Við fengum alltof mörg stig á okkur eftir tapaða bolta. Svo var eins og þetta væri skrifað í skýin. Þetta féll með þeim. Þeir börðust fyrir þessu. Við vorum ekki nógu sterkir að stíga út,“ sagði Ingi Þór eftir leik. „Mér fannst uppstilltur varnarleikur ganga betur eftir því leið á leikinn en það vantaði meiri baráttu. Þeir voru bara betri en við í dag.“ Ingi Þór segir að Þór sé verðugur andstæðingur og gott betur. „Þór er með hörkulið. Mér finnst umræðan um Þórsara hafa verið hallærisleg; að við séum að fá frímiða í úrslitin. Þetta eru stríðsmenn sem eru góðir í körfubolta,“ sagði Ingi Þór. Honum fannst Þórsarar komast upp með full mikið undir körfunni. „Annan leikinn í röð fannst Julian [Boyd] illa farið með sig undir körfunni. Það sama á við um Kristófer. Það er auðvelt að spila vörn þegar þú færð að spila hart. Ég er ekki að tala um þegar slegið er í hendur heldur hné í læri. Það vantaði að horfa á þá fyrir neðan mitti,“ sagði Ingi Þór.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti