Fréttir Óbreyttir stýrivextir, fangamál og dræmt Eurovision áhorf Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í Seðlabankastjóra um þá ákvörðun að halda stýrivöxtum óbreyttum. Innlent 8.5.2024 11:33 Forsetaefni tókust á um forsetavaldið Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal. Innlent 8.5.2024 11:31 „Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Innlent 8.5.2024 11:22 Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess. Innlent 8.5.2024 10:57 Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. Erlent 8.5.2024 10:43 Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. Erlent 8.5.2024 10:09 Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. Innlent 8.5.2024 10:01 Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. Innlent 8.5.2024 10:00 Bein útsending: Þrjátíu ár af EES-samstarfi Sérstakt málþing verður haldið í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli EES-samningsins þar sem rætt verður um ávinning, tækifæri og áskoranir samstarfsins. Innlent 8.5.2024 09:30 Drógu fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna til hafnar Björgunarbátar af suðvesturhorninu drógu fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna á Faxaflóa til hafnar í gærkvöldi. Þokkalegt veður var og ekkert amaði að áhöfn bátsins. Innlent 8.5.2024 09:03 Meint framhjáhald og sambandsslit í stunguárásarmáli Tvær ungar konur segjast ekki hafa þekkt hvor aðra áður en önnur þeirra stakk hina. Sú sem er grunuð um að hafa stungið hina segir hana hafa ráðist á sig að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kannast ekki við það. Sambandsslit og meint framhjáhald eru miðlæg í málinu. Innlent 8.5.2024 08:31 Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Innlent 8.5.2024 07:48 Líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi Háþrýstisvæði á Grænlandshafi og lægð fyrir norðan land beinir nú vestlægri átt til landsins og má reikna með að víða verði gola eða kaldi í dag. Léttskýjað verður á Suðausturlandi, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi. Veður 8.5.2024 07:11 Vildi heimsækja krabbameinssjúka móður sína en vísað úr landi Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. Innlent 8.5.2024 07:00 Um 800.000 Evrópubúar taldir hafa fallið fyrir kínverskri svikamyllu Umfangsmikið netverslunarsvindl hefur verið rakið til Kína en um 800.000 Evrópubúar eru taldi hafa fallið fyrir því og deilt persónulegum upplýsingum í gegnum falskar vefsíður. Erlent 8.5.2024 06:50 Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Erlent 8.5.2024 06:30 Annar hvirfilbylurinn í Oklahoma á rúmum mánuði Að minnsta kosti einn lét lífið þegar hvirfilbylur reið yfir nærri borginni Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í dag. Minnst þrjátíu heimili eyðilögðust og íbúar í bænum Barnsdall, nærri Tulsa, var gert að rýma heimili sín. Erlent 7.5.2024 23:35 Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. Innlent 7.5.2024 22:34 Öllum aðgerðum aflýst og flugfarþegar geta andað léttar Samningar voru undirritaðir milli SA fyrir hönd ISAVIA ohf. og samninganefnda starfsmanna Sameykis og FFR rétt í þessu og verkföllum sem boðuð höfðu verið á Keflavíkurflugvelli aflýst. Innlent 7.5.2024 22:00 Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. Innlent 7.5.2024 20:44 Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. Innlent 7.5.2024 20:23 Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni. Innlent 7.5.2024 20:01 Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. Innlent 7.5.2024 19:49 Engri kirkju hollt að vera of nálægt ríkinu Nýkjörin biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Búið væri að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt væri enda engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. Innlent 7.5.2024 19:30 Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. Innlent 7.5.2024 18:36 Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Innlent 7.5.2024 18:31 Júróvisíon í skugga stríðsreksturs og sársaukafullar uppsagnir Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon. Innlent 7.5.2024 17:53 Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Innlent 7.5.2024 17:03 Undirbúa hópuppsögn hjá Grindavíkurbæ Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. Innlent 7.5.2024 16:34 Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 7.5.2024 16:28 « ‹ 313 314 315 316 317 318 319 320 321 … 334 ›
Óbreyttir stýrivextir, fangamál og dræmt Eurovision áhorf Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í Seðlabankastjóra um þá ákvörðun að halda stýrivöxtum óbreyttum. Innlent 8.5.2024 11:33
Forsetaefni tókust á um forsetavaldið Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal. Innlent 8.5.2024 11:31
„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Innlent 8.5.2024 11:22
Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess. Innlent 8.5.2024 10:57
Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans. Erlent 8.5.2024 10:43
Hrina árása á þýska stjórnmálamenn veldur áhyggjum Ráðist var á hátt settan félaga í stjórnarflokki Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, í Berlín í gær. Aðeins nokkrir dagar eru frá því að annar flokksmaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir að menn réðust á hann með spörkum og barsmíðum. Hrina árása á stjórnmálamenn hefur verið tengd við uppgang öfgahægrihyggju. Erlent 8.5.2024 10:09
Bein útsending: Bjarkey kynnir lagareldisfrumvarpið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan. Innlent 8.5.2024 10:01
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. Innlent 8.5.2024 10:00
Bein útsending: Þrjátíu ár af EES-samstarfi Sérstakt málþing verður haldið í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli EES-samningsins þar sem rætt verður um ávinning, tækifæri og áskoranir samstarfsins. Innlent 8.5.2024 09:30
Drógu fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna til hafnar Björgunarbátar af suðvesturhorninu drógu fiskibát sem fékk veiðarfæri í skrúfuna á Faxaflóa til hafnar í gærkvöldi. Þokkalegt veður var og ekkert amaði að áhöfn bátsins. Innlent 8.5.2024 09:03
Meint framhjáhald og sambandsslit í stunguárásarmáli Tvær ungar konur segjast ekki hafa þekkt hvor aðra áður en önnur þeirra stakk hina. Sú sem er grunuð um að hafa stungið hina segir hana hafa ráðist á sig að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kannast ekki við það. Sambandsslit og meint framhjáhald eru miðlæg í málinu. Innlent 8.5.2024 08:31
Stjórn Íslensku óperunnar afar gagnrýnin á frumvarp um Þjóðaróperu Lýsingar á markmiðum og ávinningi af stofnun Þjóðaróperu eru meira „í ætt við fagurgala“ en að raunverulegt stöðumat hafi farið fram. Innlent 8.5.2024 07:48
Líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi Háþrýstisvæði á Grænlandshafi og lægð fyrir norðan land beinir nú vestlægri átt til landsins og má reikna með að víða verði gola eða kaldi í dag. Léttskýjað verður á Suðausturlandi, en bjart með köflum annars staðar og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir degi. Veður 8.5.2024 07:11
Vildi heimsækja krabbameinssjúka móður sína en vísað úr landi Hvítrússneskum manni sem kom hingað til lands til þess að heimsækja krabbameinssjúka móður sína var vísað til baka úr landi á Keflavíkurflugvelli þar sem lögregla taldi ástæða heimsóknar hans ekki ljósa. Maðurinn var sendur til annarrar borgar en hann kom hingað frá. Innlent 8.5.2024 07:00
Um 800.000 Evrópubúar taldir hafa fallið fyrir kínverskri svikamyllu Umfangsmikið netverslunarsvindl hefur verið rakið til Kína en um 800.000 Evrópubúar eru taldi hafa fallið fyrir því og deilt persónulegum upplýsingum í gegnum falskar vefsíður. Erlent 8.5.2024 06:50
Bandaríkjamenn stöðvuðu vopnasendingu til Ísrael í síðustu viku Joe Biden Bandaríkjaforseti stöðvaði vopnasendingu til Ísraelsmanna í síðustu viku til að koma í veg fyrir að innihaldið, um 3.500 sprengjur, yrðu notaðar á Rafah. Erlent 8.5.2024 06:30
Annar hvirfilbylurinn í Oklahoma á rúmum mánuði Að minnsta kosti einn lét lífið þegar hvirfilbylur reið yfir nærri borginni Tulsa í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum í dag. Minnst þrjátíu heimili eyðilögðust og íbúar í bænum Barnsdall, nærri Tulsa, var gert að rýma heimili sín. Erlent 7.5.2024 23:35
Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu. Innlent 7.5.2024 22:34
Öllum aðgerðum aflýst og flugfarþegar geta andað léttar Samningar voru undirritaðir milli SA fyrir hönd ISAVIA ohf. og samninganefnda starfsmanna Sameykis og FFR rétt í þessu og verkföllum sem boðuð höfðu verið á Keflavíkurflugvelli aflýst. Innlent 7.5.2024 22:00
Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. Innlent 7.5.2024 20:44
Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. Innlent 7.5.2024 20:23
Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni. Innlent 7.5.2024 20:01
Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. Innlent 7.5.2024 19:49
Engri kirkju hollt að vera of nálægt ríkinu Nýkjörin biskup segir þjóðkirkjuna enn eiga erindi í samfélaginu. Búið væri að skilja að ríki og kirkju eins mikið og mögulegt væri enda engri kirkju heilbrigt að vera of nálægt ríkinu. Innlent 7.5.2024 19:30
Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. Innlent 7.5.2024 18:36
Reynt til þrautar að ná samningum áður en aðgerðir skella á Samninganefndir starsfmanna Sameykis og FFR á Keflavíkurflugvelli hafa setið á fundum með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í allan dag. Innlent 7.5.2024 18:31
Júróvisíon í skugga stríðsreksturs og sársaukafullar uppsagnir Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon. Innlent 7.5.2024 17:53
Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Innlent 7.5.2024 17:03
Undirbúa hópuppsögn hjá Grindavíkurbæ Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. Innlent 7.5.2024 16:34
Segir Bandaríkjamenn þurfa að þrýsta á Ísraela Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir að gera þurfi þá kröfu á ráðamenn í Bandaríkjunum að þeir beiti ríkisstjórn Ísraels mun meiri þrýstingi um að leggja niður vopn. Það sé besta leiðin til að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent 7.5.2024 16:28