Fréttir

Vilja sex í varð­hald vegna skotárásar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um að sex einstaklingar sæti gæsluvarðhaldi í allt að eina viku í tengslum við rannsókn embættisins á skotárás í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudag.

Innlent

Segir hlé ekki inni í myndinni nema gíslum sé sleppt

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir að ekki komi til greina að gera svokallað mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í Ísrael og ræddi hann við Netanjahú um slíkt hlé.

Erlent

Tíu ára fangelsi fyrir mann­drápið við Fjarðar­kaup

Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára.

Innlent

Gætt hafi verið að börnunum í Grafar­vogi

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut.

Innlent

Skjálfti af stærðinni 4,3

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 mældist norðaustur af Grindavík klukkan 13:14 í dag. Um er að ræða einn stærsta skjálfta sem mælst hefur í yfirstandandi hrinu.

Innlent

Ís­lenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi

Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá.

Innlent

„Gríðar­lega brugðið eins og allri þjóðinni“

Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess.

Innlent

Skjálfta­virknin við­búin þegar land rís svona hratt

Stærðarinnar skjálftar hafa riðið yfir norðvestur af Grindavík frá miðnætti, þrír hafa verið yfir fjórum að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi.

Innlent

Tveir urðu fyrir skoti í á­rásinni við Silfratjörn

Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins.

Innlent

Mála­liðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi

Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins.

Erlent

Hringdi í mömmu, Hamas svaraði

Ditza Heiman er ein þeirra gísla sem tekinn var þegar Hamas réðst inn í Ísrael þann 7. október síðastliðinn og þegar dóttir hennar hringdi í hana sama morgun svaraði Hamasliði í símann.

Erlent

Yfir­heyrslur yfir sjö­menningum fram­undan

Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu.

Innlent

Salúsjní segir þrá­tefli á víg­línunni

Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir ólíklegt að Úkraínumenn muni ná að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa og að stríðið í Úkraínu sé að færast í nýjan fasa staðbundins hernaðar og þreytistríðs (e: attritional warfare). Hann segir nýja tækni lykilinn að því að gera Úkraínumönnum kleift að sigra Rússa.

Erlent

Geim­farinn Ken Mattingly látinn

Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára.

Erlent