Fréttir

„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Innlent

Danir geta hlaupið í skarðið fyrir Land­helgis­­gæsluna á fundar­tíma

Land­helgis­gæslan býðst að­stoð danska sjóhersins við störf sín á meðan leið­toga­fundi Evrópu­ráðsins í Reykja­vík stendur. Þyrla um borð í dönsku varð­skipi er til taks í leit og björgun eða sjúkra­flutninga, hvort sem er á sjó eða landi á meðan þyrlur gæslunnar sinna eftir­liti fyrir lög­reglu í Reykjavík.

Innlent

Hrósar borgarbúum í hástert eftir fyrsta dag fundar

Yfir­lög­reglu­þjónn al­þjóða­sviðs ríkis­lög­reglu­stjóra segir leið­toga­fund Evrópu­ráðsins í Hörpu lang­stærsta við­burðinn sem ís­lensk lög­reglu­yfir­völd hafa skipu­lagt. Hann segir að um hundrað sér­fræðingar séu hér frá lög­reglu­yfir­völdum á norður­löndum í tengslum við fundinn og segir fyrsta dag fundarins hafa gengið vel. Hann hrósar borgar­búum í há­stert fyrir að hafa farið eftir reglum.

Innlent

Einn látinn og 23 saknað eftir flóðhestaárás

Eins árs drengur er látinn og 23 er saknað eftir að flóðhestur réðst á bát í Malaví í gær og hvolfdi honum. Björgunarsveitir leita að fólkinu en litlar líkur eru taldar á því að nokkur finnist á lífi.

Erlent

Lík­legt að á­rásirnar haldi á­fram

Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. 

Innlent

Á von á mörgum sólardögum í sumar

Hitatölur fóru víða á landinu undir frostmark í nótt og sumarið ætlar að láta bíða eftir sér. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur samt sem áður litlar áhyggjur af sumrinu og býst við lítilli úrkomu og mörgum sólardögum.

Veður

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið í miðborg Reykjavíkur og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Hörpu. Þá var óvissustigi almannavarna lýst yfir síðdegis vegna fjölda netárása á opinberar stofnanir hér á landi.

Innlent

Afríkuleiðtogar munu funda með Pútín og Selenskí

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, segir að Vladimír Pútín og Vólódímír Selenskí, forsetar Rússlands og Úkraínu, hafi samþykkt að funda í sitthvoru lagi með sendinefnd skipaðri afrískum þjóðarleiðtogum um mögulegar leiðir til að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu.

Erlent

Friður geti ekki verið án réttlætis

Þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu saman í dag. Þær eru sammála því að ekki sé hægt að koma á friði í Úkraínu án þess að réttlætinu sé framfylgt.

Innlent

Íslandi fái áfram fríar flugheimildir til 2026

Lausn sem Evrópusambandið og íslensk stjórnvöld hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um felur í sér að Ísland fær áfram fríar losunarheimildir til og með árinu 2026. Þetta kom fram á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í dag.

Erlent

„Fyrir­séð ógn í að­draganda þessa fundar“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir netárásir morgunsins ekki hafa komið á óvart. Greinilega sé um að ræða öfl sem vilja minna á sig í aðdraganda leiðtogafundarins. Hún er bjartsýn á að fundurinn verði mikilvægt skref í að sameina Evrópuríkin enn frekar. 

Innlent

Kalla eftir að­gerðum í tengslum við leið­toga­fundinn

Í tilefni af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn er í Hörpu í dag og á morgun kallar Amnesty eftir því að gripið verði til aðgerða vegna fimm atriða sem samtökin hafa fjallað um að undanförnu. Evrópuráðið verði að nýta tækifærið sem fundurinn felur í sér og þrýsta á að aðildarríki efli mannréttindavernd í álfunni.

Innlent

Frekir kallar með rán­dýra bíla hafi hindrað tunnu­skipti

Nýjar ruslatunnur eru í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu en við breytinguna bætist ein tunna við í einbýli þar sem eru fleiri en þrír íbúar. Ekki eru allir sáttir með það og segir samskiptastjóri Sorpu að dæmi séu um að íbúar hafi hindrað sorphirðumenn frá því að vinna vinnuna sína vegna nýju tunnunnar. 

Innlent

„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“

Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig.

Erlent