Fréttir

Ó­sátt með að fá ekki sæti við borðið

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. 

Innlent

Móðir banamannsins stað­festi líkindin

Móðir Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er að hafa ráðið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna bana, sagði lögreglu frá því að sonur hennar gæti verið sá sem leitað var að.

Erlent

Telur sumar hug­myndirnar frá­leitar og drama á IceGuys

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Innlent

„Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir stærðar vöruhús sem reist var í Breiðholti steinsnar frá stofugluggum íbúa í fjölbýlishúsi ekki vera skipulagsslys heldur skemmdarverk.

Innlent

Viður­kennir tveimur ára­tugum síðar að hafa logið um nauðgun

Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum.

Erlent

Ekki ó­næm fyrir oft ó­sann­gjarnri gagn­rýni

Katrín Jakobsdóttir varð einn vinsælasti ef ekki vinsælasti stjórnmálamaður landsins samkvæmt könnunum fljótlega eftir að hún tók við mennta- og menningarmálaráðuneytinu í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að loknu efnahagshruninu árið 2009. Þær vinsældir héldu áfram eftir að hún varð forsætisráðherra við myndun ríkisstjórnar Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þótt fylgi stjórnarinnar fjaraði hratt út á seinna kjörtímabili ríkisstjórnar hennar eftir kosningarnar 2021.

Innlent

Hlýnar með skúrum og slydduéljum

Í dag snýst í suðvestlæga átt og 10 til 18 metra á sekúndu. Það hlýnar með skúrum og slydduéljum en verður úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig eftir hádegi. 

Veður

Dyra­vörður grunaður um líkams­á­rás

Dyravörður í miðbænum er grunaður um líkamsárás í nótt. Lögregla rannsakað málið. Þá var einnig handtekinn vegna hótana við nágranna sinn í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða Árbæ. Lögregla lagði hald á eggvopn á vettvangi.

Innlent

Tíðindi við stjórnar­myndun og nýliðakynning á Al­þingi

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að skrifa stjórnarsáttmála eftir helgi. Þær segja lítinn ágreining á milli flokkanna og standa vonir til að ný ríkisstjórn verði mynduð fyrir áramót. Við förum yfir tíðindi í stjórnarmyndunarviðræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent

Stefna að því að byrja á stjórnarsátt­mála eftir helgi

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Þetta kom fram í máli þeirra þegar þær ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Þar sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að viðræðum miðaði vel. Inga Sæland sagði slúður um ráðherra utanþings stórlega ýkt.

Innlent

Valkyrjurnar ræða við fjöl­miðla

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ræða við fjölmiðla nú innan skamms, en þær hafa staðið í stjórnarmyndunarviðræðum frá kosningum. Vísir verður í beinni útsendingu.

Innlent

Eru Rússar að hörfa frá Sýr­landi?

Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad.

Erlent

Rík á­stæða til að kvíða næstu mánuðum

Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni.

Innlent

Réttað yfir ung­lingi vegna „níðings­veiða“

Réttarhöld yfir sautján ára gömlum pilti sem er ákærður fyrir tilraun til manndráps hófust í Finnlandi í dag. Hann er sakaður um að hafa mælt sér mót við mann sem sóttist eftir að komst í kynni við pilta undir lögaldri gagngert til þess að drepa hann. Athæfið hefur verið kallað „níðingsveiðar“ á samfélagsmiðlum.

Erlent