Erlent

„Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“

Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi.

Erlent

„Við viljum ekki vera Banda­ríkja­menn“

Formaður landstjórnar Grænlands segir aukinn áhuga Bandaríkjanna á landinu jákvæðan. Bandaríkin væru meðal nánustu bandaþjóða en sagði skýrt að Grænlendingar hefðu ekki áhuga á að gerast Bandaríkjamenn.

Erlent

Út­göngu­bann í borginni í nótt

Íslendingur sem býr í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni en erfiðlega gengur að ná stjórn á gróðureldum sem þar geisa. Tíu hafa látist hið minnsta í eldunum og mörg þúsund hús brunnið, Útgöngubann verður í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér ástandið og látið greipar sópa.

Erlent

Trump ekki dæmdur í fangelsi

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, mun ekki þurfa að sitja í fangelsi vegna þöggunarmálsins svokallaða. Hann mun ekki sæta neinni refsingu í málinu að öðru leyti en að hann verður á sakaskrá.

Erlent

Stað­festa að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni

Nokkrar af helstu vísindastofnunum heims staðfestu í dag að 2024 hafi verið heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar var þá í fyrsta skipti yfir neðri þröskuldi Parísarsamkomulagsins um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu.

Erlent

Ó­vænt skila­boð leiddu til ferðar með syni Trumps

Það var múrarinn Jørgen Boassen sem tók á móti Donald Trump yngri þegar hann heimsótti Grænland á dögunum ásamt föruneyti sínu. Hann segir Bandaríkin ekki munu innlima Grænland en að Danmörk hafi algjörlega brugðist varnarskyldu sinni gagnvart grænlensku þjóðinni.

Erlent

Óttast að stór­iðja spilli besta stjörnu­skoðunar­stað jarðar

Forsvarsmenn einnar umsvifamestu stjörnuathuganastöðvar heims vara við því að fyrirhuguð rafeldsneytisverksmiðja eigi eftir að spilla einum af fáum stöðum á jörðinni þar sem sést í ósnortinn stjörnuhimininn. Ljósmengun frá verksmiðjunni eigi eftir að trufla athuganir sjónauka í Atacama-eyðimörkinni.

Erlent

Stóru eldarnir enn hömlulausir

Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra.

Erlent

Trúir ekki að Trump muni beita her­valdi

Neyðarfundur flokksformanna allra flokka á danska þinginu sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði lauk í kvöld, fimmtudag. Fundarefnið var umtal um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan Danska konungsveldisins.

Erlent

Ís­lendingar þurfi að huga að for­vörnum með auknum gróðri og skógi

Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst.

Erlent

Fimm for­setar við­staddir út­för Carters

Forseti Bandaríkjanna og varaforseti ásamt fjórum fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna og þremur fyrrverandi varaforsetum eru viðstaddir útför Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem lést á dögunum hundrað ára að aldri.

Erlent

Mynda­syrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles

Enn loga miklir eldar í Los Angeles en vind hefur tekið að lægja en talið er að veðrið muni lítið hjálpa við slökkvistörf fyrr en annað kvöld. Þrír stórir eldar hafa brennt stór svæði í úthverfum borgarinnar en að minnsta kosti fimm eru látnir og rúmlega tvö þúsund byggingar hafa brunnið.

Erlent

Spjallaði við hæsta­réttar­dómara rétt fyrir á­frýjun

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, talaði á þriðjudagskvöld við Samuel Alito, forseta Hæstaréttar, skömmu áður en lögmenn Trumps báðu dómstólinn um að stöðva dómsuppkvaðningu í þöggunarmálinu svokallaða. Alito heldur því fram að þeir hafi talað um fyrrverandi aðstoðarmann hans sem gæti starfað innan ríkisstjórnar Trumps.

Erlent

Skot­bar­dagi við for­seta­höll Tjad

Vopnaðir menn réðust á forsetahöll Tjad í N‘Djamena, höfuðborg landsins, í gær. Nítján féllu í skotbardaga þar þegar árásin var stöðvuð en yfirvöld segja 24 sérsveitarmenn hafa ráðist á forsetahöllina, í meintri tilraun til valdaráns.

Erlent

Stjórn­lausum eldum fjölgar í LA

Mikil óreiða ríkir í úthverfum Los Angeles í Bandaríkjunum vegna stjórnlausra gróðurelda. Að minnsta kosti fjórir eldar loga á svæðinu og dreifist hratt úr þeim vegna þurrka og sterkra vinda. Slökkviliðsmenn ráða ekkert við ástandið.

Erlent

ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónu­verndar­lög

Almenni dómstóll Evrópusambandsins sektaði framkvæmdastjórn sambandsins í fyrsta skipti fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög. Framkvæmdastjórnin þarf að greiða þýskum manni 400 evrur fyrir að senda persónuupplýsingar hans til Facebook.

Erlent