Handbolti

„Við vorum yfirspenntar“

Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

Handbolti

„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“

Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. 

Handbolti

„Frammi­staða á alþjóðamælikvarða“

Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Handbolti

Upp­gjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Vals­konur skrefi nær undan­úr­slitum

Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Handbolti

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina

Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.

Handbolti

„Vissi ekki hvað þessi sárs­auki þýddi“

„Ég er mjög þakklátur fyrir að þetta hafi ekki verið verra því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í þegar þessi sársauki helltist yfir mig,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, sem meiddist í fyrrakvöld í mikilvægum slag í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti