Enski boltinn Annar skellur Liverpool-manna í röð Það gengur ekki vel hjá enska félaginu Liverpool á undirbúningstímabilinu því liðið tapaði 0-3 fyrir tyrkneska liðinu Galatasaray í æfingaleik í Istanbul í kvöld. Liverpool steinlá 0-3 á móti Hull um síðustu helgi og það er ljóst að stjórinn Kenny Dalglish á mikið starf fyrir höndum næstu daga. Enski boltinn 28.7.2011 20:07 Aguero gerir fimm ára samning við Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Aguero hefur verið á mála hjá spænska félaginu Atletico Madrid á Spáni frá árinu 2006. Enski boltinn 28.7.2011 17:40 Diouf í fimm ára bann frá landsliðinu El Hadji Diouf, hinn umdeildi leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið settur í fimm ára bann frá knattspyrnu í heimalandi sínu Senegal. Diouf var afar gagnrýninn á knattspyrnusamband Senegal eftir að hann var ekki valinn í landsliðið í undankeppni Afríkukeppninnar. Enski boltinn 28.7.2011 14:45 Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða. Enski boltinn 28.7.2011 14:15 Man Utd átti ekki í vandræðum með stjörnulið MLS deildarinnar Manchester United átti ekki í erfiðleikum með að vinna úrvalslið bandarísku MLS deildarinnar í fótbolta í gær í New Jersey. Ensku meistararnir unnu 4-0 sigur en David Beckham var einn af leikmönnum úrvalsliðsins. Anderson og Park Ji-sung skoruðu fyrir Man Utd í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov og Danny Welbeck bættu við mörkum í síðari hálfleik. Enski boltinn 28.7.2011 10:00 Hernandez á sjúkrahús eftir að hafa fengið höfuðhögg á æfingu Javier Hernandez, framherji Manchester United, endaði á sjúkrahúsi eftir æfingu liðsins á Red Bull Arena í New Jersey í gær. Hernandez er nýkominn til móts við liðið eftir að hafa fengið aukafrí vegna þátttöku sinnar í Copa America með landsliði Mexíkó. Enski boltinn 27.7.2011 20:45 Stórsigur Chelsea á Kitchee í Asíu-bikarnum Chelsea tók heimamenn í Kitchee í kennslustund í Asíu-bikarnum í knattspyrnu. Chelsea vann stórsigur í leiknum 4-0 og leikur í úrslitum keppninnar á laugardag. Andstæðingurinn verður Aston Villa sem vann Blackburn í fyrri leik dagsins. Enski boltinn 27.7.2011 14:15 Darren Bent tryggði Villa sigur á Blackburn Aston Villa vann 1-0 sigur á Blackburn í Asíu-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer í Hong Kong. Darren Bent skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en sigur Villa var sanngjarn. Enski boltinn 27.7.2011 12:30 Sergio Aguero mættur í læknisskoðun hjá Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City en hann hefur leikið með Atletico Madrid á Spáni. Talið er að kaupverðið sé um 38 milljónir punda eða sem nemur um 7 milljörðum kr. Enski boltinn 27.7.2011 10:15 Michael Owen telur að hann fái fleiri tækifæri á næstu leiktíð Framherjinn Michael Owen, sem nýverið samdi við enska meistaraliðið Manchester United til eins árs, segir að Alex Ferguson ætli honum stórt hlutverk með liðinu á næstu leiktíð. Owen, sem er 31 árs gamall, hefur verið hjá Man Utd frá því hann kom til liðsins frá Newcastle árið 2009. Hann fékk fá tækifæri með aðalliði Man Utd á síðustu leiktíð en Owen segir að Ferguson ætli að nota hann meira á næsta tímabili. Enski boltinn 27.7.2011 09:32 Dalglish að fá tvo kornunga framherja til Liverpool Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er samkvæmt frétt Guardian langt kominn með að fá tvo unga framherja til liðsins. Þetta eru þeir Marco Bueno, framherji 17 ára landsliðs Mexíkó og Nacho, ungur framherji spænska liðsins Albacete. Enski boltinn 26.7.2011 19:45 Torres: Ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk Fernando Torres, spænski framherjinn hjá Chelsea, hefur ekki fundið netmöskvanna á undirbúningstímabilinu þar sem Chelsea-liðið ferðast um Asíu. Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð og gagnrýnisraddirnar eru farnar að heyrast á ný enda keypti Roman Abramovich hann á 50 milljónir punda í janúar til þess að skora mörk fyrir liðið. Enski boltinn 26.7.2011 19:00 Emmanuel og Emmanuel á leið frá Arsenal Emmanuel Eboue er á leið til tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatasaray fyrir fjórar milljónir punda ef marka má breska fjölmiðla. Auk Eboue er nafni hans Emmanuel-Thomas orðaður við sölu til Ipswich. Enski boltinn 26.7.2011 17:30 Wenger vill styðjast við marklínutækni Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur bæst í hóp þeirra sem vilja styðjast við marklínutækni í knattspyrnu. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa lýst því yfir að mögulega verði marklínutækni tekin í notkun tímabilið 2012-2013. Enski boltinn 26.7.2011 16:45 Leikmaður Leicester kemur sér í klandur hjá eiginkonunni Það er óhætt að segja að skoski framherjinn Paul Gallagher hafi komið eins og stormsveipur inn í Twitter-samfélagið. Eiginkona Gallagher hvatti hann til þess að stofna aðgang að síðunni en líklegt er að hún sjái eftir því í dag. Enski boltinn 26.7.2011 14:45 Liverpool og Fiorentina komast að samkomulagi um Aquilani Umboðsmaður ítalska knattspyrnumannsins Alberto Aquilani leggur áherslu á að ekki sé frágengið að Aquilani gangi til liðs við Fiorentina. Að hans sögn hafa félögin komist að samkomulagi en Aquilani eigi þó enn eftir að semja við ítalska félagið. Enski boltinn 26.7.2011 13:30 Kasami gengur til liðs við Fulham Svissneski miðjumaðurinn Pajtim Kasami hefur gengið til liðs við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kasami kemur frá ítalska liðinu Palermo en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Enski boltinn 26.7.2011 10:45 Evra segir að Nasri verði að koma til United til að vinna eitthvað Patrice Evra hefur sagt landa sínum Samir Nasri að koma til Manchester United ætli að hann sér að vinna einhverja titla á ferlinum. Nasri á eftir eitt ár af samningi sínum hjá Arsenal sem ætlar ekki að selja hann þótt að það gæti þýtt að hann færi frítt næsta sumar. Enski boltinn 25.7.2011 23:30 Shawcross vill ekki spila fyrir Wales Ryan Shawcross leikmaður og fyrirliði Stoke City í ensku úrvalsdeildinni segist ekki hafa íhugað það að spila fyrir landslið Wales. Breytingar á reglum FIFA gera Shawcross kleift að spila fyrir Wales jafnvel þó hann sé Englendingur í húð og hár. Enski boltinn 25.7.2011 23:00 José Enrique hraunar yfir Newcastle Vinstri bakvörðurinn José Enrique leikmaður Newcastle er allt annað en sáttur við stefnu félagsins í leikmannamálum. Hann segir að með þessum hætti komist liðið aldrei í hóp bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 25.7.2011 22:30 Kenny Miller til liðs við Aron Einar hjá Cardiff Skoski framherjinn Kenny Miller er á leið til Cardiff í ensku Championship-deildinni. Miller kemur frá tyrkneska félaginu Bursaspor og er kaupverðið talið vera um ein milljón pund eða sem nemur tæpum 190 milljónum íslenskra króna. Enski boltinn 25.7.2011 21:15 Wigan samþykkir 9.5 milljóna punda boð Aston Villa í N'Zogbia Ensku knattspyrnufélögin Aston Villa og Wigan hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á Charles N'Zogbia kantmanni Wigan. Kaupverðið er talið vera 9.5 milljónir punda eða sem nemur 1,8 milljörðum íslenskra króna. Enski boltinn 25.7.2011 11:30 Mancini hraunaði yfir Balotelli Mario Balotelli, leikmaður Man. City, kom sér enn eina ferðina í vandræði í kvöld er City lék gegn LA Galaxy í Bandaríkjunum. Enski boltinn 24.7.2011 23:11 Ferguson vildi ekki endurtaka mistök sín Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United vildi ekki gera sömu mistök með markvörðinn David De Gea og hann gerði þegar hann hafnaði Petr Cech sökum aldurs þegar Cech lék með Rennes í Frakklandi nokkru áður en hann gekk til liðs við Chelsea. Enski boltinn 24.7.2011 16:30 Woodgate íhugaði að hætta Enski miðvörðurinn Jonathan Woodgate hefur viðurkennt að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta vegna þrálátra meiðsla. Enski boltinn 24.7.2011 16:00 Radosav Petrovic til sölu Partizan Belgrade segir serbneska landsliðsframherjan Radosav Petrovic vera til sölu en samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska úrvalsdeildarliðið Blackburn á eftir Petrovic. Enski boltinn 24.7.2011 15:30 Auðvelt hjá Chelsea gegn úrvalsliði Tælands Chelsea vann öruggan 0-4 sigur á úrvalsliði Tælands í æfingaleik sem fór fram í morgun. Yfirburðir Chelsea miklir og sigurinn auðveldur. Enski boltinn 24.7.2011 14:00 Nasri verður ekki seldur í sumar Arsenal hefur ákveðið að taka áhættuna á að missa Samir Nasri frítt næsta sumar. Félagið mun ekki selja leikmanninn í sumar þó svo hann eigi aðeins ár eftir af samningi og vilji ekki skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn 24.7.2011 12:30 Ferguson ætlar ekki að kaupa mann í stað Scholes Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekki ætla að kaupa nýjan miðjumann í stað Paul Scholes. Ferguson segir að leikmannakaupum sínum sé lokið í sumar. Enski boltinn 24.7.2011 11:45 Evra og Park baka pizzur í Chicago Manchester United er í Chicago þessa dagana og tveir leikmanna liðsins stoppuðu við á besta pizzastað í heimi, Gino´s East, og fengu að reyna sig í pizzabakstri. Enski boltinn 24.7.2011 10:00 « ‹ ›
Annar skellur Liverpool-manna í röð Það gengur ekki vel hjá enska félaginu Liverpool á undirbúningstímabilinu því liðið tapaði 0-3 fyrir tyrkneska liðinu Galatasaray í æfingaleik í Istanbul í kvöld. Liverpool steinlá 0-3 á móti Hull um síðustu helgi og það er ljóst að stjórinn Kenny Dalglish á mikið starf fyrir höndum næstu daga. Enski boltinn 28.7.2011 20:07
Aguero gerir fimm ára samning við Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Aguero hefur verið á mála hjá spænska félaginu Atletico Madrid á Spáni frá árinu 2006. Enski boltinn 28.7.2011 17:40
Diouf í fimm ára bann frá landsliðinu El Hadji Diouf, hinn umdeildi leikmaður Blackburn Rovers, hefur verið settur í fimm ára bann frá knattspyrnu í heimalandi sínu Senegal. Diouf var afar gagnrýninn á knattspyrnusamband Senegal eftir að hann var ekki valinn í landsliðið í undankeppni Afríkukeppninnar. Enski boltinn 28.7.2011 14:45
Chelsea sendi inn kvörtun vegna áhorfenda í Malasíu Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun til knattspyrnusambands Malasíu vegna hegðunar áhorfenda á leik liðsins gegn úrvalsliði frá Malasíu. Yossi Benayoun, landsliðsmaður frá Ísrael, fékk að heyra það frá áhorfendum í leiknum og telja forsvarsmenn Chelsea að um kynþáttahatur hafi verið að ræða. Enski boltinn 28.7.2011 14:15
Man Utd átti ekki í vandræðum með stjörnulið MLS deildarinnar Manchester United átti ekki í erfiðleikum með að vinna úrvalslið bandarísku MLS deildarinnar í fótbolta í gær í New Jersey. Ensku meistararnir unnu 4-0 sigur en David Beckham var einn af leikmönnum úrvalsliðsins. Anderson og Park Ji-sung skoruðu fyrir Man Utd í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov og Danny Welbeck bættu við mörkum í síðari hálfleik. Enski boltinn 28.7.2011 10:00
Hernandez á sjúkrahús eftir að hafa fengið höfuðhögg á æfingu Javier Hernandez, framherji Manchester United, endaði á sjúkrahúsi eftir æfingu liðsins á Red Bull Arena í New Jersey í gær. Hernandez er nýkominn til móts við liðið eftir að hafa fengið aukafrí vegna þátttöku sinnar í Copa America með landsliði Mexíkó. Enski boltinn 27.7.2011 20:45
Stórsigur Chelsea á Kitchee í Asíu-bikarnum Chelsea tók heimamenn í Kitchee í kennslustund í Asíu-bikarnum í knattspyrnu. Chelsea vann stórsigur í leiknum 4-0 og leikur í úrslitum keppninnar á laugardag. Andstæðingurinn verður Aston Villa sem vann Blackburn í fyrri leik dagsins. Enski boltinn 27.7.2011 14:15
Darren Bent tryggði Villa sigur á Blackburn Aston Villa vann 1-0 sigur á Blackburn í Asíu-bikarnum í knattspyrnu sem fram fer í Hong Kong. Darren Bent skoraði eina mark leiksins snemma í síðari hálfleik en sigur Villa var sanngjarn. Enski boltinn 27.7.2011 12:30
Sergio Aguero mættur í læknisskoðun hjá Manchester City Argentínumaðurinn Sergio Aguero er þessa stundina í læknisskoðun hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City en hann hefur leikið með Atletico Madrid á Spáni. Talið er að kaupverðið sé um 38 milljónir punda eða sem nemur um 7 milljörðum kr. Enski boltinn 27.7.2011 10:15
Michael Owen telur að hann fái fleiri tækifæri á næstu leiktíð Framherjinn Michael Owen, sem nýverið samdi við enska meistaraliðið Manchester United til eins árs, segir að Alex Ferguson ætli honum stórt hlutverk með liðinu á næstu leiktíð. Owen, sem er 31 árs gamall, hefur verið hjá Man Utd frá því hann kom til liðsins frá Newcastle árið 2009. Hann fékk fá tækifæri með aðalliði Man Utd á síðustu leiktíð en Owen segir að Ferguson ætli að nota hann meira á næsta tímabili. Enski boltinn 27.7.2011 09:32
Dalglish að fá tvo kornunga framherja til Liverpool Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er samkvæmt frétt Guardian langt kominn með að fá tvo unga framherja til liðsins. Þetta eru þeir Marco Bueno, framherji 17 ára landsliðs Mexíkó og Nacho, ungur framherji spænska liðsins Albacete. Enski boltinn 26.7.2011 19:45
Torres: Ég er ekki búinn að gleyma því hvernig maður skorar mörk Fernando Torres, spænski framherjinn hjá Chelsea, hefur ekki fundið netmöskvanna á undirbúningstímabilinu þar sem Chelsea-liðið ferðast um Asíu. Torres skoraði aðeins 1 mark í 18 leikjum á síðustu leiktíð og gagnrýnisraddirnar eru farnar að heyrast á ný enda keypti Roman Abramovich hann á 50 milljónir punda í janúar til þess að skora mörk fyrir liðið. Enski boltinn 26.7.2011 19:00
Emmanuel og Emmanuel á leið frá Arsenal Emmanuel Eboue er á leið til tyrkneska knattspyrnuliðsins Galatasaray fyrir fjórar milljónir punda ef marka má breska fjölmiðla. Auk Eboue er nafni hans Emmanuel-Thomas orðaður við sölu til Ipswich. Enski boltinn 26.7.2011 17:30
Wenger vill styðjast við marklínutækni Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur bæst í hóp þeirra sem vilja styðjast við marklínutækni í knattspyrnu. Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa lýst því yfir að mögulega verði marklínutækni tekin í notkun tímabilið 2012-2013. Enski boltinn 26.7.2011 16:45
Leikmaður Leicester kemur sér í klandur hjá eiginkonunni Það er óhætt að segja að skoski framherjinn Paul Gallagher hafi komið eins og stormsveipur inn í Twitter-samfélagið. Eiginkona Gallagher hvatti hann til þess að stofna aðgang að síðunni en líklegt er að hún sjái eftir því í dag. Enski boltinn 26.7.2011 14:45
Liverpool og Fiorentina komast að samkomulagi um Aquilani Umboðsmaður ítalska knattspyrnumannsins Alberto Aquilani leggur áherslu á að ekki sé frágengið að Aquilani gangi til liðs við Fiorentina. Að hans sögn hafa félögin komist að samkomulagi en Aquilani eigi þó enn eftir að semja við ítalska félagið. Enski boltinn 26.7.2011 13:30
Kasami gengur til liðs við Fulham Svissneski miðjumaðurinn Pajtim Kasami hefur gengið til liðs við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Kasami kemur frá ítalska liðinu Palermo en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. Enski boltinn 26.7.2011 10:45
Evra segir að Nasri verði að koma til United til að vinna eitthvað Patrice Evra hefur sagt landa sínum Samir Nasri að koma til Manchester United ætli að hann sér að vinna einhverja titla á ferlinum. Nasri á eftir eitt ár af samningi sínum hjá Arsenal sem ætlar ekki að selja hann þótt að það gæti þýtt að hann færi frítt næsta sumar. Enski boltinn 25.7.2011 23:30
Shawcross vill ekki spila fyrir Wales Ryan Shawcross leikmaður og fyrirliði Stoke City í ensku úrvalsdeildinni segist ekki hafa íhugað það að spila fyrir landslið Wales. Breytingar á reglum FIFA gera Shawcross kleift að spila fyrir Wales jafnvel þó hann sé Englendingur í húð og hár. Enski boltinn 25.7.2011 23:00
José Enrique hraunar yfir Newcastle Vinstri bakvörðurinn José Enrique leikmaður Newcastle er allt annað en sáttur við stefnu félagsins í leikmannamálum. Hann segir að með þessum hætti komist liðið aldrei í hóp bestu liða ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 25.7.2011 22:30
Kenny Miller til liðs við Aron Einar hjá Cardiff Skoski framherjinn Kenny Miller er á leið til Cardiff í ensku Championship-deildinni. Miller kemur frá tyrkneska félaginu Bursaspor og er kaupverðið talið vera um ein milljón pund eða sem nemur tæpum 190 milljónum íslenskra króna. Enski boltinn 25.7.2011 21:15
Wigan samþykkir 9.5 milljóna punda boð Aston Villa í N'Zogbia Ensku knattspyrnufélögin Aston Villa og Wigan hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á Charles N'Zogbia kantmanni Wigan. Kaupverðið er talið vera 9.5 milljónir punda eða sem nemur 1,8 milljörðum íslenskra króna. Enski boltinn 25.7.2011 11:30
Mancini hraunaði yfir Balotelli Mario Balotelli, leikmaður Man. City, kom sér enn eina ferðina í vandræði í kvöld er City lék gegn LA Galaxy í Bandaríkjunum. Enski boltinn 24.7.2011 23:11
Ferguson vildi ekki endurtaka mistök sín Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United vildi ekki gera sömu mistök með markvörðinn David De Gea og hann gerði þegar hann hafnaði Petr Cech sökum aldurs þegar Cech lék með Rennes í Frakklandi nokkru áður en hann gekk til liðs við Chelsea. Enski boltinn 24.7.2011 16:30
Woodgate íhugaði að hætta Enski miðvörðurinn Jonathan Woodgate hefur viðurkennt að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta vegna þrálátra meiðsla. Enski boltinn 24.7.2011 16:00
Radosav Petrovic til sölu Partizan Belgrade segir serbneska landsliðsframherjan Radosav Petrovic vera til sölu en samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska úrvalsdeildarliðið Blackburn á eftir Petrovic. Enski boltinn 24.7.2011 15:30
Auðvelt hjá Chelsea gegn úrvalsliði Tælands Chelsea vann öruggan 0-4 sigur á úrvalsliði Tælands í æfingaleik sem fór fram í morgun. Yfirburðir Chelsea miklir og sigurinn auðveldur. Enski boltinn 24.7.2011 14:00
Nasri verður ekki seldur í sumar Arsenal hefur ákveðið að taka áhættuna á að missa Samir Nasri frítt næsta sumar. Félagið mun ekki selja leikmanninn í sumar þó svo hann eigi aðeins ár eftir af samningi og vilji ekki skrifa undir nýjan samning. Enski boltinn 24.7.2011 12:30
Ferguson ætlar ekki að kaupa mann í stað Scholes Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekki ætla að kaupa nýjan miðjumann í stað Paul Scholes. Ferguson segir að leikmannakaupum sínum sé lokið í sumar. Enski boltinn 24.7.2011 11:45
Evra og Park baka pizzur í Chicago Manchester United er í Chicago þessa dagana og tveir leikmanna liðsins stoppuðu við á besta pizzastað í heimi, Gino´s East, og fengu að reyna sig í pizzabakstri. Enski boltinn 24.7.2011 10:00