Fastir pennar

Brjótið lög!

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Íslensk stjórnvöld hafa um langt skeið sett mikinn þrýsting á lífeyrissjóði landsins um að brjóta lög og taka þátt í að hjálpa þeim að ná skammtímamarkmiðum sínum, á kostnað langtímahagsmuna eigenda sjóðanna. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar óskaði eftir því í byrjun október 2008 að lífeyrissjóðirnir flyttu heim helming erlendra eigna sinna, sem þá voru um 250 milljarða króna virði. Ekki þarf að tíunda hvað slík aðgerð hefði haft í för með sér hefðu bankarnir ekki hrunið til grunna og komið í veg fyrir að á hana reyndi. Féð hefði enda væntanlega verið fest, að minnsta kosti að hluta, í fjármálagerningum föllnu bankanna eða ógjaldfærra skuldara þeirra.

Fastir pennar

Tímamót í mannréttindabaráttu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Það eru merkileg tímamót í réttindabaráttu samkynhneigðra þegar valdamesti maður heims, Barack Obama forseti Bandaríkjanna, lýsir yfir stuðningi við hjónaband fólks af sama kyni. Forveri hans, George W. Bush, var ekki eingöngu andvígur þessum réttindum heldur reyndi hann að fá stjórnarskrá Bandaríkjanna, því merka mannréttindaplaggi, breytt þannig að hún bannaði fólki að njóta þeirra. Þegar það er haft í huga er enn skýrara hversu mikil breyting hefur orðið í Hvíta húsinu á skömmum tíma.

Fastir pennar

Dómur Landsdóms - fyrri hluti

Róbert R. Spanó skrifar

Hinn 23. apríl sl. kvað Landsdómur upp dóm í máli fyrrverandi forsætisráðherra. Hann markar tímamót í íslenskri réttarsögu, enda fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Í þessari grein og þeirri næstu verður til fróðleiks leitast við að gera almenna grein fyrir efni dómsins auk þess sem farið verður nokkrum orðum um fordæmisgildi hans.

Fastir pennar

Skýrar línur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson forsetaframbjóðandi birtist landsmönnum í gamalkunnugum, pólitískum árásarham í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun. Hann gagnrýndi þar einkum og sér í lagi Þóru Arnórsdóttur mótframbjóðanda sinn býsna harkalega. Hann talar harðar um mótframbjóðendurna en þeir hafa talað um hann.

Fastir pennar

Það gefur á bátinn …

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það eru ekki margar stéttir sem njóta almennrar virðingar í samfélaginu. Kannski bændur upp að vissu marki – við verðum örlítið dreymin á svip þegar við hugsum til þeirra og kannski lifna gamlar markaskrár í hausnum en ætli það nái öllu lengra; kannski umönnunarstéttir – kannski líka kennarar – en sú virðing á meira skylt við almenna velvild og þakklæti en að fólk líti beinlínis upp til stéttanna.

Fastir pennar

Heimilisreksturinn

Magnús Halldórsson skrifar

Ég og konan mín keyptum okkar fyrstu íbúð fyrr á þessu ári. Samhliða því fórum við yfir rekstur heimilisins, m.a. með hjálp heimilisbókhaldsbúnaðar frá Meniga og síðan ýmissa gagna úr einkabankanum, kreditkortayfirliti og þess háttar. Heimilið er eina fyrirtækið sem við erum að reka og það veltir milljónum á hverju ári! Við eigum tvo syni, fimm ára og fjögurra mánaða. Búsett í 105 Reykjavík en sækjum vinnu í 105 og 101.

Fastir pennar

Pólitík eða gæði

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag.

Fastir pennar

Málþófið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í tímaþröng eru mál þæfð í öllum þjóðþingum. Tímaþröng er klípa sem ríkisstjórnir koma sér í sjálfar og stjórnarandstaða hagnýtir, stundum ómálefnalega. Málþófið á Alþingi nú á sér hins vegar dýpri pólitískar rætur.

Fastir pennar

Ónæg rök fyrir hjálmaskyldu

Pawel Bartoszek skrifar

Kæri lesandi, settir þú á þig hjálm í morgun? Nei, ég er ekki sérstaklega að tala við þig sem fórst á hjóli eða mótorhjóli. Ég er að tala við þig sem komst á bíl. Eða þig sem varst farþegi í bíl. Varstu með hjálm?

Fastir pennar

Óþolandi ógagnsæi

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Seðlabanki Íslands kynnti á miðvikudag niðurstöðu þriggja gjaldeyrisútboða sem farið hafa fram á þessu ári. Tilgangur þeirra er að skapa betri aðstæður til að aflétta gjaldeyrishöftunum. Á sama tíma var í fyrsta sinn greint frá því hversu mikið fé hefur komið inn í landið í gegnum svonefnda fjárfestingaleið. Samkvæmt henni geta aðilar skipt erlendum gjaldeyri í íslenskar krónur og fengið 16 prósenta virðisaukningu gefins fyrir að gera það ef viðkomandi er tilbúinn að binda fjárfestinguna hérlendis í fimm ár. Það þýðir að ef einhver kemur með milljarð króna inn í landið eftir þessari leið þá fær hann 160 milljónir króna fyrir að gera það.

Fastir pennar

Vondar fyrirmyndir á Alþingi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Vanskil ársreikninga til réttra yfirvalda virðast landlægur vandi á Íslandi. Fréttablaðið sagði frá því á þriðjudaginn að vel á fjórða þúsund félaga hefðu ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010 til ríkisskattstjóra, eins og þeim ber lögum samkvæmt. Málum sex félaga hefur verið vísað til skattrannsóknarstjóra af þessum völdum.

Fastir pennar

Sök þarf að sanna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Paul Larsson, prófessor við Lögregluháskólann í Ósló, ráðlagði Íslendingum í samtali við Fréttablaðið í gær að vænta ekki of mikils af saksókn vegna efnahagsbrota í aðdraganda bankahrunsins. Ólíklegt væri að þungir dómar féllu vegna meiriháttar mála.

Fastir pennar

Mýtunni um þröngu píkuna haldið við

Sigga Dögg skrifar

Ein kynlífsmýta, sem virðist ekki ætla að deyja, er sú að píkan verði víð við notkun. Í nýlegum kynlífstækjaleiðangri rakst ég á krem sem á að "þrengja" píkuna svo hún verði eins og í "fyrsta skipti". Mig langaði að taka þessa kremtúbu og þrykkja henni í hausinn á starfsmanninum. Það eru svona vörur sem viðhalda mýtunni um að stelpur eiga að vera "óspilltar" og að reynsluleysi í kynlífi sé hin æðsta dyggð. Ég sem hélt að það að vera "þurrkunta" væri neikvætt.

Fastir pennar

Kennslu þarf að undirbúa

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Leikskóli er skilgreindur sem fyrsta skólastig barna. Þeir starfa samkvæmt námskrá þannig að litið er svo á að börn sæki menntun í leikskóla þótt ekki sé um skólaskyldu að ræða. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um leikskóla og þarf ekki að þýða að augunum sé lokað fyrir því hlutverki sem leikskólinn gegnir líka, að gæta barna meðan foreldrar þeirra stunda vinnu sína.

Fastir pennar

Auglýsingar í heilbrigðisþjónustu

Teitur Guðmundsson skrifar

Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum hérlendis að þjónusta heilbrigðisstarfsfólks, og þá sér í lagi lækna, er lítið sem ekkert auglýst. Á þessu er einföld skýring en samkvæmt núgildandi læknalögum er illmögulegt fyrir lækna að auglýsa þjónustu sína, en þar segir orðrétt: "Lækni er einungis heimilt að auglýsa læknastarfsemi sína með efnislegum og látlausum auglýsingum þegar hann hefur störf eða breyting verður á aðsetri eða viðtalstíma. Lækni er heimilt að auðkenna sig með nafni, sérgrein, aðsetri, síma og viðtalstíma á dyraspjöldum, nafnspjöldum og lyfseðlum“.

Fastir pennar

Vaxtaverkir

Magnús Halldórsson skrifar

Í byrjun þess árs sem ég útskrifaðist úr grunnskóla, árið 1996, voru Íslendingar 267.958. Sextán árum síðar, þ.e. í byrjun þessa árs, voru íbúar Íslands 319.575. Fjölgunin á sextán árum er 51.617. Þetta finnst mér tiltölulega há tala, sem sýnir ágætlega hversu hratt íslenska þjóðin er að vaxa, þó smáríki sé.

Fastir pennar

Ósagðar Íslendingasögur

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Það var viðtal við Baltasar í Fréttatímanum þar sem hann segir frá áformum um glæpaþætti í Ríkisútvarpinu sem á víst að taka upp á Seyðisfirði og munu vera í anda dönsku þáttanna Forbrydelsen og amerískrar endurgerðar þeirra þátta, The Killing. Þættirnir á Seyðisfirði ganga undir nafninu "Trapped".

Fastir pennar

Illa rökstudd delluhugmynd

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í nýju frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra til breytinga á fjölmiðlalögum er lagt til að fjölmiðlum verði bannað að birta niðurstöður skoðanakannana um fylgi frambjóðenda daginn fyrir kosningar og á kjördag. Þetta er rökstutt með því að "skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi fyrir

Fastir pennar

Bölvun hlýrabolsins

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Með hækkandi sól hafa áhyggjur mínar af klæðaburði sumarsins aukist. Það er augljóst að stigvaxandi hitastig hefur gríðarleg áhrif á hvernig fólk klæðir sig, ásamt því reyndar að umturna viðhorfi heillar þjóðar til lífsins. Það er því fullkomlega eðlilegt að ég verji öllum frítíma mínum í vangaveltur, mátanir, upplýsingaöflun og njósnir.

Fastir pennar

Óþörf styrjöld

Þetta á ekki að vera styrjöld í mínum huga, við eigum að reyna að ná málefnalega góðri niðurstöðu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra í viðtali við Fréttablaðið í gær um deilurnar sem nú eru um fiskveiðistjórnunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar. Samt er það nú svo að ríkisstjórnin hefur efnt til víðtæks ófriðar við sjávarútveginn um starfsskilyrði atvinnugreinarinnar.

Fastir pennar

Makríllinn og Evrópusambandið

Þorsteinn Pálsson skrifar

Þarf deilan um makrílinn að hafa áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið? Svarið er : Hjá því verður tæplega komist. Álitaefnið er hitt: Hvers konar áhrif?

Fastir pennar

Taka niður vegg

Ólafur Stephensen skrifar

Tveir lagaprófessorar komast að þeirri niðurstöðu í álitsgerð, sem utanríkismálanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar, að nýjar Evrópureglur um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit stangist á við stjórnarskrá Íslands, eins og Fréttablaðið greinir frá í dag.

Fastir pennar

Allt of mikið uppi á borðinu

Pawel Bartoszek skrifar

Austurrískur laganemi, Max Scherns, bað Facebook um að senda sér allar persónuupplýsingarnar sem samskiptasíðan geymdi um sig en á því átti hann rétt samkvæmt evrópskum lögum. Scherns fékk sendan geisladisk með yfir tólf hundruð skjölum um hvenær hann hefði loggað sig inn, hvað hann hefði sagt við hvern, í hvern hann hefði potað, hvað hann hefði lækað og hvar myndir sem hann og vinir hans settu inn á vefinn væru teknar og margt fleira.

Fastir pennar

Til hvers?

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Þótt Frakkar deili um hvor væri skárri forseti, Sarkozy eða Hollande, vefst yfirleitt ekki fyrir þeim að útskýra hvers vegna þeir þurfa forseta. Rökin eru einföld og studd reynslu. Þau snúast um völd og ábyrgð. Þannig er þetta líka með embætti þjóðhöfðingja í Bandaríkjunum og miklu víðar. En ekki alls staðar. Nýlegar umræður í Þýskalandi, en þar hafa tveir forsetar sagt af sér á jafnmörgum árum, sýna talsverðar efasemdir um að nútímaleg ríki hafi not fyrir það sjónarspil, spuna og þykjustugang sem fylgir valdalausum þjóðhöfðingjum. Umræður um konungdæmið í Svíþjóð gefa svipað til kynna og það sama má segja um vaxandi andúð víða um heim á þeim kjánagangi sem einkennir sýndarheim valdalausra fyrirmanna.

Fastir pennar

Ólíðandi öfugþróun

"Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launajafnréttinu,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir í frétt hér í blaðinu í dag. Forsætisráðherrann er þarna að bregðast við tíðindum um að launamunur kynja hafi aukist síðustu tvö ár en rúman áratug á undan hafði þróunin verið í þá átt að saman dró með kynjunum í launum. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Það er óhætt að taka undir með forsætisráðherranum því aftur á bak er svo sannarlega ekki fram á við.

Fastir pennar

Jöfnuður og jákvæðir hvatar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Athyglisverð úttekt Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands á áhrifum kreppunnar á afkomu einstakra tekjuhópa sýnir að stjórnvöld hafa náð því markmiði sínu að verja lífskjör þeirra tekjulægstu. Á árunum 2008 til 2010 rýrnaði kaupmáttur fjölskyldutekna Íslendinga að meðaltali um 20%. Þau tíu prósent þjóðarinnar sem hafa lægstar tekjur urðu hins vegar fyrir 9% kjaraskerðingu og hópar um miðbik tekjustigans um 14%. Tíundi hlutinn með hæstu tekjurnar hefur hins vegar orðið fyrir 38% kjararýrnun.

Fastir pennar

Ekki láta tabúin þvælast fyrir

Ólafur Stephensen skrifar

Bandaríski varnar- og öryggismálasérfræðingurinn Robert C. Nurick sagðist í viðtali við Fréttablaðið í gær ráðleggja íslenzkum stjórnvöldum að leggja enn meiri áherzlu á samstarf á norðurslóðum. Það rökstyður Nurick með því að mikilvægi norðurslóða fari vaxandi á næstu árum og að vegna staðsetningar sinnar verði Ísland í lykilstöðu í þeirri þróun. Héðan sé auðvelt að fylgjast með skipaumferð á stóru hafsvæði.

Fastir pennar

Verkefni nr. eitt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Málefni lögreglunnar hafa verið talsvert í deiglunni að undanförnu. Ályktun Landssambands lögreglumanna á þingi þess um síðustu helgi vakti athygli, en þar var lagt til að lögreglan í núverandi mynd yrði lögð niður.

Fastir pennar

Útlendingurinn mótstæðilegi

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar ég horfði á 79 af Stöðinni um daginn fór ég að hugsa um Ísland og Ameríku, Ísland og nútímann – Ísland í heiminum og þetta allt saman. Upphaf alls ófarnaðar í myndinni er ástarsamband Gógóar við Kanann, sem hún getur ekki hætt að hitta þótt hún eigi kost á myndarlegum, heiðarlegum, blíðlyndum – já yndislegum – íslenskum karlmanni: þetta var íslenskum karlmönnum gersamlega óskiljanleg ráðgáta: hvað dregur þær að þessum Könum þegar þær eiga kost á mér?

Fastir pennar

Mikilvægi dótakassans

Sigga Dögg skrifar

Ég fór í vettvangsferð í vikunni. Markmiðið var að kanna vöruúrvalið og þjónustuna í kynlífstækjaverslunum. Kynlífstæki eru ekki eingöngu leikföng unga fólksins sem horfir á klám, því tækin geta aðstoðað þá sem aldrei hafa fengið fullnægingu og einnig þeim sem geta ekki fullnægt sér sjálfir, t.d. vegna fötlunar eða sjúkdóma. Í góðum dótakassa má því finna mikla hagræðingu með því að upplifa fullnægingu og í því að stytta fullnægingartíma, enda er það meðal annars ástæða þess að tólin voru fundin upp fyrir aldamót seinustu aldar.

Fastir pennar