Formúla 1

Vettel: Erum dálítið brjálaðir

Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber.

Formúla 1

Vettel fremstur á ráslínu á Silverstone

Þjóðverjinn Sebastian var fljótastur á Red Bull í tímatökum annað árið i röð. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull og og Fernando Alonso, en fremstur heimamanna var Lewis Hamilton á McLaren.

Formúla 1

Vettel á flugi á Silverstone

Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á lokaæfingu keppnisliða á Silverstone brautinni í morgun. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1

Yamamoto sjokkeraður að fá sæti Senna

Engar skýringar hafa verið gefnar á því afhverju Japaninn Sakan Yamamoto ekur Hispania keppnisbílnum í stað Bruno Senna frá Brasilíu. Hann keppir á bílnum í stað Senna á Silverstone um helgina.

Formúla 1

Webber á undan Alonso á Silverstone

Mark Webber varð tæplega 0.4 sekúndum á undan Fernando Alonso á seinni æfingu keppnisliða á Silverstone í dag, en Sebastian Vettel varð þriðji, en Felipe Massa fjórði. Staðan á milli Red Bull og Ferrari því 2-2.

Formúla 1

Yngsti meistarakandídatinn fljótastur

Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða á breyttri Silverstone braut í dag. Hann varð á undan heimamanninum Lewis Hamilton á McLaren.

Formúla 1

Schumacher stefnir á titil 2011

Michael Schumacher hjá Mercedes hefur gengist við því að eiga ekki möguleika á titilinum í ár, eftir brösótt gengi í mótum ársins. Besti árangur hans er fjórða sæti. Hann hefur sett stefnuna á 2011 hvað titil varðar.

Formúla 1

Barrichello setur markið hærra

Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina.

Formúla 1

Bandarískir aðilar vilja í Formúlu 1

Bandarískir aðilar hafa sótt formlega um að komast í Formúlu 1 á næsta ári og flagga m.a. Bandaríkjamanninum Jonathan Summerton sem ökumanni. Hann var einnig nefndur til sögunnar hjá USF1 liðinu sem sótti um fyrir þetta tímabil en allt fór handaskolum hjá þeim

Formúla 1

Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna.

Formúla 1

Ecclestone vill mót í New York

Bernie Ecclestone er enn að leita eftir að halda mót við New York, þó búið sé að semja um mótshald í Austin í Texas frá árinu 2010. Autosport.com greinir frá þessu í dag.

Formúla 1

Button: Nýjungar nauðsynlegar í titilslagnum

Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað

Formúla 1

Átta lið á heimavelli á Silverstone

Óhætt er að segja að Silverstone sé vagga Formúlu 1, en fyrsta mótið fór fram á brautinni árið 1950 og átta keppnislið af tólf eru staðsett í Bretlandi. Ekkert lið er þó eins nærri brautinni og Force India, sem er raunverulega staðsett rétt utan brautarmarkanna.

Formúla 1

Hamilton og Alonso sáttir

Lewis Hamilton og Fernando Alonso eru búnir að ræða málin eftir nokkuð hvöss orðaskipti beggja eftir síðustu keppni. Alonso taldi Hamilton hafa sloppið létt frá dómurum eftir brot í brautinni, en Hamilton sagði hann súran vegna slaks árangurs.

Formúla 1

Ástríðan holl í allri umræðu

Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að allt í lagi sé að blása dálítið frá sér í kringum Formúlu 1 mót, þó vanda megi orðaval þegar ástríðan er sem mest. Hann var á opnum fundi keppnisliða og áhorfenda sem haldin var í London í dag.

Formúla 1

Breskir ökumenn í forystuhlutverkinu

Trúlega er það einhver sárabót fyrir breska íþróttaáhugamenn að tveir Bretar tróna á toppnum á stigalistanum í Formúlu 1. Lið Breta komst ekki áfram á HM í fótbolta, en Lewis Hamilton og Jenson Button halda merki Bretlands á lofti næstu tvær vikurnar.

Formúla 1

Formúla 1 á Mæjorka í athugun

Bernie Ecclestone sem stýrir málum varðndi mótshald í Formúlu 1 er að skoða hvort til greina komi að skipuleggja mót á eyjunni Mæjorka, sem er Íslendingum að góðu kunn.

Formúla 1

Massa: Skoða þarf reglur um öryggisbíl

Brasillíumaðurinn Felipe Massa hjá Ferrari var einn af þeim sem tapaði á útkomu öryggisbílsins í síðustu keppni, sem Fernando Alonso var sérlega ósáttur við, liðsfélagi hans. Hann telur að FIA verði að skoða reglur varðandi notkun hans.

Formúla 1

Alonso rólegri útaf dómaramálum

Spánverjinn Fernando Alonso hefur dregið úr tilfinningahitanum eftiir að að hafa haldið því fram að FIA hafi hagrætt úrslitum í mótinu á Valencia á sunnudaginn. Hann var svekktur eftir að hafa aðeins náð áttunda sæti í mótiuu, rétt eins og Ferrari liðið í heild sinni.

Formúla 1

Hamilton segir Alonso súran útaf árangri

Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren telur að Fernando Alonso og um leið Ferrari menn séu svekktir útaf slökum árangri í Valencia á sunnudaginn og það sé ástæðan fyrir því að þeir séu að kvarta yfir dómgæslu á mótinu.

Formúla 1

Webber gagnrýndur vegna óhapps

Mark Webber telur að óhappið sem varð í brautinni í gær þar sem hann flaug hátt á loft eftir árekstur við Heikki Kovalainen hefði aldrei þurft að gerast.

Formúla 1

Ákvörðun dómara skuggi á Formúlu 1

Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri.

Formúla 1

Engin brögð í tafli eftir óhapp

Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni.

Formúla 1