Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ótrú­leg endur­koma Börsunga

Eftir að vera 3-1 og 4-2 undir á útivelli gegn Benfica tókst Barcelona á undraverðan hátt að kreista út sigur í blálokin. Lokatölur á Estádio da Luzí Lissabon 4-5.

Fótbolti
Fréttamynd

Tor­sóttur sigur topp­liðsins

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom að marki Lille sem sótti Liverpool, eitt besta lið Evrópu um þessar mundir, heim á Anfield í Meistaradeild Evrópu. Fór það svo að heimaliðið vann torsóttan 2-1 sigur þó gestirnir væru manni færri í rúman hálftíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með lands­liðið

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Telma mætt til skosks stór­veldis

Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­sáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni

Sölvi Geir Otte­sen er nýr þjálfari karla­liðs Víkings Reykja­víkur í fót­bolta og fær hann það verðuga verk­efni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunn­laugs­syni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Solskjær: Lét mig vinna launa­laust

Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Þróttur fær aðra úr Ár­bænum

Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Varnar­mennirnir björguðu Chelsea

Chelsea vann loks leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði farið fimm deildarleiki án sigurs þegar Úlfarnir mættu á Brúnna í kvöld. Voru það varnarmenn liðsins sem tryggðu liðinu sigur.

Enski boltinn