Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Nýliðar FHL, sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Leiknis og Hattar, voru að fá góðar fréttir af leikmannamálum félagsins. Íslenski boltinn 22.1.2025 10:20
Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að breyta fyrirkomulagi á framlagi UEFA til KSÍ vegna þróunar- og fjárfestingaverkefna til að fjármagna framkvæmdir við Laugardalsvöll. Fótbolti 22.1.2025 10:01
Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi. Fótbolti 22.1.2025 09:01
Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni þegar liðið lagði Wigan Athletic í kvöld. Var þetta fyrsti sigurleikur Burton síðan þann 4. desember. Enski boltinn 21.1.2025 21:55
Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Monaco vann mikilvægan 1-0 sigur á Aston Villa í baráttunni um sæti meðal efstu átta liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þá vann Atalanta 5-0 stórsigur á Sturm Graz. Fótbolti 21.1.2025 20:03
Ótrúleg endurkoma Börsunga Eftir að vera 3-1 og 4-2 undir á útivelli gegn Benfica tókst Barcelona á undraverðan hátt að kreista út sigur í blálokin. Lokatölur á Estádio da Luzí Lissabon 4-5. Fótbolti 21.1.2025 19:31
Torsóttur sigur toppliðsins Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson kom að marki Lille sem sótti Liverpool, eitt besta lið Evrópu um þessar mundir, heim á Anfield í Meistaradeild Evrópu. Fór það svo að heimaliðið vann torsóttan 2-1 sigur þó gestirnir væru manni færri í rúman hálftíma. Fótbolti 21.1.2025 19:31
Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Jack Grealish, vængmaður Englandsmeistara Manchester City, er gríðarlega eftirsóttur ef marka má heimildir enska götublaðsins The Sun. Enski boltinn 21.1.2025 18:01
KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Knattspyrnusamband Íslands hefur boðað unga varnarmenn á sérstakar æfingar í lok þessa mánaðar, í von um að eignast enn betri varnarmenn þegar fram líða stundir. Fótbolti 21.1.2025 17:32
Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið. Fótbolti 21.1.2025 14:01
Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Víkingur Reykjavík mun leika heimaleik sinn í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu gegn gríska liðinu Panathinaikos í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Fótbolti 21.1.2025 13:24
Telma mætt til skosks stórveldis Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir er orðin leikmaður Rangers í Skotlandi en hún kemur til félagsins eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki í haust. Fótbolti 21.1.2025 13:17
Meistarar City halda áfram að bæta við sig Englandsmeistarar Manchester City halda áfram að bæta við leikmannahóp sinn og hafa nú fest kaup á varnarmanninum unga Vitor Reis fyrir 29,6 milljónir punda. Enski boltinn 21.1.2025 11:35
„Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að nú sé ekki rétti tímimm til að halda því fram að liðið hans sé það besta í heimi. Því hélt stjóri síðustu mótherja Liverpool fram eftir leik Bentford og Liverpool um helgina. Enski boltinn 21.1.2025 11:30
Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Miðjumaður Úlfanna fær ekki ekki spila aftur með liði sínu í ensku úrvalsdeildinni fyrr en leikmannaglugginn lokar. Þetta segir knattspyrnustjórinn hans Vitor Pereira. Enski boltinn 21.1.2025 10:31
Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Frakkinn Emmanuel Petit gerði stór mistök í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi þegar hann hélt því ranglega fram að önnur Arsenal goðsögn væri dáin. Enski boltinn 21.1.2025 10:02
„Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ibrahima Konaté, varnarmaður Liverpool, er að spila í gegnum sársauka þessa dagana en franski miðvörðurinn segist vera meira en tilbúinn að fórna sér fyrir félagið sitt. Enski boltinn 21.1.2025 09:31
Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sölvi Geir Ottesen er nýr þjálfari karlaliðs Víkings Reykjavíkur í fótbolta og fær hann það verðuga verkefni að taka við stjórn liðsins af hinum sigursæla Arnari Gunnlaugssyni sem er tekinn við íslenska landsliðinu. Arnar rak Sölva, í góðu, úr landsliðsteyminu en ekki kveiktu allir á því að allt var þetta gert í góðu og sátt allra hlutaðeigandi. Íslenski boltinn 21.1.2025 08:31
Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Fótbolti 21.1.2025 08:00
Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Donald Trump sór í gær embættiseið sem nýr forseti Bandaríkjanna og meðal áhorfenda voru margir af hans bestu mönnum. Gianni Infantino, forseti FIFA, tilheyrir þeim hópi. Fótbolti 21.1.2025 06:31
Solskjær: Lét mig vinna launalaust Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Fótbolti 20.1.2025 23:31
Þróttur fær aðra úr Árbænum Þróttur Reykjavík hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum síðan tímabilinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk. Klara Mist Karlsdóttir er gengin í raðir félagsins en hún lék síðast með Fylki. Íslenski boltinn 20.1.2025 20:32
Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Hinn tvítugi Abdukodir Khusanov er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann kemur frá Lens í Frakklandi. Enski boltinn 20.1.2025 19:46
Varnarmennirnir björguðu Chelsea Chelsea vann loks leik í ensku úrvalsdeildinni en liðið hafði farið fimm deildarleiki án sigurs þegar Úlfarnir mættu á Brúnna í kvöld. Voru það varnarmenn liðsins sem tryggðu liðinu sigur. Enski boltinn 20.1.2025 19:32