Fótbolti

Spiluðu í fyrsta skipti sam­skipti dómara í vafa­sömum at­vikum

Howard Webb, for­maður dómara­sam­takanna PGMOL í Eng­landi, var gestur í þættinum Monday Night Foot­ball á Sky Sports í gær­kvöldi. Þætti sem var afar á­huga­verður fyrir hinn al­menna knatt­spyrnu­á­huga­mann sökum þess að þar voru í fyrsta skipti opin­beruð sam­töl dómara og VAR-dómara í nokkrum af vafa­sömustu at­vikum yfir­standandi tíma­bils í ensku úr­vals­deildinni.

Enski boltinn

„Ekkert ná­lægt því að vera eins og píkur“

Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann.

Fótbolti

Mikið um meiðsli í Kefla­vík

Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla.

Íslenski boltinn

Settir í bann eftir að hafa neitað að bera regn­boga­liti

Nokkrir leik­manna franska úr­vals­deildar­fé­lagsins Tou­lou­se í knatt­spyrnu voru fjar­lægðir úr leik­manna­hópi fé­lagsins fyrir leik gegn Nan­tes í frönsku úr­vals­deildinni í gær eftir að þeir neituðu að spila í treyjum með regn­boga­lituðum númerum.

Fótbolti

Sló í brýnu milli fyrrum liðs­fé­laga í Liver­pool

Fernando Tor­res, fyrrum fram­herji enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool fékk að líta rauða spjaldið í leik undir 19 ára liða At­letico Madrid og Real Madrid um ný­liðna helgi. Brott­reksturinn hlaut Tor­res eftir að hann hótaði fyrrum liðs­fé­laga sínum hjá Liver­pool, Al­varo Arbeloa.

Fótbolti

Lyng­by á­frýjar um­deildu leik­banni Sæ­vars Atla

Ís­lendinga­lið Lyng­by í dönsku úr­vals­deildinni í knatt­spyrnu hefur á­frýjað guli spjaldi sem Sæ­var Atli Magnús­son fékk í leik gegn Sil­ke­borg IF um ný­af­staðna helgi. Spjaldið veldur því að Sæ­var er í banni í næsta leik liðsins.

Fótbolti