Fótbolti

Keegan skrópar á æfingu þriðja daginn í röð

Framtíð Kevin Keegan hjá Newcastle er enn mjög óljós eftir að knattspyrnustjórinn mætti ekki á æfingu liðsins þriðja daginn í röð. Engin ný tíðindi hafa komið úr herbúðum liðsins enn sem komið er, en Sky fréttastofan segir að eigandi félagsins hafi flogið aftur til Englands úr viðskiptaferð til að finna lausn á málinu.

Enski boltinn

Valur burstaði Cardiff

Kvennalið Vals vann í dag 8-1 stórsigur á liði Cardiff frá Wales í riðli sínum í Evrópukeppninni sem leikinn er í Slóvakíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum og hafði Valsliðið yfir 5-1 í hálfleik.

Íslenski boltinn

Blackburn er enn í viðræðum við Fowler

Stjórnarformaður Blackburn segir að félagið sé enn í viðræðum við framherjann Robbie Fowler sem síðast lék með Cardiff. Fowler er með lausa samninga og stóð sig ágætlega þegar hann fór til Blackburn til reynslu í sumar.

Enski boltinn

Kenwright: Ég er fátæklingur

Bill Kenwright eigandi Everton segir að félagið verði að finna sér nýjan eiganda ef það ætli sér að keppa við milljarðamæringa á borð við þá sem keyptu Manchester City á dögunum.

Enski boltinn

Saha bauðst til að vinna kauplaust

Franski framherjinn Louis Saha var svo ákafur að ganga í raðir Everton að hann bauðsti til að gefa vinnu sína þangað til hann næði sér af meiðslum til að greiða fyrir félagaskiptunum frá Manchester United.

Enski boltinn

Ástandið í Newcastle er grátlegt

Glenn Roeder, fyrrum stjóri Newcastle og núverandi stjóri Norwich, segir að ástandið í herbúðum Newcastle sé grátlegt. Hann segir að upplausnin í herbúðum liðsins í kring um Kevin Keegan komi verst niður á stuðningsmönnum liðsins.

Enski boltinn

Redknapp útilokar að taka við West Ham

Harry Redknapp hefur gefið það út að hann sé ánægður í starfi knattspyrnustjóra Portsmouth og því komi ekki til greina að hann snúi aftur til West Ham eftir að Alan Curbishley sagði af sér í gær.

Enski boltinn

Ronaldo þarf að grennast

Læknir Brasilíumannsins Ronaldo segir að endurhæfing hans gangi vel en að hann þurfi að grennast svo hann geti byrjað að æfa sig með bolta.

Fótbolti

Tekur Obama við West Ham?

Þótt ótrúlega megi virðast er hægt að veðja á að bandaríski forsetaframbjóðandinn Barack Obama verði eftirmaður Alan Curbishley hjá West Ham.

Enski boltinn

Enn missa Skotar menn í meiðsli

Alls hafa nú sex leikmenn þurft að draga sig úr skoska landsliðshópnum sem mætir Makedóníu og Íslandi í undankeppni HM 2010. Í dag duttu þrír úr hópnum.

Fótbolti

Gill: Campbell verður ekki seldur

David Gill, framkvæmdastjóri Manchester United, segir að félagið muni alls ekki selja framherjann unga Frazier Campbell sem lánaður var til Tottenham í tengslum við kaup United á Dimitar Berbatov.

Enski boltinn

Keegan í fýlu vegna Michael Owen?

Breska blaðið Sun telur sig hafa fundið ástæðuna fyrir dramatíkinni sem á sér stað í herbúðum Newcastle um þessar mundir þar sem krísufundir standa nú yfir vegna framtíðar Kevin Keegan knattspyrnustjóra.

Enski boltinn

Treyjusala þrefaldaðist hjá City

Stuðningsmenn Manchester City virðast vera hrifnir af framvindu mála hjá félaginu síðustu daga ef marka má treyjusölu. Þrefalt fleiri treyjur seldust i gær en á venjulegum degi og þorri stuðningsmanna félagsins merkti treyju sína nýjasta leikmanni félagsins, Robinho.

Enski boltinn

Recoba til Blackburn?

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Blackburn sé við það að gera samning við framherjann Alvaro Recoba sem áður lék með Inter Milan.

Enski boltinn

Milito neitaði Tottenham

Argentínski framherjinn Diego Milito er yfir sig ánægður með að hafa snúið aftur til ítalska liðsins Genoa og segir það draum fyrir sig. Milito var áður hjá Zaragoza á Spáni en neitaði tilboði Tottenham um að fara til Lundúna að spila.

Enski boltinn

Antti Niemi leggur hanskana á hilluna

Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham hefur tilkynnt að hann hafi lagt hanskana á hilluna vegna meiðsla. Niemi er 36 ára og ætlaði að hætta í lok tímabils, en hefur þurft að flýta þeirri ákvörðun vegna meiðsla sinna.

Enski boltinn