Fótbolti

Þolinmæðin skilaði stigum

Keflavík náði fimm stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla með því að leggja Grindavík, 3-0, á heimavelli sínum. Grindvíkingar voru komnir til Keflavíkur til að verja stigið og sýndi Keflavík mikla þolinmæði sem skilaði að lokum sigrinum.

Íslenski boltinn

Botnliðin leika Valsmenn grátt

„Þetta er alveg grátlegt. Það er eins og töfluröðin taki okkur alveg úr sambandi. Skagamenn komu hingað til að spila fyrir stoltið í dag og börðust meira og uppskáru eftir því,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, eftir að liðið tapaði fyrir ÍA á heimavelli sínum í gær.

Íslenski boltinn

HK-ingar hleyptu meiri spennu í botnbaráttuna

HK vann í gær sannfærandi 4-0 sigur á Þrótti og vann þar með sinn þriðja sigur í röð. Liðið hefur fengið tvöfalt fleiri stig í síðustu fjórum leikjum liðsins en í öllum hinum fjórtán leikjum sumarsins. Fyrir vikið er liðið nú aðeins einu stigi frá Fylki sem er í tíunda sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

Tómas hetja Fjölnismanna

Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Íslenski boltinn

Barcelona tapaði fyrsta leiknum

Vertíðin hefst ekki vel hjá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Barcelona. Hans menn töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu fyrir Numancia á útivelli, 1-0.

Fótbolti

Aftur vann City 3-0

Manchester City vann í dag sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni með markatölunni 3-0. Í þetta sinn gegn Sunderland.

Enski boltinn

Auðvelt hjá Arsenal

Arsenal vann í dag 3-0 sigur á Newcastle á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Robin van Persie skoraði tvö fyrstu mörk liðsins og Denilson það þriðja.

Enski boltinn

ÍR og GRV í góðum málum

ÍR og GRV eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í Landsbankadeild kvenna að ári en liðin höfðu betur í undanúrslitum úrslitakeppni 1. deildar kvenna í dag.

Íslenski boltinn

Hoffenheim tapaði fyrsta leiknum

1899 Hoffenheim tapaði í dag sínum fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni en nýliðarnir voru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga fyrir leiki dagsins.

Fótbolti