Fótbolti

Bentley skoraði fyrir Tottenham

Vængmaðurinn David Bentley var á skotskónum í kvöld þegar hann lék sinn fyrsta leik með Tottenham eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Blackburn. Bentley skoraði síðara mark Tottenham í 2-0 sigri liðsins á Celtic í kvöld, en hitt markið skoraði Darren Bent.

Enski boltinn

Thuram leggur skóna á hilluna

Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram tilkynnti í dag að hann væri hættur að leika knattspyrnu. Þessi magnaði 36 ára gamli bakvörður á að baki glæsilegan feril sem atvinnumaður.

Fótbolti

Eto´o þarf að ákveða sig

Txiki Begiristain hjá Barcelona segir að fjögur eða fimm stór félög í Evrópu hafi áhuga á að fá Kamerúnann Samuel Eto´o í sínar raðir í sumar.

Fótbolti

Hamilton sprækastur á æfingum

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren ók manna best á æfingum fyrir Ungverjalandskappaksturinn í dag. Hann náði aðeins fjórða besta tíma á fyrri æfingunum í morgun en náði besta tíma dagsins síðari partinn.

Fótbolti

Blatter: Sagði aldrei að Ronaldo væri þræll

Sepp Blatter, forseti FIFA, segir að fræg ummæli hans um þrælahald í fótboltaheiminum hafi verið mistúlkuð í fjölmiðlum um daginn. Hann segist aldrei hafa beint þessum orðum beint að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

Enski boltinn

FH mætir Aston Villa

FH-ingar duttu sannarlega í lukkupottinn þegar dregið var í aðra umferð Uefa keppninnar í knattspyrnu í dag. FH mætir enska úrvalsdeildarliðinu Aston Villa og verður fyrri leikur liðanna þann 14. ágúst nk á Englandi.

Fótbolti

Inter í viðræðum við Ferrari

Ítalska liðið Inter er komið í viðræður við varnarmanninn Matteo Ferrari sem er samningslaus. Meiðslavandræði hafa herjað á leikmenn í öftustu línu Ítalíumeistarana.

Fótbolti

Chelsea snýr sér að Diego

Forráðamenn Chelsea virðast hafa sætt sig við að fá ekki Robinho frá Real Madrid. Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa þeir snúið sér að öðrum brasilískum leikmanni, Diego hjá Werder Bremen.

Enski boltinn

Liverpool mætir Standard Liege

Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikirnir verða 12. og 13. ágúst en þeir seinni 26. og 27. ágúst. Hér að neðan má sjá dráttinn.

Fótbolti

Næsta markmið er A-landsliðið

Hannes Þór Halldórsson er besti markvörður Landsbankadeildar karla. Hannes er með hæstu meðal­einkunn, hefur fengið á sig fæst mörk, er með bestu hlutfallsmarkvörsluna og hefur haldið oftast hreinu.

Íslenski boltinn

FH rúllaði yfir Grevenmacher

FH átti ekki í teljandi vandræðum með Grevenmacher í síðari leik liðanna í fyrstu umferð UEFA bikarsins. FH vann 5-1 í Lúxemborg í kvöld og kemst því áfram á 8-3 samanlögðum sigri.

Íslenski boltinn

McBride kominn heim

Bandaríski sóknarmaðurinn Brian McBride er kominn heim og hefur samið við Chicago Fire sem leikur í MLS-deildinni. McBride er 36 ára en hann samdi við Fire út tímabilið.

Enski boltinn

Knattspyrnusambandið kærir Barton

Raunasaga miðjumannsins Joey Barton er enn ekki öll, því nú hefur enska knattspyrnusambandið kært hann vegna árásarinnar á fyrrum liðsfélaga sinn Ousmane Dabo þegar hann var hjá Manchester City.

Enski boltinn

Guðni Rúnar samdi við Stjörnuna

Guðni Rúnar Helgason hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabæ, en hann fékk sig lausan frá samningi við Fylki í Landsbankadeildinni á dögunum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2. Guðni er 32 ára gamall og hafði verið hjá Fylki síðan árið 2004.

Íslenski boltinn

Arteta útilokar að fara til Spánar

Spænski miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton segist vera fullkomlega ánægður í herbúðum Everton og segist alls ekki hafa í huga að snúa til heimalandsins á næstunni. Hann hefur verið orðaður við félög á borð við Atletico Madrid í heimalandinu.

Enski boltinn

Þýskir miðlar lítt hrifnir af kaupum Arsenal

Arsenal gekk í gær frá kaupum á miðjumanninum unga Amaury Bischoff frá Werder Bremen í Þýskalandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þekktur fyrir að gera góð kaup í ungum leikmönnum, en ef marka má þýska miðla hefur honum mistekist í þetta sinn.

Enski boltinn

Barry ævintýrinu ekki lokið?

Breska blaðið Daily Mail fullyrðir í morgun að sápuóperunni í kring um miðjumanninn Gareth Barry sé hreint ekki lokið. Blaðið segir að Liverpool hafi náð að keyra 17,5 milljóna punda tilboð í gegn og að hann muni skrifa undir hjá Liverpool í dag.

Enski boltinn