Fótbolti

KR-ingar unnu Fjölni

KR vann góðan 2-0 sigur í síðasta leik þrettándu umferðar Landsbankadeildarinnar sem leikinn var í kvöld. Sigur KR var verðskuldaður en Vesturbæjarliðið var mun sterkara.

Íslenski boltinn

Stjarnan vann ÍBV

Tveir leikir voru í 1. deild karla í kvöld. Stjarnan gerði sér lítið fyrri og vann 1-0 sigur á toppliði ÍBV þar sem Björn Pálsson skoraði sigurmarkið á 86. mínútu.

Íslenski boltinn

Sara Björk í Breiðablik

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Breiðablik að krækja í Söru Björk Gunnarsdóttur frá Haukum. Þessi átján ára stelpa var eftirsótt af mörgum liðum í Landsbankadeild kvenna.

Íslenski boltinn

Leifur í leikbann

Það var nóg að gera hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag sem dæmdi alls 60 manns í leikbann. Þar á meðal var Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, sem var dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra áminninga.

Íslenski boltinn

Heimir Snær kominn í Fjölni

Miðjumaðurinn Heimir Snær Guðmundsson er genginn í raðir Fjölnis frá FH. Heimir lék með Fjölni á lánssamningi frá FH á síðustu leiktíð og stóð sig mjög vel þar.

Íslenski boltinn

Benitez: Við verðum að selja leikmenn

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, ítrekar að félagið hafi áhuga á að kaupa miðjumanninn Gareth Barry frá Aston Villa, en segir að til að svo megi vera - verði Liverpool að selja leikmenn til að fjármagna kaupin.

Enski boltinn

Barton fær annað tækifæri með Newcastle

Stjórn Newcastle hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem staðfest er að miðjumaðurinn Joey Barton muni fá annað tækifæri með liðinu á komandi tímabili. Hann losnaði úr fangelsi í gær vegna líkamsárásar.

Enski boltinn

Gardner lánaður til Hull

Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham var í dag lánaður til nýliða Hull í ensku úrvalsdeildinni. Gardner spilaði aðeins sex leiki með úrvalsdeildarfélaginu á síðustu leiktíð og segist fagna tækifæri til að fá að spila.

Enski boltinn

Tottenham enn á eftir Bentley

Stjórnarformaður Blackburn staðfesti við Sky í hádeginu að félagið væri komið aftur í samningaviðræður við Tottenham vegna vængmannsins David Bentley.

Enski boltinn

Hún gerist ekki blautari og kaldari tuskan

Bjarni Guðjónsson verður í fyrsta skipti í leikmannahópi KR í kvöld þegar liðið tekur á móti spútnikliði Fjölnis í lokaleik 13. umferðar í Landsbankadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport auk þess sem fylgst verður með gangi mála á Boltavaktinni hér á Vísi.

Íslenski boltinn

Þórður tekur við fyrirliðabandinu

Þórður Guðjónsson mun taka við fyrirliðabandinu hjá Skagamönnum af Bjarna bróður sínum sem gekk í raðir KR-inga í fyrrakvöld. Þetta staðfesti Bjarki Gunnlaugsson þjálfari ÍA í samtali við fotbolta.net í gær.

Íslenski boltinn

Ferill Robbie Keane

Írski framherjinn Robbie Keane hefur komið víða við á ferli sínum sem knattspyrnumaður, en hann sló ungur í gegn með liði Wolves og varð fljótt mjög eftirsóttur leikmaður.

Enski boltinn

Afturelding vann Stjörnuna

Afturelding vann sannfærandi sigur á Stjörnunni 4-2 í eina leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna. Afturelding komst fjórum mörkum yfir en Stjarnan minnkaði muninn með tveimur mörkum í lokin.

Íslenski boltinn

Keflavík gerði jafntefli gegn Fylki

Fylkir gerði 3-3 jafntefli við Keflavík í hörkuleik í Árbænum í kvöld. Keflvíkingar komust í 3-1 en Fylkismenn jöfnuðu á 86. mínútu leiksins. FH-ingar hafa því eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn

Framarar unnu HK-inga

Framarar unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu HK á Kopavogsvelli 2-0. Þeir byrjuðu af meiri krafti og komust yfir eftir ellefu mínútna leik þegar Auðun Helgason átti frábæra sendingu fram völlinn á Paul McShane sem gerði allt rétt.

Íslenski boltinn

Hannes skoraði í sigri Sundsvall

Sundsvall vann 2-0 útisigur á GAIS í sænska boltanum í kvöld. Sverrir Garðarsson, Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Sundsvall.

Fótbolti