Íslenski boltinn

Framarar unnu HK-inga

Elvar Geir Magnússon skrifar
Auðun Helgason átti virkilega góðan leik í kvöld.
Auðun Helgason átti virkilega góðan leik í kvöld.
Framarar unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu HK á Kopavogsvelli 2-0. Þeir byrjuðu af meiri krafti og komust yfir eftir ellefu mínútna leik þegar Auðun Helgason átti frábæra sendingu fram völlinn á Paul McShane sem gerði allt rétt. Hann sendi hnitmiðað á Ívar Björnsson sem kláraði færið.

Fyrri hálfleikurinn var virkilega fjörlegur og bæði lið fengu fín færi til að skora fleiri mörk. Leikurinn róaðist hinsvegar talsvert í þeim síðari.

Þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna þá náði Paul McShane að innsigla sigur Fram eftir sendingu Hjálmars Þórarinssonar. Enn eitt tap HK-inga sem færast nær 1. deildinni með hverri umferðinni sem líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×