Íslenski boltinn

Jafnt hjá Þrótti og Breiðabliki

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þróttur og Breiðablik gerðu 2-2 jafntefli í kvöld en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Jesper Sneholm kom Þrótti yfir eftir frábæra sendingu frá Sigmundi Kristjánssyni á fimmtu mínútu.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson jafnaði metin fyrir Breiðablik af stuttu færi eftir sendingu Arnars Grétarssonar inn fyrir vörn Þróttar. Arnór fórnaði sér til að ná í boltann sem hann náði að pota framhjá Bjarkaí markinu en skall á markverðinum með þeim afleiðinum að hann þurfti að yfirgefa völlinn og var fluttur á sjúkrahús.

Þróttur komst yfir, 2-1, eftir hálftíma. Andrés Vilhjálmsson skoraði laglegt mark eftir hornspyrnu Sigmundar Kristjánssonar. Rétt þegar fyrri hálfleikur var í þann mund að ljúka stakk Nenad Zivanovic sér inn fyrir vörn Þróttar þar sem hann lék á Bjarka Guðmundsson sem felldi Zivanovic og víti dæmt. Arnar Grétarsson skoraði af öryggi úr vítinu.

Engin mörk komu í seinni hálfleik og úrslitin því jafntefli 2-2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×