Erlent

Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum

Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn.

Erlent

Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð

Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár.

Erlent

Sprengjan sögð hafa „gufað upp“

Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist.

Erlent

Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi

Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði.

Erlent

Báðu Ísraela um að bíða með innrás

Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara.

Erlent

Þjóðernissinnar höfðu betur í Sviss

Flokkur fólksins í Sviss var óumdeildur sigurvegari þingkosninganna þar í landi sem fram fóru um helgina. Flokkurinn, sem er langt á hægri vængnum og mótfallinn Evrópusambandinu, hlaut 28,6 prósent atkvæða. 

Erlent

Harðar á­rásir halda á­fram á Gasa

Ísraelski herinn segist hafa ráðist á 320 skotmörk á Gasa-svæðinu síðastliðinn sólarhring og að áhersla hafi verið lögð á bækistöðvar Hamas-liða, þar á meðal göng og höfuðstöðvar samtakanna.

Erlent

Ný sending af neyðar­birgðum til Gasa

Martin Griffiths aðstoðarframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest að fjórtán flutningabílar hlaðnir neyðarbirgðum hafi komið inn á Gasa í kvöld. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu fyrr í dag fréttaflutning egypskra miðla um að sautján slíkum bifreiðum hafi verið hleypt inn á Gasa ekki réttan. 

Erlent

Dularfullur dauðdagi vísindamanns

Háskólinn í Barcelona rannsakar dauðsfall lífefnafræðings sem lést í fyrra. Hann vann að rannsóknum á Creutzfeld-Jakobs sjúkdóminum og hafði undir höndum þúsundir hættulegra sýna sem enginn í rannsóknarteyminu vissi af.

Erlent

Ísraelsmenn boða „næsta fasa stríðsins“

Ísraelsmenn herða árásir á Gasa og ótti við útbreiðslu átakanna stigmagnast. Um áttatíu eru látnir eftir loftárásir á Gasasvæðið í nótt og þá segjast Ísraelsmenn hafa þurrkað út hryðjuverkamiðstöð Hamas á Vesturbakkanum.

Erlent

Hrika­leg til­finning að vita að fólk svelti

Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 

Erlent

Lítil hjálp í mjög tak­mörkuðu magni neyðar­birgða

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir neyðarbirgðir sem fluttar hafa verið til Gasastrandarinnar verða að vera meiri. Tuttugu flutningabílar með neyðarbirgðum bárust íbúum Gasa í dag en að sögn samskiptastjóra ActionAid komu fimm hundruð slíkir bílar Gasabúum til hjálpar daglega áður en stríðið hófst. 

Erlent

Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli

Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt.

Erlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Erfiður vetur í vændum hjá Úkraínumönnum

Úkraínumönnum tókst ekki að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa í suðurhluta Úkraínu í sumar. Eftir fimm mánaða átök er vetur að skella á, sem mun gera frekari sóknir erfiðar. Þá eiga Rússar enn í umfangsmiklum árásum við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu, sem hafa skilað litlum árangri og kostað Rússa mikið.

Erlent

Neyðar­birgðir loks á leið til Gasa

Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum.

Erlent