Erlent Aukastörf meðfram þingmennsku skapi hættu á hagsmunaárekstrum Um það bil 70 prósent 705 þingmanna Evrópuþingmenns sinna öðrum störfum meðfram þingstörfunum og í um 26 prósent tilvika fá þeir greitt fyrir aukastarfið. Erlent 6.5.2024 08:03 Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum. Erlent 6.5.2024 07:03 Xi og Macron ræða kínverska rafbíla og franskt koníak Xi Jinping, forseti Kína, kom í morgun í opinbera heimsókn til Parísar í Frakklandi þar sem hann mun hitta kollega sinn Emmanuel Macron. Þetta er fyrsta heimsókn Xi til Evrópu frá árinu 2019 en hann mun einnig heimsækja Serbíu og Ungverjaland. Erlent 6.5.2024 06:54 Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. Erlent 6.5.2024 06:45 Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Erlent 5.5.2024 19:50 Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. Erlent 5.5.2024 13:17 Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. Erlent 5.5.2024 11:42 Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Erlent 5.5.2024 10:11 Tuga enn saknað og 55 látnir Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið eftir að hamfararigning reið yfir sunnanvert Rio Grande do Sul-ríki í Brasilíu í vikunni. Hátt í áttatíu manns er enn saknað. Erlent 4.5.2024 23:43 Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. Erlent 4.5.2024 22:22 Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Erlent 4.5.2024 18:51 Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Erlent 4.5.2024 14:43 Berlínarborg vill losna við glæsivillu Göbbels Landstjórn Berlínarborgar vill losna við umsjá yfir glæsilegu sveitabýli skammt frá borginni sem var reist handa Joseph Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, árið 1939. Borgaryfirvöld freista þess að binda enda á áratugalanga óvissu um hvort beri að rífa býlið eða gera það upp þar sem það hefur ekki verið í notkun í fleiri áratugi. Erlent 4.5.2024 11:18 Flugvél Atlanta á tæpasta vaði í Ríad Stjórnendum Boeing 747 þotu íslenska flugfélagsins Air Atlanta varð á í messunni þegar taka átti á loft frá flugvellinum í Ríad í Sádi-Arabíu á dögunum. Nauðhemla þurfti þegar í ljós kom að röng beygja hafði verið tekin inn á akstursbraut í stað flugbrautar í aðdraganda flugtaks. Flugvélin staðnæmdist um þrjátíu metrum frá enda akstursbrautarinnar. Erlent 4.5.2024 08:41 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 3.5.2024 23:54 Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3.5.2024 17:00 Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Erlent 3.5.2024 13:50 Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Erlent 3.5.2024 12:48 Danir rýmka reglur um þungunarrof Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu. Erlent 3.5.2024 08:08 Þrjátíu látnir og tuga saknað eftir flóð í Brasilíu Rúmlega þrjátíu eru látnir og sextíu er saknað í Brasílíska ríkinu Rio Grande do Sul. Erlent 3.5.2024 07:42 Segja frumvarp um gyðingaandúð í andstöðu við Biblíuna Öfgahópur innan Repúblikanaflokksins hefur mótmælt þverpólitísku frumvarpi sem var samþykkt í fulltrúadeildinni á miðvikudag og miðar að því að útrýma hatursáróðri gegn gyðingum. Erlent 3.5.2024 07:40 Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. Erlent 3.5.2024 07:14 „Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20 Segir fólk eiga rétt til mótmæla en ekki til óreiðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum. Erlent 2.5.2024 16:44 Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Erlent 2.5.2024 15:09 Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Erlent 2.5.2024 13:57 Vornanen kastað úr þingflokknum Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag. Erlent 2.5.2024 12:57 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2.5.2024 11:57 Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40 Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Erlent 2.5.2024 06:59 « ‹ 59 60 61 62 63 64 65 66 67 … 334 ›
Aukastörf meðfram þingmennsku skapi hættu á hagsmunaárekstrum Um það bil 70 prósent 705 þingmanna Evrópuþingmenns sinna öðrum störfum meðfram þingstörfunum og í um 26 prósent tilvika fá þeir greitt fyrir aukastarfið. Erlent 6.5.2024 08:03
Lík þriggja brimbrettakappa fundust í brunni í Mexíkó Yfirvöld í Mexíkó hafa fundið lík þriggja túrista, tveggja Ástrala og Bandaríkjamanns, sem hurfu á dögunum þegar þeir voru í brimbrettaferð á Baja-skaganum. Erlent 6.5.2024 07:03
Xi og Macron ræða kínverska rafbíla og franskt koníak Xi Jinping, forseti Kína, kom í morgun í opinbera heimsókn til Parísar í Frakklandi þar sem hann mun hitta kollega sinn Emmanuel Macron. Þetta er fyrsta heimsókn Xi til Evrópu frá árinu 2019 en hann mun einnig heimsækja Serbíu og Ungverjaland. Erlent 6.5.2024 06:54
Um 100.000 sagt að rýma svæði á Rafah vegna „afmarkaðra aðgerða“ Ísraelsher segist þurfa að flytja 100.000 manns frá Rafah inn á nærliggjandi svæði, al Mawasi, sem Ísraelsmenn hafa skilgreint sem „mannúðarsvæði“. Þetta hefur Associated Press eftir talsmanni hersins. Erlent 6.5.2024 06:45
Búnaður Al Jazeera gerður upptækur og miðillinn í bann Hluti útsendingarbúnaðar katarska miðilsins Al Jazeera var gerður upptækur þegar lögregla réðst inn á hótelherbergi útsendara í Jerúsalem í dag. Miðlinum hefur verið bannað að starfa í landinu í að minnsta kosti 45 daga. Erlent 5.5.2024 19:50
Ísrael samþykkir ekki vopnahlé Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að, þó Ísraelsmenn séu tilbúnir til þess að gera hlé á átökunum til að Hamasliðar afhendi þá gísla sem enn eru í þeirra haldi, komi það ekki til greina að binda endanlegri enda á átökin. Erlent 5.5.2024 13:17
Ísraelsmenn vísa fréttamönnum á dyr Ríkisstjórn Ísraels ákvað í dag að reka katörsku sjónvarpsstöðina Al Jazeera úr landi. Forsætisráðherra Ísraels segir fréttamenn hennar stríðsæsingamenn. Erlent 5.5.2024 11:42
Íhaldsflokkurinn laut í lægra haldi í sveitarstjórnarkosningum Niðurstöður liggja fyrir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Englandi og Wales í öllu nema einu kjördæmi og vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sveitarstjórnarsætum og vann meirihluta í átta stjórnum. Erlent 5.5.2024 10:11
Tuga enn saknað og 55 látnir Að minnsta kosti 55 hafa látið lífið eftir að hamfararigning reið yfir sunnanvert Rio Grande do Sul-ríki í Brasilíu í vikunni. Hátt í áttatíu manns er enn saknað. Erlent 4.5.2024 23:43
Verður borgarstjóri Lundúna þriðja kjörtímabilið í röð Sadiq Khan borgarstjóri í Lundúnum tryggði sitt þriðja kjörtímabil í embætti þegar hann sigraði borgarstjórnarkosningar í Lundúnum fyrir hönd Verkamannaflokksins í dag. Erlent 4.5.2024 22:22
Auka viðbúnað í aðdraganda Eurovision Sænsk löggæsluyfirvöld hafa aukið viðbúnað í Malmö áður en Eurovision-vikan hefst, bæði vegna keppninnar og mótmælafundanna sem hafa verið boðaðir í borginni á sama tíma. Erlent 4.5.2024 18:51
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. Erlent 4.5.2024 14:43
Berlínarborg vill losna við glæsivillu Göbbels Landstjórn Berlínarborgar vill losna við umsjá yfir glæsilegu sveitabýli skammt frá borginni sem var reist handa Joseph Göbbels, áróðursráðherra Hitlers, árið 1939. Borgaryfirvöld freista þess að binda enda á áratugalanga óvissu um hvort beri að rífa býlið eða gera það upp þar sem það hefur ekki verið í notkun í fleiri áratugi. Erlent 4.5.2024 11:18
Flugvél Atlanta á tæpasta vaði í Ríad Stjórnendum Boeing 747 þotu íslenska flugfélagsins Air Atlanta varð á í messunni þegar taka átti á loft frá flugvellinum í Ríad í Sádi-Arabíu á dögunum. Nauðhemla þurfti þegar í ljós kom að röng beygja hafði verið tekin inn á akstursbraut í stað flugbrautar í aðdraganda flugtaks. Flugvélin staðnæmdist um þrjátíu metrum frá enda akstursbrautarinnar. Erlent 4.5.2024 08:41
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 3.5.2024 23:54
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. Erlent 3.5.2024 17:00
Reyna að sækja fyrsta sýnið frá fjærhlið tunglsins Kínverskir geimvísindamenn skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Geimfar þetta ber lendingarfar sem til stendur að lenda á fjærhlið tunglsins. Þar á farið að taka sýni frá tunglinu og flytja það aftur til jarðar. Erlent 3.5.2024 13:50
Hlustuðu á Trump og Cohen tala um þagnargreiðslu Saksóknarar í New York spiluðu í gær upptöku af Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmanni Donalds Trump, fyrrverandi forseta, þar sem Cohen sagði Trump frá ætlunum sínum varðandi það að greiða peninga til að koma í veg fyrir að fyrrverandi Playboy-fyrirsæta segði frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni. Cohen tók samtalið upp á laun. Erlent 3.5.2024 12:48
Danir rýmka reglur um þungunarrof Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur náð samkomulagi við fjóra flokka í stjórnarandstöðunni um að rýmka reglur landsins um þungunarrof þannig að heimilt verði að gangast undir þungunarrof fram að átjándu viku meðgöngu. Erlent 3.5.2024 08:08
Þrjátíu látnir og tuga saknað eftir flóð í Brasilíu Rúmlega þrjátíu eru látnir og sextíu er saknað í Brasílíska ríkinu Rio Grande do Sul. Erlent 3.5.2024 07:42
Segja frumvarp um gyðingaandúð í andstöðu við Biblíuna Öfgahópur innan Repúblikanaflokksins hefur mótmælt þverpólitísku frumvarpi sem var samþykkt í fulltrúadeildinni á miðvikudag og miðar að því að útrýma hatursáróðri gegn gyðingum. Erlent 3.5.2024 07:40
Tyrkir stöðva öll viðskipti við Ísrael Tyrkir hafa ákveðið að hætta öllum viðskiptum við Ísrael vegna innrásar þeirra á Gasa svæðið. Erlent 3.5.2024 07:14
„Mun ekki halla mér aftur og leyfa deyjandi sjónvarpsstöð að ráðast á mig“ Hollywood-leikarinn Kevin Spacey hjólar í bresku sjónvarpsstöðina Channel 4 sem framleiðir um þessar myndir heimildarmynd um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi. Erlent 2.5.2024 23:20
Segir fólk eiga rétt til mótmæla en ekki til óreiðu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í dag ofbeldi sem hefði átt sér stað á mótmælum í háskólum víðsvegar um Bandaríkin. Hann sagði alla eiga rétt á friðsömum mótmælum en fólk hefði ekki rétt á því að valda óreiðu eða skemmdum. Erlent 2.5.2024 16:44
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Erlent 2.5.2024 15:09
Enn í basli með skemmdir á hitaskildi Orion Verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) vita enn ekki hvað kom fyrir hitaskjöld Orion-geimfarsins þegar það sneri aftur til jarðar eftir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Mun stærri hluti hitaskjaldarins en búist var við féll af geimfarinu við innkomu þess í gufuhvolfið en þetta er eitt af þremur vandræðum sem leiddu til þess að Artemis 2 var frestað til næsta árs. Erlent 2.5.2024 13:57
Vornanen kastað úr þingflokknum Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag. Erlent 2.5.2024 12:57
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. Erlent 2.5.2024 11:57
Yfirstandandi kosningar á Englandi prófsteinn fyrir Íhaldsflokkinn Kosningar eru hafnar á Englandi þar sem Íhaldsflokkurinn gæti mögulega tapað um 500 sveitarstjórnarsætum. Niðurstöðurnar eru sagðar munu gefa nokkuð góða mynd af því hvort Íhaldsflokkurinn hefur tapað jafn miklu fylgi og kannanir benda til. Erlent 2.5.2024 07:40
Viðbrögð Hamas við vopnahléstillögunum „neikvæð“ Háttsettur embættismaður innan Hamas sagði í samtali við AFP í nótt að viðbrögð samtakanna við þeim vopnahléstillögum sem nú lægju fyrir væru „neikvæð“ en viðræður stæðu enn yfir. Erlent 2.5.2024 06:59