Erlent

Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS.

Erlent

Sótt­i fjár­öfl­un­ar­ráð­stefn­ur með auð­jöfr­um

Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin.

Erlent

Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst

Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku.

Erlent

Einn al­ræmdasti veiði­þjófur heims í fangelsi

Hinn malasíski Teo Boon Ching hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af nashyrningahornum. Talið er að hann hefði grætt tæpar þrjú hundruð milljónir króna á viðskiptunum.

Erlent

Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri

Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri.

Erlent

Mikið fenta­nýl falið bak við hlera á dag­heimilinu

Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins.

Erlent

Umfangsmiklar árásir á báða bóga

Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu.

Erlent

Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT

Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað.

Erlent

Jarð­skjálfti olli flóð­bylgju á Græn­landi

Græn­lensk stjórn­völd hafa aukið við­búnaðar­stig í fjörðum eyjunnar í norðri og austri eftir að jarð­skjálfti undan ströndum landsins upp á 3,4 olli flóð­bylgju sem skall á ströndum eyjunnar Ellu um helgina.

Erlent

Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka

Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara.

Erlent

Fylgdi Google Maps fram af ónýtri brú og lést

Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést.

Erlent

Vill taka neit­un­ar­vald­ið af Rúss­um

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald.

Erlent

McCarthy í basli og þingið lamað

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mistókst í gær að koma frumvarpi um fjárveitingar til varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna í gegnum þingið. Hópur öfgafullra þingmanna Repúblikanaflokksins kom í veg fyrir að frumvarpið yrði tekið til umræðu og er útlit fyrir algera lömun á þingi.

Erlent

Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp

Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun.

Erlent

„Illsku er ekki treystandi“

Illsku er ekki treystandi. Þetta voru skilaboð Volodómírs Selenskís Úkraínuforseta þegar hann hélt ávarp sitt á Allsherjarþingi Semeinuðu þjóðanna í gærkvöldi.

Erlent