Handbolti

Góður leikur Al­dísar Ástu dugði ekki

Aldís Ásta Heimisdóttir átti góðan leik í liði Skara í efstu deild sænska handboltans í kvöld. Það dugði þó ekki til þar sem lið hennar Skara mátti þola tveggja marka tap á útivelli gegn Skuru.

Handbolti

Samningi Lovísu í Noregi rift

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Handbolti

Hörður styrkir sig enn frekar og sá franski missir ekki af leik

Hörður frá Ísafirði hefur fengið þrjá nýja erlenda leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. Þar á meðal er franski reynsluboltinn Leó Renaud-David sem búist var við að myndi missa af fyrsta leik félagsins eftir HM-pásuna vegna klúðurs í skráningu leikmannsins.

Handbolti

Forsetinn gat ekki lyft bikarnum

Niklas Landin, markvörður og fyrirliði Danmerkur í handbolta, var fljótur að hugsa þegar hann sá að Hassan Moustafa, forseti alþjóða handboltasambandsins, ætti ekki möguleika á að lofta heimsmeistarabikarnum til að rétta Landin hann.

Handbolti

„Hafa verið góðir að fá nýja menn inn“

Áhugavert verður að sjá hvort Danir geti viðhaldið árangri sínum í handbolta þegar reynsluboltar liðsins hætta. Þetta segir Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar í Danmörku. Danska landsliðið varð heimsmeistari þriðja skiptið í röð með sigri á Frakklandi í gær, sunnudag.

Handbolti